Steinunn Edda

MEISTARAMÁNUÐUR #BÓLGUEYÐANDI MORGUNSKOT!

Lífið

Ég er alveg á fullu í Meistaramánuði núna eins & margir fylgjendur mínir hafa tekið eftir á Snapchat, en það er auðvitað auðveldast að leyfa ykkur að fylgjast með hverri mínútu þar. Eitt af því sem að ég hef fengið endalaust af spurningum útaf er skotið sem ég tek á hverjum morgni sem er einstaklega bólgueyðandi & bjúgeyðandi.

Ég uppgötvaði þetta skot úti í Danmörku þegar ég var ólétt en ég var eins & áður hefur komið fram mjög heppin á þessari meðgöngu & það eina sem hrjáði mér í raun & veru var það að undir miðja meðgöngu var ég örlítið bjúguð á morgnana, ég fann helst fyrir því vegna þess að hringarnir mínir urðu nokkuð þröngir. Ég leitaði mér upplýsinga & það einfaldasta & jafnframt samkvæmt flestum áhrifaríkasta var epla-ediksskot á morgnana. Ég prófaði þetta & eftir fyrsta skot var ég fallin. ég bókstaflega horfði á hann leka af mér bjúginn & u.þ.b. 5 mínútum eftir að ég tók skotið voru hringarnir orðnir eðlilegir (góður mælikvarði að mínu mati)

16507302_10211651677675841_588361100_n

SKÁL!

………………………………………………………………………………………………………………………

Þetta er súpereinfalt!
1 tappi af eplaediki í venjulegt glas & fyllt upp með ísköldu vatni
drukkið á leifturhraða & smá gretta fylgir í lokin
fyrir þá alla viðkvæmustu er hægt að drekka smá mjólk eftirá en hún eyðir öllu edikbragði

Fullkomið fyrir þá sem eru að borða hollt & hreyfa sig af krafti í þessum flotta mánuði, en þetta er eins & áður segir bólugeyðandi & því frábært fyrir líkama & sál! xx

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

KVÖLDSTUND Á APÓTEKINU

Lífið

Ég bara verð að segja ykkur frá alveg frábærri kvöldstund sem ég átti með nýjum vinum síðustu helgi, á Apótek Restaurant. En við vorum nokkur að klára námskeið hjá Icelandair fyrir viku síðan & hópurinn varð svo náinn að við ákváðum að hittast eftir að við fengum skírteinin okkar í hendurnar & fagna svolítið þessum áfanga.

16358976_10211595011459221_656295009_n 16359177_10211595068060636_1208689479_n 16425472_10211595011619225_885129121_n 16426394_10211595011379219_1451556863_n 16426627_10211595011419220_160111640_n 16441675_10211595011659226_57489579_n 16443249_10211595011819230_160952407_n 16443555_10211595011779229_1643536118_n

16359177_10211595068060636_1208689479_n
Kokteill & öl í setustofunni á flottum Happy Hour xx

16425472_10211595011619225_885129121_n
Hvert einasta smáatriði var svo smart, mararaborð & flottir stjakar, diskarnir stílhreinir en fallegir..

Við fengum alveg rosalega flott tilboð á Apótek Restaurant sem ég er ekkert smá ánægð með þar sem að mig var búið að langa að prófa matinn þar alveg frá því að staðurinn opnaði. Við vorum 15 saman & skelltum okkur þess vegna í stórglæsilegan hópmatseðil sem að sveik sko engan, við héldum ekki vatni yfir matnum hann var brjálæðislega góður. Kvöldið byrjaði á flottum Happy Hour í setustofunni & svo færðum við okkur yfir á borðið sem að við höfðum pantað & fjörið hélt áfram. Staðurinn er ekkert smá fallegur, hvert einasta smáatriði skipulagt í þaula & gleður augað á sama tíma & bragðlaukarnir eru í algjöru partýi.

