Mig langar að segja ykkur frá og sýna ykkur uppáhalds nýjungina mína hjá snyrtivörumerkjunum sem fást á Íslandi fyrir sumarið!! Ef ég ætti að velja eina snyrtivöru sem ég gæti bara alls ekki lifað án þá myndi ég ekki hika við að svara því ég veit ég gæti aldrei verið án kinnalitar. Snyrtivaran sem er í uppáhaldi núna tókuð þið mögulega eftir í gær þegar ég sýndi ykkur vörurnar sem voru í aðalhlutverki í snyrtibuddunni minni í maí. Þetta eru Kiss & Blush litirnir frá Yves Saint Laurent….
Hér er á ferðinni vara sem er multitasker en litirnir eru hugsaðir bæði fyrir kinnar og varir. Það eru til alls konar fallegir litir og ég fékk sýnishorn af tveimur ólíkum litum og ég verð að eignast fleiri!!!
Litirnir eru þéttir í sér, með sterkum pigmentum og eru mjög bjartir og fallegir. Formúlan gefur örlítinn glans sem kemur mjög vel út á vörum og kinnum. Svo á vörunum er Kiss & Blush eins og litsterkur gloss en á kinnum eins og léttur kremaður kinnalitur. Þessi litur kemst næst því að slá út Josie Maran litinn sem ég sagði ykkur frá um daginn en þessi er mun þéttari á meðan Josie liturinn er mun meira glossy.
Kiss & Blush litirnir eru bornir á með svampbursta sem minnir helst á bursta af glossi. Inní burstanum er kúlan sem nær að setja vel af lit á kinnar og varir og svo nota ég fingurna til að dreifa úr litnum yfir kinnarnar. En það er mun einfaldara að bera litinn á varirnar þar sem þetta er einmitt bara glossbursti svo þið notið bara hann til að bera á varirnar.
Þetta er vara sem sameinar tvö af mínum uppáhalds förðunartrendum fyrir sumarið en það eru bjartar varir og frísklegar kinnnar. Að mínu mati þarf lítið annað – bara smá bb krem eða sólarvörn undir. Ef ykkur langar að sjá hvernig ég nota litinn þá nota ég hann í sýnikennslumyndbandi HÉR. Þið hljótið að vera komnar með það á hreint að það er Miðnæturopnun í Smáralind á morgun og ég vona að mögulega verði afsláttur í Hagkaup eða Debenhams en þá ætla ég að kaupa mér nýjan lit af þessum snilldarlitum.
EH
Skrifa Innlegg