fbpx

Úr Dagförðun í Kvöldförðun

makeupMakeup Tips

Ég veit ekki hvernig týpur þið eruð en ef þið eruð eitthvað eins og ég þá eruð þið alltaf á hraðferð og það er alltaf allt að gerast á sama tíma eða með 5 mínútna millibili – beint eftir vinnu hjá mér. Ég er venjulega lítið sem ekkert máluð á daginn svo ef það er eitthvað skemmtilegt á dagskrá hjá mér eftir vinnu þá fer smá tími í að taka mig til fyrir það. Ég hef þó komið mér upp nokkrum nauðsynlegum vörum í snyrtibudduna mína auk nokkurra flýtileiða – hér eru nokkur frá mér til ykkar sem eigið við sama vandamál að stríða:

  • Ef þið vitið að þið eruð að fara út eftir vinnu eða eruð að fara í partý beint eftir matarboðið hjá ömmu ykkar þá mæli ég með því að þið málið ykkur ekkert alltof mikið. Hafið förðunina sem náttúrulegasta og miðið við að þið séuð bara að grunna húðina – þ.e. að þið séuð ekki komnar með of mikið af förðunarvörum á andlitið ef þið þurfið að bæta á.
  • Ef þið viljið hafa tök á að bæta maskara á augun þá er betra að setja bara léttan lit á enda augnháranna á morgnanna. Ef þið haldið rótinni hreinni þá er auðveldara að ná að greiða í gegnum augnhárin seinni partinn og augnhárin verða þá ekki eins klesst.

  • Eins og þið sjáið á myndunum hérna þá er búið að bæta svörtum blautum agunskugga á augnlokin og setja sterkari varalit á varirnar. Ef þið fílið þetta lúkk þá mæli ég með gel augnskuggum eins og Color Tattoo skuggunum sem eru nýjir frá Maybelline. Það er nóg að nudda þeim bara létt yfir augnlokin með fingrunum – áferðin verður alltaf jöfn – á svo sem við flesta kremaða augnskugga.
  • Þar sem ég mála mig lítið sem ekkert á daginn þá finnst mér oft nóg að setja flottan eyeliner með smá spíss á endanum, bæta aðeins við kinnalitinn og setja svo flottan varalit. Ég er alltaf með Master Precise Eyelinerinn frá Maybelline í snyrtibuddunni. Hann er eins konar eyeliner penni með örmjóum oddi svo það er ekkert mál að gera flottan eyeliner á stuttum tíma.
  • Að auka á skygginguna undir kinnbeinunum getur líka breytt miklu það dregur kinnbeinin ennþá meira fram. Mér finnst oft gott að nota ljósbrúnan mattan augnskugga yfir sólarpúðrið – sem ég nota á morgnanna í skygginguna – því þá kemur ekki of mikill glans í andlitið. Maður vill kannski ekki alveg vera diskó díva í flottu kokteilboði.
  • Notið hyljarann ykkar til að highlighta. Það er alltaf best að vera með hyljara sem er örlítið ljósari en farðinn ykkar, setjið hann undir augun, yfir augnlokin, meðfram nefbroddinum og aðeins á kinnbeinin. Það er fínt að þurfa ekki að burðast með nokkrar vörur þegar þið getið tekið með ykkur eina fyrirferðalitla sem getur gert svo marga hluti.

Ég vona að þessi ráð komi ykkur að góðum notum!

EH

Christian Dior tískuhúsið gerir jólaskreytingar

Skrifa Innlegg