fbpx

EDDA X MOSS – Hair & Makeup

Förðun

Ég tók þátt í ótrúlega skemmtilegu verkefni á dögunum en það var að farða & greiða henni Eddu Gunnlaugsdóttur sem er algjör snillingur með meiru. Hún er algjör fagurkeri & með einn fallegasta fatastíl sem ég hef séð. Verkefnið var að farða hana & greiða fyrir myndatöku á vegum NTC en Edda er að gefa út línu í samstarfi við MOSS merkið hjá NTC sem ber nafnið EDDA X MOSS. Línan kemur í verslanir Gallerí 17 á morgun, þann 1.desember en mig langaði að sýna ykkur myndir, en þær eru eftir hina ótrúlega hæfileikaríku Hildi Erlu ljósmyndara. Flíkurnar eru svo ótrúlega fallegar & ég er sérstaklega með augastað á svarta kjólnum með djúpa hálsmálinu & jakkanum sem er í línunni (ó elsku jólasveinn).

En að förðuninni & hárinu…..

makeup

Ég notaði ýmsar vörur til að ná lúkkinu en við vorum sammála um að lúkkið ætti að vera náttúrulegt & fallegt, með miklum ljóma & sólkysstri húð, hárið er ekta í Eddu stíl, náttúrulegt liðað & fallegt. Ég notaði uppáhalds krullujárnið mitt frá HH Simonsen til að fá þessa lausu liði (sama & ég nota alltaf í mig) en það er járnið ROD VS4 frá HH Simonsen, svo ýfði ég hárið aðeins & spreyjaði það með glansolíunni frá L’Oreal.
Húðin var grunnuð með Nude Magique CC Cream frá L’Oreal sem gefur fallega & létta þekju. True Match hyljarinn fór í kringum nefið & augun til að létta á roða eða bláma & andlitið var svo mótað með Highlight & Contour pallettunni frá NYX. Lid Lingerie blauti augnskugginn númer 11 frá NYX fór yfir augnlokin til að fá ljómandi bronsaða áferð sem var ekki of mött & notaði ég sama augnskugga aðeins á varirnar með Butter Gloss varaglossinum í litnum Madeleine, líka frá NYX. Í augabrúnirnar notaði ég Brow Artist Plumper augabrúnagel sem fyllir upp í brúnirnar, mótar þær & litar í litnum Light/Medium sem er ljósbrúnn en gelið er frá L’Oreal. Til að fá þennan einstaklega frísklega ljóma notaði ég nýja highlighterinn í kremformi frá L’Oreal en ég notaði hlýja tóninn í True Match higlight á kinnbein, nef, undir augabrúnir & á axlir & Viðbein. Volume Million Lashes Fatale maskarinn frá L’Oreal varð fyrir valinu enda frábær til að byggja upp augnhárin.

a b c d

Ég mæli með því að kíkja á þessa flottu stelpu & línuna á morgun en viðburðinn er hægt að skoða HÉR.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Á ferð & flugi

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Edda Gunnlaugsdóttir

    30. November 2016

    Ég er nánast búin að kaupa mér allar vörurnar sem þú notaðir á mig. Þú ert svo hæfileikarík!