Það var ekkert smá smart að sjá inn í eldhúsið þar sem að við sátum & stemmningin var ótrúlega góð & þjónustan uppá 10!

16426627_10211595011419220_160111640_n16441675_10211595011659226_57489579_n16426394_10211595011379219_1451556863_n16358976_10211595011459221_656295009_n

Ég leyfði Snapchat vinum mínum að fylgjast með allt kvöldið & það voru svo rosalega margir að spyrja út í matinn svo að ég ákvað að setja bara matseðilinn okkar hérna inn fyrir neðan.

MATSEÐILL:
**Hefst á freyðivíni í fordrykk**

FORRÉTTIR

TÚNFISKUR
Léttgrillaður túnfiskur, avókadómauk, engifer, sesamfræ, sýrð vatnsmelóna
ÖND OG VAFFLA
Hægeldað “pulled” andalæri, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa

AÐALRÉTTIR – VELDU Á MILLI

LAX
Kolagrillaður lax, bok choy, sveppir, barbecuesósa tónuð með íslensku, lífrænu svörtu tei
EÐA
KOLAGRILLUÐ NAUTALUND
Sveppir, pönnusteikar kartöflur, bjór-Hollandaise

EFTIRRÉTTUR
Eftirréttur að hætti Axel Þ Pastry meistara
KARAMELLU CRANKIE
Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka

16443555_10211595011779229_1643536118_n 16443249_10211595011819230_160952407_n

……………………………………………………………………………………………………

Apótekið fær 10/10 frá mér & ég mun alveg 100% mæla með honum við alla ásamt því að ég get ekki beðið eftir að eiga notalega kvöldstund þarna aftur helst sem allra fyrst, húrra!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne xx

RÚSTRAUÐ AUGNFÖRÐUN MEÐ SMASHBOX – MYNDBAND

FörðunMyndbönd

Ég ákvað að skella í smá myndband með nýrri augnskuggapallettu sem ég var að fá að #gjöf frá Smashbox. Hún er ofboðslega falleg & ég sé fram á að nota hana rosalega mikið. Myndbandið er eins & venjulega stutt & einfalt, vonandi getur einhver nýtt sér þetta jafnvel fyrir helgina! xx

16195283_10211562502886527_8933720051079306295_n 16358538_10211562508686672_1427044590_n

Pallettan heitir “Ablaze“ & er partur af CoverShots pallettunum frá Smashbox sem eru allar stórkostlega fallegar. Umbúðirnar eru svo líka ekkert smá skemmtilegar en þær breytast eftir því hvernig horft er á þær, ég fékk smá Deja Vu þegar ég sá þetta & mundi eftir skemmtilegum spjöldum sem að maður safnaði í “gamla daga“….

11302016_sm_cover_shot_family_7ps_covershots_ablaze_halfopen_cmyk_final

…………………………..
Sölustaðir Smashbox eru:
Kjólar og Konfekt
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Kringlan
Hagkaup Holtagörðum
Lyf og Heilsa – Glerártorgi
Lyf og Heilsa – JL húsið
Apótek MOS
Snyrtistofan Lipurtá
Gallerí Útlit
Snyrtistofan Lind
Snyrtihofið snyrtistofa, Vestmanneyjum

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne

xx

MEISTARAMÁNUÐUR 2017: MÍN MARKMIÐ

LífiðLíkaminn

Ég eins & svo margir aðrir hef fylgst vel með þróun Meistaramánuðar síðustu ár & tók þátt af fullum krafti í október 2013, ég held að ég þori að lofa, nei ég held ekki, ég veit að ég þori að lofa að ég hef ALDREI náð jafn miklu árangri þegar kemur að heilsu.

