fbpx

Vaxið augabrúnir, vaxið!

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Eftir að ég birti mynd af einni glænýrri vöru á Instagram hjá mér um daginn (ég er @ernahrund endilega fylgið mér;)) þá rigndi inn fyrirspurnum vegna hennar. Ég er nú ekkert alltof vön því að skrifa of fljótt um vörur – ég vil prófa þær vel fyrst en mér fannst bara frekar aðkallandi að láta ykkur vita af þessari stórkostlegu vöru!

Hér er um að ræða serum fyrir augabrúnirnar sem eykur hárvöxt þeirra – jebb og þetta er ekkert djók – þetta svínvirkar!

10565212_673395582746636_4872178338421556673_n

 

Ég er ekki búin að nota það alveg svo lengi að ég geti sýnt ykkur sláandi mun alveg strax en ég sé hann samt sjálf. Sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hárin eru búin að mýkjast og þau eru meðfærilegri. Ég sé mun sérstaklega fremst í augabrúnunum mínum sem er svona sérstaklega svæðið sem mér finnst heldur strjált af hárum hjá mér.

Augabrúnaserumið er að örva hárvöxt í hárbelgjum sem eru með litla sem enga virkni. Mig hefur oft langað að prófa að nota augnháraserum á augabrúnirnar mínar en aldrei þorað því vegna viðvarana um að augnhárin gætu orðið ljósari. Það besta við þetta augabrúnaserum er – ég er búin að lesa mér vel til um það – að augabrúnirnar dekkjast frekar en lýsast.

Augabrúnaserumið lofar sjáanlegum árangri á 4-6 vikum ég er búin að nota það í 2 vikur og ég sé mun. Það er svo auðvelt að bera það á augabrúnirnar en ég greiði bara í gegnum þær með spoiler burstanum á hverjum morgni en það má líka nota það á kvöldin – ég bara gleymi því.

Augabrúnaserumið er glæsileg vara fyrir þær konur sem hafa verið að missa hárvöxt í augabrúnunum sem getur gerst við ýmsar aðstæður. Þegar við verðum eldri hægir á vexti háranna, þau verða strjálari og hárin vera hörð. Amma mín er nánast búin að missa alveg augabrúnirnar og hún verður mitt tilraunadýr – ef hún er til í það ég á nú eftir að ræða það við hana. Hún hefur prófað allt sem fólk hefur mælt með við hana meirað segja gyllinæðakrem sem margir segja að auki hárvöxt í augabrúnunum. Ég veit nú ekki með það en ég hlakka til að kynna Rapid Brow fyrir henni.

Svo er serumið líka bara tilvalið fyrir ykkur sem viljið fá þéttari og þykkari augabrúnir. Ég hef leyft mínum að vaxa frjálst núna í hálft ár og ég hef sjaldan verið jafn ánægð með þær og nú. Það er ekkert viðhald í kringum þær en ég greiði yfirleitt úr þeim og renni lituðu geli í gegnum þær. Ég þarf aldrei að fara í lit og plokk og ég elska það – en það er auðvitað ekki fyrir alla ég vil bara hafa mínar svona :)

Ef þið hafið áhuga á að skoða RapidBrow eða RapidLash (augnháraserumið frá sama merki sem virkar sko líka) þá getið þið lesið ykkur til um vörurnar og sölustaðina á Facebook síðu merkisins HÉR.

Mæli með þessu – ég myndi ekki gera það ef ég hefði ekki trú á þessu og væri búin að finna fyrir árangri sjálf. Nú er bara að sannfæra ömmu gömlu ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

og Kelly Yum Yum fær...

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Tinna

    9. September 2014

    Ég hef notað RapidLash og mæli með því! :)

  2. Hófí

    9. September 2014

    Hæ,
    veistu hvar þetta fæst?

  3. Erla

    9. September 2014

    Hæ mig langar að spyrjast fyrir um þetta litaða gel sem þú setur á augabrúnirnar. Hvað heitir það og hvar fæst það. Takk fyrir

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. September 2014

      Hæ Erla! Ég nota alltaf litaða augabrúnagelið frá Maybelline – það færðu t.d. í Hagkaup og Lyfju um allt land :)

  4. Hafdís

    11. September 2014

    Veistu hvort að RapidLash fáist ekki á Akureyri? :)

  5. Vala

    19. September 2014

    má nota þetta á augnhárin líka?