fbpx

LØRDAGS MAKEUPLÚKK

Förðun

Èg kíkti út með góðum vinum síðasta laugardag & ákvað að deila með ykkur vörunum sem èg notaði í makeuplúkkið þann daginn.

image

Farði: SCULPT FOUNDATION frá MAKE UP STORE í litnum Coconut

Augu: Augnskuggapallettan frá Mariah Carey X MAC, Grandoîse Extreme maskarinn frá Lancôme & Eylure augnhár númer 141.

Skygging: Highlight & Contour Pro pallettan frá NYX.

Varir: Kate Moss Roll On Nude frá Rimmel.

(more…)

D R E S S – silkisett

LífiðOOTD

Èg kíkti í skemmtilegt jólaboð Bestseller á Geira Smart veitingastaðnum fyrir stuttu síðan sem var ótrúlega skemmtilegt. Èg klæddist ótrúlega skemmtilegu dressi úr VILA sem er einskonar silki dragt með bomber jakka & suitpants í svörtu glansefni & dökkgrænum blúndutopp fyrir smá jólafíling! Varaliturinn heitir svo Burgundy & er frá MAKE UP STORE

image image

 

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir: steinunne xx

LOKSINS Á ÍSLANDI: EYLURE AUGNHÁRIN ERU MÆTT

Förðun

Ég er svo ótrúlega ánægð með hvað við Íslendingar erum komin langt með að vera á tánum þegar kemur að flottum snyrtivörumerkjum & hvað það er búin að vera mikil aukning á flottum merkjum síðustu mánuði & ár. Nýjasta viðbótin sem að ég er ótrúlega spennt fyrir & glöð með að sé loksins í boði fyrir okkur makeupfíklana sem erum staðsett á þessari litlu eyju er merkið Eylure & er merki sem að sérhæfir sig í gerviaugnhárum & öðrum vörum því tengdu.

Eylure var stofnað árið 1947 ( I KNOW RIGHT!?) af tveimur bræðrum, sem voru einstaklega þekktir & vinsælir innan kvikmyndabransans David & Eric Aylott. Bræðurnir áttuðu sig á því að það var mikil vöntun á vörum sem ýktu upp augnumgjörð kvenna & brenndu sig oft á því þegar á tökum stóð, þeir tóku því málin í sínar hendur & komu með algjöra nýjung á markaðinn = fölsk augnhár. En þeir einblíndu ekki einungis á kvikmyndabransann heldur gerðu vöru sem átti að ná til almennings & settu á fótinn merkið sitt Eylure, búið til úr orðunum tveimur Eye & Allure.

Sumsé rótgróið & einstaklega þekkt merki víðsvegar um heim sem að við erum svo ótrúlega heppin að fá að hafa í okkar makeupflóru loksins. Augnhárin eru sérstaklega vinsæl í Bretlandi en söngkonan Cheryl Cole (þekktust fyrir að hafa verið í stúlknasveitinni Girls Aloud & dómari í X Factor) hefur meðal annars verið talskona augnhárana & gerði sína eigin línu innan merkisins. Ég var svo heppin að fá að prófa nokkrar týpur af augnhárunum, ásetjarann & augnhárabrettarann en þau eru ótrúlega mismunandi & þess vegna ættu bókstaflega allir að geta fundið augnhár sem henta þeirra stíl.

Augnhárin eru í flokkum eftir því hversu ýkt þau eru eða hvaða tilgangi þau þjóna, það kemur líklega fæstum á óvart að ég er hrifnust af Volume & Extreme & ætla að fá að sýna ykkur nokkur af mínum uppáhalds eftir fyrstu prófun. Ásetjarinn er algjör snilld fyrir þá sem eiga í vandræðum með að setja á sig gerviaugnhár enda auðveldar þetta það verk ofboðslega mikið, ég ákvað því að setja inn örstutt myndband sem sýnir hvernig ég nota hann í vikunni.

Augnhárin eru meðal annars fáanleg í Hagkaup, Lyfju og Lyf&Heilsu….

15416935_10211112497236667_730369084_n 15416999_10211112497116664_1094409666_n 15423597_10211112497196666_1770442840_n 15450939_10211112497156665_1061238227_n

***Hér er ég með augnhár númer 141 sem eru strax komin í uppáhald hjá mér & engin augnhár á síðustu mynd til að sýna muninn***

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Makeup Lúkk – Mariah Carey X MAC

FörðunMAC

Ég sagði ykkur frá & sýndi ykkur línuna Mariah Carey X MAC um daginn við mikla lukku enda ekkert smá falleg lína! Ég ákvað að gera smá lúkk með vörunum sem ég fékk úr línunni en það voru meðal annars augnskuggapallettan, augnskuggaburstinn & varaliturinn sem er alveg nude & mjög mikið ég.