Ég setti mér raunhæf markmið & ég náði þeim öllum. Markmiðið var ekki að grennast, eða umbreyta sjálfri mér á alla bóga, markmiðið var einfalt: Að verða besta útgáfan af sjálfri mér. Þetta var áður en ég var byrjuð á Snapchat & áður en samfélagsmiðlar urðu jafn öflugir & þeir eru í dag en ég opnaði mig á annan hátt með því að opna lítið blogg sem snérist bara um þennan mánuð, minn Meistaramánuð. Ég leyfði þar fólki að fylgjast með því sem að ég var að gera dagsdaglega, hvaða mat ég var að borða & hvaða hreyfingu ég var að stunda, ég upplifði einstaklega jákvæða pressu með þessu því nú var ekki aftur snúið. Ég var búin að setja mín markmið svart á hvítu á internetið & nú gat ég ekki bakkað út.

Ég hafði tekið svipaða áskorun á sjálfa mig stuttu áður sem virkaði svo vel, en mig hafði alltaf langað að vera dugleg að fara út að hlaupa. Ég ákvað því að skrá mig í RVK Maraþonið þarna sumarið áður, gat ekki bakkað útúr því enda komin á fullt með áheitasöfnun & hljóp í framhaldinu mína fyrstu 10km. Ég varð ótrúlega peppuð, komst í góðan gír & langaði að halda áfram, þess vegna tók ég þátt þá (2013) en afhverju núna?

Ég ákvað að taka þátt í Meistaramánuði þetta árið því að mig langar í breytingu, jákvæða breytingu á mínu líkamlega ástandi. Ég vil verða besta útgáfan af sjálfri mér, ég vil nýta tímann í að gera eitthvað gott & hressandi, ég vil borða hollan & næringarríkan mat, ég vil gera betur í samskiptum við alla í kringum mig, ég vil verða betri. Ég hef aldrei sett jafn mikla pressu á mig en það er GÓÐ & JÁKVÆÐ pressa því að ég er að þessu fyrir mig, ég veit hvað þetta gerir mér gott, ég veit að ég þarf þetta. Ég er svo spennt að ég get ekki líst því fyrir ykkur.

d277b806d04bcdccd4ecab232550e63b

……………………………………………………………………………………………

MARKMIÐ:

1.Byrja að hreyfa mig & fara allavega 3x í viku í einhverskonar hreyfingu, hlaup, tíma í ræktinni eða yoga.
Ég er ekki í mínu besta formi, en ég er heldur ekki í mínu versta. Það sem að ég ætla að einblína á er að bæta þolið mitt, koma mér aftur í hlaupagír & þannig er ég búin að setja mér það markmið að hreyfa mig allavega 3x í viku, það má vera hvaða týpa af hreyfingu sem er, bara að hún reyni á. Ég er með kort í World Class sem ég hef engan veginn nýtt nægilega en nú skal ég breyta því, snjórinn & hálkan fer vonandi að láta sig hverfa & þá ríf ég líka upp hlaupaskóna. Ég hef samt ekki allan tímann í heiminum enda með barn, heimili, vinnu & blogg, ég þarf því að skipuleggja mig vel, ég leyfi ykkur að fylgjast með út mánuðinn hvernig ég geri það.

2.Forðast allt sem flokkast undir “sukk” – snakk, nammi, skyndibita, gos & áfengi.
Ég er heldur ekki endilega með bestu matarsiðina, en fólk sem er á fullu allan daginn, hlaupandi hingað & þangað, mögulega með lítil krefjandi börn sem þurfa alla athygli tengir. Ég gleymi oft að borða, þá fellur blóðsykurinn & mig langar í eitthvað einfalt & oft óhollt. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa mér betri tíma til þess að útbúa eitthvað hollt & gott á sama tíma & ég reyni að vera duglegri að muna eftir því að borða reglulega yfir daginn.

3.Fara inn í aðstæður jákvæð & reyna að sjá björtu hliðarnar, vera umburðarlynd & skilningsrík.
En það að vera besta útgáfan af sjálfri sér er ekki endilega bara tengt því að vera líkamlega í góðu formi, ég hef líka áhuga á að rækta andlegu hliðina, vera opnari fyrir aðstæðu, jákvæð & umburðarlynd & ekki stökkva á fyrstu viðbrögð heldur gefa öllu / öllum séns áður en ég mynda mér skoðun. Þetta er naflaskoðun sem er mikilvæg fyrir alla & ég hlakka til að vera góð fyrirmynd fyrir strákinn minn.

