Ég vona að þið hafið flest séð þessa færslu hér – elisabetgunnars/whataliwore – stórskemmtileg síða sem Elísabet um þarna. Á netvafri mínu um daginn rakst ég á íslenska síðu með svipaðri pælingu…..
„This is Magna. Our mother.
Endlessly creative, free spirited, fiery, colorful, loving grandmother of a rapidly growing BIG family.
Magna is a nurse and hypnotist but we think in a previous life she must have been a Parisienne socialite… what do you think?
Her style is an eclectic mix of vintage, self designed, thrift items and contemporary designers. Always emphazising fabulous fabric favorites like silk and cashmere. Above all effortlessly stylish.
What Magna Wore is an Icelandic blog dedicated to following her colorful, highly personal, inspiring path.“
Undir hverri mynd er svo lýsing á fötunum sem hún er í og stundum læðist með skemmtileg saga – en fyrsta myndin er æðisleg, hana sjáið þið hér fyrir neðan…
Þetta er mynd af ungri fjögurra barna móður sem situr fyrir í sinni eigin hönnun – sannkölluð ofurmamma/amma sem hefur greinilega snemma skapað sér sinn eigin stíl.
Ég kannast við eina dóttur hennar sem sagði mér það að mamma sín ætti sko endalaust af fallegum fötum og þeim systkinunum fyndist kominn tími til að sem flestir fengju að njóta flotta stíls mömmu þeirra. Magna á 3 dætur og 1 son sem er líka farin að taka þátt í þessu og tekur myndir af dressum móður sinnar:)
Hugmyndina fengu þau einmitt frá Ali. Það eru nú ekki margar konur á aldur við Mögnu sem eiga sitt eigið tískublogg – sem ég skil nú ekki þar sem þær eiga ábyggilega lang flottustu fataskápana. Í mínum skáp eru flíkur frá báðum ömmum mínum sem ég hef rænt úr fataskápum þeirra og móður minnar ;)
Áfram Magna! – WHAT MAGNA WORE
EH
Skrifa Innlegg