Ef þið eruð eitthvað líkar mér þá eigið þið endalaust mikið af varalitum. Ég á heilu IKEA kassana af varalitum sem ég hefa safnað frá því ég var í menntaskóla. Fyrir nokkrum árum tók ég mig til og bræddi smá af þeim í litlar augnskuggapallettur og gaf vinkonum mínum í jólagjöf. Nú þarf ég að fara að gera það sama aftur en í þetta sinn langar mig eiginlega bara að eiga þá:)Ég mæli með pallettunum frá Japonesque – fást á ebay og amazon – þær eru reyndar smá dýrar miðað við að vera tómar en þær eru með mikið pláss og skilrúmi á milli svo það er ekki hætta á að litirnir blandist mikið saman. Til að fylla eitt box þurfið þið sirka 1/3-1/2 varalit. Setjið bitann af varalitnum í skeið og hitið skeiðina með kveikjara. Það er betra að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn snerti varalitinn því annars geta komið svona svartar rákir í hann. Þegar þið eruð búnar að bræða litinn niður hellið honum þá í eitt hólfið. Svo þegar þið eruð búnar að setja þá varaliti í sem þið viljið skellið þið bara palletunni í ísskápinn í smá stund svo litirnir kólni og harðni. Þetta er sniðug leið til að spara smá pláss og svona eruð þið líka bara með allt varalitaúrvalið ykkar á sama stað. Þetta er t.d. mjög sniðugt ráð fyrir makeup artista sem nenna kannski ekki að burðast með alla litina á tökustaði….;)
EH
Skrifa Innlegg