 

3
2

Litirnir í pallettunni eru ótrúlega fallegir nude tónar yfir í brúnan & kampavínslitaðan. Ég notaði ljósasta í innri augnkrókinn & undir augabrúnirnar, ég notaði ljósbrúna litinn í globusinn og undir augað, sanseraði kampavínslitaði fór yfir allt augnlokið og undir augað líka en dökkbrúni fór svo alveg í krókinn & á milli augnhárana.

15356083_10211052820584788_1398882112_n 15403135_10211052820624789_1363214871_n 15416884_10211052820504786_42892049_n 15424640_10211052820544787_1935810298_n

Ég er mjög hrifin af þessu lúkki & finnst það ekta „go to“ makeup lúkk fyrir vetrarpartý, en þess má geta að línan kemur út í dag í 8.desember & lendir í verslunum MAC næsta miðvikudag, miðvikudaginn 14.desember fylgist með xx

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Veturinn hjá ESSIE – GJAFALEIKUR

Förðun

Ég hef áður tjáð ást mína á Essie, ég elska þessi naglalökk & ég elska hvað þau eru dugleg að gefa út nýja liti! Mig langar að sýna ykkur vetrar/jólalúkkið árið 2016 frá Essie en um línuna & innblásturinn að henni segir:

„catch a double-decker bus to swinging sixties london. slip on your tallest heels because this party on a platform is ready to boa. relax and go with the flowy as you and your satin sister make the scene at the coolest clubs. what do you think about getting groovy, baby? oh behave!“

w16Go With The Flowy – Satin Sister – Getting Groovy – Oh Behave – Party On  A Platform & Ready To Boa

Litirnir eru hver öðrum fegurri en ég er samt sem áður hrifnust af „Getting Groovy“ (þeim gyllta) & „Ready To Boa“ (þeim rústrauða glansandi)…

w16aessieenvy
(mynd: @essieenvy)

Mig langar að leyfa ykkur að taka þátt í gleðinni & ætla að gefa einni heppinni alla jólalínuna eins & hún leggur sig! Það eina sem að þið þurfið að gera er að líka við þessa færslu, deila henni & elta mig á
Snapchat:
steinunne

Ég dreg út vinningshafa á mánudaginn! xx

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx



Nýtt í snyrtibuddunni: Grandôise Extreme frá Lancôme

Förðun

Nýjasta viðbótin við snyrtibudduna mína þessa dagana er ótrúlega fallegt tvíeyki frá Lancôme, nýjasti maskarinn þeirra & blauti eyeliner sem bera nafnið Grandôise Extreme.

Byrjum á linernum, þetta er fyrsti snjalli linerinn sem er einstaklega notendavænn vegna sveigjanleikans í hönnuninni. Formúlan er alveg mött & helst þess vegna rosalega vel á, minn liner er svartur en hann er einnig til í brúnu & bláu. Eins & ég sagði er hönnunin einstaklega sveigjanleg en stilkurinn á linernum er með hreyfanlegri kúlu sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun þar sem að það er hægt að “brjóta“ skaftið til hægri eða vinstri. Þetta er klárlega eyeliner sem er góður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í blautum eyeliner eða hreinlega hafa ekki enn komist upp á lagið með það..

& nú yfir í maskarann, ég fíla ýkta maskara sem gera augnhárin þykk, þétt & alveg kolsvört & ef þið eruð sammála mér þá er þetta æðislegur maskari fyrir ykkur. Formúlan er sú ýktasta frá Lancôme hingað til & hönnunin sem minnir á svanaháls er sérstaklega gerð til þess að formúlan nái að þekja augnhárin alveg frá rót & út í enda. ***(smá tips, það er einstaklega gott að nudda þessum fram & tilbaka í rótina áður en þið dragið burstan alveg út á enda augnhárana til þess að fá þéttan lit í rótina, það er nánast eins & þið hafið gert felulinerinn sem ég tala svo oft um.)*** Þennan maskara er ótrúlega gott að byggja upp enda er formúlan ekki að molna eða þorna upp en maskarinn er einstaklega svartur & laus við:
paraben
sulfates & phtalates.

Ég ákvað að taka mynd af augnhárunum mínum með maskarann & án & einnig þegar ég var komin með maskara á bæði augu & blautan eyeliner uppvið efri augnhárin.

15327598_10210984116827237_386407187_n15310597_10210984116747235_2119023126_n 15310351_10210984116707234_521346214_n
15310354_10210984116787236_217900094_n

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MARIAH CAREY & MAC: FEGURÐ

Förðun

Glamúrdrottningin & söngkonan Mariah Carey hefur í annað skipti farið í samstarf við MAC þegar kemur að hátíðarlúkki snyrtivörurisans en ég ætla að leyfa mér að segja að þessi lína sé sú fallegasta sem að hefur nokkurn tíman verið gerð hjá MAC. Ég er sjúk í þessa liti, nude litir, fallegir gylltir & glansandi tónar, ljómapúður, glimmerburstar & fallegir augnskuggar!

