Eins og kom fram HÉR þá var nóg að gera í framkvæmdastússi á heimilinu um helgina – loksins – Aðalsteinn málaði herbergið og gerði upp rimlarúm allt fyrir ófædda soninn. Ég sá hins vegar um að halda mig í hæfilegri fjarlægð frá öllum málningargufunum og vann svolítið mikið á meðan. Svefnherbergið er allt að koma til og við gerðum okkar besta við að raða upp nauðsynlegu húsgögnunum okkar þannig að allt passaði inn. Af því við erum bara í tveggja herbergja íbúð langaði okkur að reyna samt líka að hafa smá rými þar sem bumbi gæti verið alveg útaf fyrir sig. Við erum með mjög stórt svefnherbergi svo við ákváðum að nota IKEA fataskápana okkar til að hólfa það niður. Hér sjáið þið nokkrar myndir,
Á bakvið skápana verður svo rimlarúmið, skiptiborð, hillur og myndir. Við ætlum að hafa þetta mjög kósý fyrir litla kút þannig hann sé bara með sitt eigið “herbergi” þangað til við flytjum kannski í eitthvað stærra. Aftan á skápana hafði ég svo séð fyrir mér að líma fallegt veggfóður og svo kom Aðalsteinn líka með þá skemmtilegu hugmynd að setja krítarmálningu aftan á – það gæti orðið mikið fjör að teikna þar alls kyns verur þegar hann eldist.
Núna hefur köttur heimilisins, Mía, komið sér samt vel fyrir þarna á bakvið ég held að hún sé kannski að vona að þetta sé allt gert fyrir hana:)
Næstu daga og vikur höldum við svo áfram að fínisera allt því í dag eru bara 7 vikur í litla manninn!
EH
Skrifa Innlegg