fbpx

Útgáfufögnuður

Lífið MittReykjavík Makeup Journal

Í tilefni útgáfu Reykjavík Makeup Journal var efnt til smá útgáfuhófs í Hagkaup Smáralind á fimmtudaginn var en ég stóð líka og kynnti gestum búðarinnar blaðið allan daginn. Ég er búin að svífa um á einhvers konar hamingjuskýi síðustu daga og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta ómetanlega tækifæri og ég er svo ánægð með blaðið sem er nákvæmlega eins og ég vildi hafa það – það hefði ekki getað komið betur út :)

Ég vona hjartanlega að þið séuð sammála mér og ef þið eruð ekki búnar að fara að næla ykkur í eintak gerið það þá núna strax. En blaðið er frítt og á að vera aðgengilegt í öllum verslunum Hagkaupa. Ef þið eruð búsettar erlendis þá er tímaritið líka HÉR.

AS4P0395

Tvær vinkonur í skýjunum með tímaritið – þessi er náttúrulega bara gordjöss á forsíðunni!!

AS4P0407

Með yndislegu vinkonum mínum Rebekku og Ragnheiði Lilju sem skrifa í blaðið – alveg dásamlegar þessar tvær!

AS4P0419

Svo heimtaði ég mynd með yndislegu mömmu þeirra henni Kristjönu sem er Global Makeup Artist fyrir Lancome á Íslandi.

AS4P0403

Svo ein svona brosmild í lokin af hamingjusömum vinkonum. Þessi fallega kona fagnar 5 ára afmæli verslunar sinnar í næstu viku sem er auðvitað alveg magnað en hún er alveg ein sú flottasta í bransanum og frábær fyrirmynd.

Myndirnar tók hann Brynjólfur Jónsson fyrir Hagkaup.

Annars vona ég að þið hafið verið ánægðar með fyrsta blaðið og eruð bara spenntar fyrir þeim sem koma skal. Ég ætla að taka mér smá helgarfrí og hefja svo skrif á mánudaginn fyrir næsta blað sem er væntanlegt fyrir jól og verður aðeins öðruvísi en vonandi alveg jafn skemmtilegt.

Mér þætti mjög gaman að heyra hvort þið séuð búnar að næla ykkur í blaðið og hvernig ykkur leist á það – endilega skiljið eftir ykkur línu hér :)

EH

3.tbl Reykjavík Makeup Journal er komið út!

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Amna

    18. October 2014

    Fór í sérstaka ferð í Hagkaup í gær bara til þess að næla mér í blaðið :) æðislegt blað og ég bíð spennt eftir næsta! :D

  2. Hildur Ragnarsdóttir

    18. October 2014

    synd að hafa ekki komist – ég þarf að næla mér í blaðið í næstu búð! Hlakka til að lesa.

    Til hamingju með þetta duglega Erna!

    xx

  3. Helena

    18. October 2014

    Var ekki lengi að næla mér í blaðið. Innilega til hamingju með það. Rosalega flott og gaman að lesa það:)

  4. Margrét

    18. October 2014

    Búin að næla mér í eintak – sjúklega flott blað & skemmtilegt. Innilega til hamingju :)

  5. Sigrún

    18. October 2014

    Ég gerði mér sérstaka ferð í Hagkaup til að ná mér í blaðið og varð ekki fyrir vonbrigðum :) Hlakka til næsta eintaks :)

  6. Rósa

    18. October 2014

    Nældi mér í blaðið í gær áður en ég hélt af stað út úr bænum og las það upp til agna í gærkvöldi. Skemmtilegar umfjallanir og faglega fjallað um allar vörurnar. Er spennt fyrir að prófa nokkrar af þeim vörum sem var fjallað um í blaðinu og eru þær komnar á innkaupalistann fyrir næstu búðarferð :) Svo er Andrea alltaf jafn gordjöss og gaman að lesa viðtalið við hana. Hlakka til næsta blaðs!

  7. Ásta

    18. October 2014

    Ég fór í Hagkaup Skeifunni og fann ekki blaðið þitt. Kanna í Smáralindinni á morgun

  8. Sara Sjöfn

    20. October 2014

    Innilega til hamingju með þetta glæsilega blað ;)

  9. Kolbrún Ósk Ómarsdóttir

    21. October 2014

    Náði í blaðið í kringlunni í gær og búin að eiga notalega stund í morgun við að lesa það.
    Glæsilegt og flottar umfjallanir.
    Langar svo samt að forvitnast hvaða nude varalit/gloss Andrea er með á vörunum,sá að þú farðaðir hana að sjálfsögðu ;)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. October 2014

      Hann er á myndinni af snyrtibuddunni hennar – hann er frá L’Oreal en er því miður ekki lengur fáanlegur hér á Íslandi. Svipaðan lit færðu núna í Color Elixir glossunum frá Maybelline – liturinn er alveg svona ljósbrúnn og fullkominn :)

  10. Jóna

    23. October 2014

    Fór í Hagkaup á útgáfudaginn og nældi mér í blaðið, gekk út með einn Lancome grandiose líka þar sem hann stóð þarna uppstilltur á borði og var á tilboði.
    Klárlega gleðileg ferð að næla mér í blað og nýjan maskara :)

    Til lukku með blaðið, það er ansi skemmtileg lesning:)