4.Nýta tímann með barninu mínu einstaklega vel & reyna að tvinna hreyfingu inn í okkar samveru, góðir göngutúrar, róló ferðir, sleða ferðir & svo framvegis.
Ég vil líka nýta þennan mánuð alveg sérstaklega í það að sameina hreyfingu & samveru með mínum nánustu, orkuboltinn minn mun eiga mig alla í skemmtilega útiveru sem vonandi heldur svo bara áfram þó svo að Meistaramánuði ljúki.

5.Vera besta útgáfan af sjálfri mèr!
Ég ætla í raun að súmmera þetta allt saman í nákvælega þetta, með samspili allra markmiða ætla ég að vera besta útgáfan af sjálfri mér!

Ég hvet ykkur að sjálfsögðu ÖLL til þess að taka þátt, þetta er skemmtilegt & krefjandi verkefni sem krefst mikillar & jákvæðrar sjálfskoðunar sem allir hafa gott af á nýju ári, nýtt ár nýtt upphaf! Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig HÉR hlaða niður skipulagsdagatali & setja sér markmið. Ég mun nota þetta tól mikið & leyfi ykkur að fylgjast með allan febrúar. Meistaramánuður 2017 hefst 1.febrúar & er hashtaggið #meistaram

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

AÐ MEÐHÖNDLA STUTT HÁR

Hárið

Ég er mikið spurð út í hárið á mér & hvort að það sé ekki erfitt að gera eitthvað í það eins & liði, krullur, spennur, fléttur & svo framvegis. Þessar spurningar sem vakna hjá fólki gerir það að verkum að það eru margar sem hætta við að klippa sig því að þær halda að það sé svo mikil vinna að viðhalda hárinu þegar það er svona stutt. Ég ætla þess vegna að segja ykkur það sama & ég sagði þeim sem hafa spurt mig, þetta er algjör vitleysa & ég skal segja ykkur afhverju!

3d8dcbeec35603febacad1ab0f683b26 7e509db726fc62e41074db793297934d 9feb05fa93077bcaffb1504c5370b365 c87dae2a5e161dac431afa5f8ec30d4e

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að hugsa um hárið á mér eins & eftir að ég klippti það, það varð svo miklu heilbrigðara í fyrsta lagi, í öðru lagi er maður ENGA stund að krulla það þegar það er svona stutt, það er bókstaflega svona 3ja mínútna verk (ég mun sýna ykkur það í myndbandi) & það er svo auðvelt að koma því í góðan gír með því að venja það af því að vera þvegið á hverjum degi sem er svo óhollt fyrir hárið.

Ég hef tamið mér það að þvo hárið mitt þriðja hvern dag ef að aðstæður leyfa, en þá er það mögulega blásið  & sléttað með góðri olíu fyrsta daginn, þurrsjampó & krullur daginn eftir, það er meira að segja auðveldara að krulla það þegar það er ekki alveg hreint, svo þvegið á þrjðja degi! Þetta prógram hentar mér ótrúlega vel & ég mæli svo mikið með því að klippa sig, besta ákvörðun sem ég hef tekið & fæ hrós á hverjum degi svo að það var greinilega rétt ákvörðun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem eru mjög plein & auðveldar í framkvæmd fyrir stutt hár.

dda525c87bf217ec9b10e05b179cddea c6223df10512f2fa4f42aa650b3f8c11 c87dae2a5e161dac431afa5f8ec30d4e bd5f26774b73f9bf7905a34cdae332c3 9feb05fa93077bcaffb1504c5370b365 7e509db726fc62e41074db793297934d 3d8dcbeec35603febacad1ab0f683b26

…………………………………………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx