fbpx

Nýtt í snyrtibuddunni: Grandôise Extreme frá Lancôme

Förðun

Nýjasta viðbótin við snyrtibudduna mína þessa dagana er ótrúlega fallegt tvíeyki frá Lancôme, nýjasti maskarinn þeirra & blauti eyeliner sem bera nafnið Grandôise Extreme.

Byrjum á linernum, þetta er fyrsti snjalli linerinn sem er einstaklega notendavænn vegna sveigjanleikans í hönnuninni. Formúlan er alveg mött & helst þess vegna rosalega vel á, minn liner er svartur en hann er einnig til í brúnu & bláu. Eins & ég sagði er hönnunin einstaklega sveigjanleg en stilkurinn á linernum er með hreyfanlegri kúlu sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun þar sem að það er hægt að “brjóta“ skaftið til hægri eða vinstri. Þetta er klárlega eyeliner sem er góður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í blautum eyeliner eða hreinlega hafa ekki enn komist upp á lagið með það..

& nú yfir í maskarann, ég fíla ýkta maskara sem gera augnhárin þykk, þétt & alveg kolsvört & ef þið eruð sammála mér þá er þetta æðislegur maskari fyrir ykkur. Formúlan er sú ýktasta frá Lancôme hingað til & hönnunin sem minnir á svanaháls er sérstaklega gerð til þess að formúlan nái að þekja augnhárin alveg frá rót & út í enda. ***(smá tips, það er einstaklega gott að nudda þessum fram & tilbaka í rótina áður en þið dragið burstan alveg út á enda augnhárana til þess að fá þéttan lit í rótina, það er nánast eins & þið hafið gert felulinerinn sem ég tala svo oft um.)*** Þennan maskara er ótrúlega gott að byggja upp enda er formúlan ekki að molna eða þorna upp en maskarinn er einstaklega svartur & laus við:
paraben
sulfates & phtalates.

Ég ákvað að taka mynd af augnhárunum mínum með maskarann & án & einnig þegar ég var komin með maskara á bæði augu & blautan eyeliner uppvið efri augnhárin.

15327598_10210984116827237_386407187_n15310597_10210984116747235_2119023126_n 15310351_10210984116707234_521346214_n
15310354_10210984116787236_217900094_n

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MARIAH CAREY & MAC: FEGURÐ

Skrifa Innlegg