fbpx

Undirbúningur Fyrir Komu Erfingjans #1

Um helgina eru framkvæmdadagar hjá verðandi foreldrunum. Aðalsteinn og tengdó ætla að mála herbergið okkar og á meðan ætla ég að pússa upp rimlarúmið fyrir bumba litla. Rúmið er voða einfalt og fallegt hvítt á litinn og með smá sögu þar sem tveir litlir frændur hans Aðalsteins notuðu það á undan. Svo erum við búin að finna voða krúttlegan kant til að setja meðfram rimlunum inní Babysam. Ég er orðin svo ótrúlega spennt fyrir öllu sem er framundan en um leið er ég svo uppgefin að ég er farin að telja niður dagana í settan dag – 53 dagar til stefnu!

Við erum með ótrúlega stórt og rúmgott herbergi sem við ætlum að hólfa niður til að gera smá sér rými fyrir bumba og dótið hans þangað til hann fær sérherbergi seinna. Hér sjáið þið fyrir mynd og fljótlega kemur svo eftir mynd:)

Hér við Elliðárvatn er hvít jörð og voða kósý svo jólin hljóta að vera á næsta leiti – góðir hlutir gerast hægt:)

EH

Tvílitar Varir fyrir Helgina/Airwaves

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Kristín

    3. November 2012

    Mér finnst loftljósið svo ótrúlega fallegt og er svo forvitin að fá að vita hvar þú fékkst það?

  2. Tengdó

    3. November 2012

    Búið að mála!

  3. Björk

    4. November 2012

    Hæhæ :)

    Hvaða tækni notar þú við það að pússa upp rúmið?
    Ég er að basla við að pússa upp hluti sjálf (reyndar lakkaðir) og er ekki alveg með þetta á hreinu :/

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. November 2012

      Ég skellti mér bara í Byko og ráðfærði mig við strákana þar, létu mig hafa ákveðna tegund af sandpappír og svo hvítt lakk. Mér finnst alltaf nauðsynlegt að ráðfæra mig við einhvern klárari en ég þegar ég fer útí svona:D