Það kemur engum á óvart að línan er stútfull af glimmeri & glamúr en hún samanstendur af bufferbursta, augnskuggabursta, ljómapúðri, tveimur settum af gerviaugnhárum, tveimur augnskuggapallettum, fjórum varaglossum, fimm varalitum, tveimur varablýöntum, fljótandi eyeliner, glimmer-líkamspúðri og tveimur kinnalitum. Vörurnar bera svo skemmtileg nöfn sem eru heiti á lögunum hennar..

Ég var svo heppin að fá smá forskot á sæluna & prófa nokkrar vörur úr línunni & ætla að sýna ykkur förðun með þeim vörum í vikunni en til að gefa ykkur smá smjörþef af línunni set ég inn myndir af henni í heild sinni. Línan kemur út 8.desember en lendir á Íslandi vonandi í lok næstu viku! xx

1

2 3 4

5 6 7 8

 

9 10 11 12 13 14 15 16 17
18

….

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

EDDA X MOSS – Hair & Makeup

Förðun

Ég tók þátt í ótrúlega skemmtilegu verkefni á dögunum en það var að farða & greiða henni Eddu Gunnlaugsdóttur sem er algjör snillingur með meiru. Hún er algjör fagurkeri & með einn fallegasta fatastíl sem ég hef séð. Verkefnið var að farða hana & greiða fyrir myndatöku á vegum NTC en Edda er að gefa út línu í samstarfi við MOSS merkið hjá NTC sem ber nafnið EDDA X MOSS. Línan kemur í verslanir Gallerí 17 á morgun, þann 1.desember en mig langaði að sýna ykkur myndir, en þær eru eftir hina ótrúlega hæfileikaríku Hildi Erlu ljósmyndara. Flíkurnar eru svo ótrúlega fallegar & ég er sérstaklega með augastað á svarta kjólnum með djúpa hálsmálinu & jakkanum sem er í línunni (ó elsku jólasveinn).

En að förðuninni & hárinu…..

makeup

Ég notaði ýmsar vörur til að ná lúkkinu en við vorum sammála um að lúkkið ætti að vera náttúrulegt & fallegt, með miklum ljóma & sólkysstri húð, hárið er ekta í Eddu stíl, náttúrulegt liðað & fallegt. Ég notaði uppáhalds krullujárnið mitt frá HH Simonsen til að fá þessa lausu liði (sama & ég nota alltaf í mig) en það er járnið ROD VS4 frá HH Simonsen, svo ýfði ég hárið aðeins & spreyjaði það með glansolíunni frá L’Oreal.
Húðin var grunnuð með Nude Magique CC Cream frá L’Oreal sem gefur fallega & létta þekju. True Match hyljarinn fór í kringum nefið & augun til að létta á roða eða bláma & andlitið var svo mótað með Highlight & Contour pallettunni frá NYX. Lid Lingerie blauti augnskugginn númer 11 frá NYX fór yfir augnlokin til að fá ljómandi bronsaða áferð sem var ekki of mött & notaði ég sama augnskugga aðeins á varirnar með Butter Gloss varaglossinum í litnum Madeleine, líka frá NYX. Í augabrúnirnar notaði ég Brow Artist Plumper augabrúnagel sem fyllir upp í brúnirnar, mótar þær & litar í litnum Light/Medium sem er ljósbrúnn en gelið er frá L’Oreal. Til að fá þennan einstaklega frísklega ljóma notaði ég nýja highlighterinn í kremformi frá L’Oreal en ég notaði hlýja tóninn í True Match higlight á kinnbein, nef, undir augabrúnir & á axlir & Viðbein. Volume Million Lashes Fatale maskarinn frá L’Oreal varð fyrir valinu enda frábær til að byggja upp augnhárin.

a b c d

Ég mæli með því að kíkja á þessa flottu stelpu & línuna á morgun en viðburðinn er hægt að skoða HÉR.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Á ferð & flugi

OOTD

Eitt örstutt myndamóment í Smáralind þegar við mæðgin vorum á ferð & flugi áður en vikulöng magapest helltist yfir heimilið. Í þessari stússferð keyptum við smá jólaskraut & alveg óvart kom einn fallegur áramótakjóll með mér heim, meira um það síðar…

image

Hattur: Lindex
Kápa: Zara
Skyrta: Vero Moda
Buxur: Topshop
Skór: Vagabond (Kaupfélagið)

