Í tilefni útgáfu Reykjavík Makeup Journal var efnt til smá útgáfuhófs í Hagkaup Smáralind á fimmtudaginn var en ég stóð líka og kynnti gestum búðarinnar blaðið allan daginn. Ég er búin að svífa um á einhvers konar hamingjuskýi síðustu daga og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta ómetanlega tækifæri og ég er svo ánægð með blaðið sem er nákvæmlega eins og ég vildi hafa það – það hefði ekki getað komið betur út :)
Ég vona hjartanlega að þið séuð sammála mér og ef þið eruð ekki búnar að fara að næla ykkur í eintak gerið það þá núna strax. En blaðið er frítt og á að vera aðgengilegt í öllum verslunum Hagkaupa. Ef þið eruð búsettar erlendis þá er tímaritið líka HÉR.
Tvær vinkonur í skýjunum með tímaritið – þessi er náttúrulega bara gordjöss á forsíðunni!!
Með yndislegu vinkonum mínum Rebekku og Ragnheiði Lilju sem skrifa í blaðið – alveg dásamlegar þessar tvær!
Svo heimtaði ég mynd með yndislegu mömmu þeirra henni Kristjönu sem er Global Makeup Artist fyrir Lancome á Íslandi.
Svo ein svona brosmild í lokin af hamingjusömum vinkonum. Þessi fallega kona fagnar 5 ára afmæli verslunar sinnar í næstu viku sem er auðvitað alveg magnað en hún er alveg ein sú flottasta í bransanum og frábær fyrirmynd.
Myndirnar tók hann Brynjólfur Jónsson fyrir Hagkaup.
Annars vona ég að þið hafið verið ánægðar með fyrsta blaðið og eruð bara spenntar fyrir þeim sem koma skal. Ég ætla að taka mér smá helgarfrí og hefja svo skrif á mánudaginn fyrir næsta blað sem er væntanlegt fyrir jól og verður aðeins öðruvísi en vonandi alveg jafn skemmtilegt.
Mér þætti mjög gaman að heyra hvort þið séuð búnar að næla ykkur í blaðið og hvernig ykkur leist á það – endilega skiljið eftir ykkur línu hér :)
EH
Skrifa Innlegg