Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Hjálpi mér! það er nú meiri framförin og nútímavæðingin sem hefur orðið innan merksins Estée Lauder. Merkið er auðvitað eitt það allra stærsta á markaðnum en fyrirtækið á mörg af vinsælustu snyrtivörumerkjum í heiminum í dag. Mögulega hefur því Estée Lauder sjálft stundum orðið útundan en ekki lengur því undanfarið hafa verið að koma nýjungar sem ég tek andköf yfir og fæ bara hreinlega gæsahúð þegar ég skoða – nýju Pure Color Envy Liquid Lip Potion eru þar engin undantekning.
Ég leyfði snapchat fylgjendum mínum að fylgjast með þegar ég skoðaði glossin í fyrsta sinn, ég prófaði alla litina á handabakinu og fékk valkvíða yfir því hvaða liti ég ætti að velja mér. Þeir eru nefninlega allir ótrúlega fallegir og nú þegar þeir eru komnir í verslanir þarf ég að kaupa mér fleiri liti til að eiga. En ég fékk að velja mér tvö gloss og litirnir eru alls ekki litir sem ættu að koma neinum á óvart að ég hafi valið fyrir mig… ;)
Glossin eru alveg í takt við nýjustu trend í förðunarheiminum, sterk og áberandi, auðvelt að bera á og krefjast athygli. Pigmentin í þeim eru nánast alveg hrein og ég bara get ekki nægilega lýst því með orðum hve hrifin ég varð þegar ég sá þau fyrst. Umbúðirnar eru klassískar Estée Lauder umbúðir með smá twisti en litur glossanna sjást í gegnum þær. Burstinn er sveigður og hannaður svo hann þekji alla vörina í einni stroku. Það sem ég kann líka vel að meta með burstann er hve mikil formúla safnast í burstanum – alveg passlega mikil svo maður fær alveg jafnan og góðan lit. Það yrði auðvitað enn auðveldara að bera glossinn á yfir varablýant sem ég gerði reyndar ekki í þetta sinn en ég þarf líka að prófa það von bráðar.
Bitter Sweet nr. 130
Ég féll fyrir þónokkrum svona brúntóna litum en þessi dökki burgundy litur heillaði mig þó mest þegar upp var staðið. Fallegur og elegant litur sem færir kvenlegt yfirbragð yfir þessa dökku smokey förðun sem ég er með hér.
Savage Garden nr. 440
Ég er smá súr yfir því hvað myndirnar tókust illa af þessum fjólubláa en þið sjáið alla vega hve tryllingslega fjólublár hann er og þennan lit valdi ég strax. Það kom aldrei neinn annar til greina í fyrsta val. Þetta er litur sem öskrar nafn mitt en þið vitið bara hve mikið ég elska fjólubláar varir!!
Lip Potion glossin hafa fengið mjög góðar viðtökur útí heimi og frábæra dóma þar sem ég hef lesið alla vega. Mæli með að þið kíkið í næsta Estée Lauder stand því þessi munu koma ykkur á óvart eins og þau komu mér á óvart – ég lofa!
EH
Skrifa Innlegg