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

UPPÁHALDS

FörðunVörur Mánaðarins

Jæja – þá er ég bara komin í skuld! Hér kemur ein margumbeðin færsla um uppáhalds í Október, um miðjan nóvember…sveiattan’ þetta kemur ekki fyrir aftur! Vörurnar eru mjög fjölbreyttar að þessu sinni þó svo að það séu nokkrir klassíkerar þarna með….

uppahalds

Miss Hippie maskarinn frá L’Oreal:
Ég var búin að segja ykkur frá þessum áður HÉR, en ég hef ekki ennþá fundið betri maskara. Ég er sjúk í hann! Þykkir, lengir, svertir & sveigir augnhárin. Hann gerir ótrúlega mikið fyrir mín augnhár, molnar ekki eða þornar & klessist ekki. Hann er ekki vatnsheldur en hann lekur ekki en það er samt alveg ótrúlega auðvelt að ná honum af.

Microshadow „Louder“ frá MAKE UP STORE:
Þessi augnskuggi er svo fallegur að ég á ekki til orð, hann er svo fullkominn í haust -& vetrarfarðanir. Hann er einstaklega litsterkur & mjúkur, fjólurauður með brúnum undirtón & er einstaklega fallegur við blá augu.

Urban Decay Setting Spray:
Frábært sprey sem heldur farðanum vel á & hindrar það að hann setjist í rákir eða kámist af. Farðinn setur sig einhvern veginn á þann hátt að hann lítur einstaklega vel út & endist mikið mikið betur.

Lipstick „Myth“ frá MAC:
Þessi varalitur hefur án gríns verið í veskinu mínu frá því að ég var svona 19 ára (ég er að sjálfsögðu ekki að tala um sama stykkið heldur sama litinn). Hann er hinn fullkomni nude litur sem einhvern veginn er oftar en ekki minn „go to“ litur þegar ég er með mikla augnförðun. Hann er alveg mattur & alveg ljós sem að er stundum líka frábært undir litsterka glossa sem að maður vill dempa niður.

NYX Highlight & Contour Pro Palette:
Þessa hef ég talað mikið um uppá síkastið enda búin að vera hálfgerður bjargvættur í minni snyrtitösku síðustu vikur. Þú ert með allt sem þú þarft til að gera andlitið fullkomlega lýst & skyggt í einni pallettu. Ég sagði ítarlega frá henni & sýndi hvernig er best að nota hana HÉR.

Lipstick Burgundy frá MAKE UP STORE:
Þessi litur er litur sem að ég elska að eiga á veturnar & nota sem hinn valmöguleikann þegar ég fer út í staðinn fyrir að taka dökk augu & ljósar varir. Þessi litur er hinn fullkomni dökki sem gerir tennurnar hvítar & mér finnst hann alltaf passa við, hann er svo hátíðlegur. Varalitirnir frá MAKE UP STORE eru einstaklega mjúkir enda stútfullir af næringarefnum sem næra varirnar þegar að hann er á svo að þær haldast mjúkar.

Mary Lou-Minizer highlighterpúður:
Dásemd dásemd dásemd.. Þessi highlighter er lífið, sorry en hann er lífið. Dásamlegur highlighter sem ég nota mikið líka sem augnskugga en hann er frá The Balm & ég fékk minn í CoolCos.

Real Techniques Svampar:
Svampana er ég nýbúin að tala um enda alveg stórkostlegir, rifjum það upp, en ég talaði um þá HÉR:
Miracle Complexion Sponge (appelsínuguli): Þessi er frábær til þess að blanda farða, gera áferðina fallegri, bera á primer/krem, bera á farða, blanda saman skil eftir sólarpúður, kinnalit, contour eða hyljara.
2 Miracle Mini Eraser Sponges (fjólubláu): Þessir eru dásemd, þeir eru svo litlir & skemmtilegir en þegar þið áttið ykkur á notagildinu verða þeir jafnvel enn betri. Þeir eru sérstaklega gerðir svona litlir með einum oddmjóum enda & einni flatri hlið með skörpum endum. Þessir litlu svampar eru sérstaklega gerðir til að vinna nákvæmnisvinnu eins & á litlum bólum, í kringum augun & nefið & bíðið bara… hann virkar líka eins & strokleður þegar þú gerir mistök! Halló lagfærður blautur eyeliner!

Gel Couture naglalakk „Model Chicks“:
Fallegur haustlitur sem hentar alltaf á veturna. Gel Couture línan er stórkostleg fyrir þá sem vilja fá faglega handsnyrtingu heima hjá sér, 2ja vikna ending & gallalaus handsnyrting með þessum frábæru lökkum. ATH nauðsynlegt er að nota yfirlakkið til þess að fá endinguna & áferðina.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx