fbpx

Tvö ný stofustáss!

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðGUCCIIlmir

Tvö ný stofustáss bættust í sanfið mitt um daginn – eitt þeirra er reyndar kannski sjaldan notað í þeim tilgangi en ég ætla þó að prófa og sjá hvort það endist í þessu hlutverki heima hjá mér. Mögulega fer það dáldið eftir því hvenær Aðalsteinn tekur eftir þessu… – margar ykkar hugsa eflaust núna en hann er slappur lesandi ;)stofustáss3Fyrir nokkru síðan fjallaði ég um Gucci Guilty Black ilmina sem komu í verslanir á síðasta ári en ilmurinn sem þið sjáið hér fyrir neðan er Gucci Guilty ilmurinn í sérstökum gadda umbúðum sem koma í takmörkuðu upplagi.

Innblásturinn fyrir þessar rokkuðu umbúðir er tenging Gucci við tónlistarheiminn en merkið hefur séð um að klæða frægustu rokkstjörnur heims allt síðan það var fyrst stofnað. Stjörnur á borð við Ercic Clapton, Rod Stewart, Bruno Mars og Beyonce hafa klæðst hönnun frá merkinu. Svo er andlit ilmsins Evan Rachel Wood þekkt fyrir að hafa mikinn áhuga á tónlist Umbúðirnar eru líka í takt við ilminn sem er með svolítið attitude. Samtals eru 400 gaddar á hverri flösku skv mínum heimildum ég hef ákveðið að treysta þeim og sleppa því að telja þá – alla vega í bili. Umbúðirnar eru bara fáanlegar í 50ml glasi.stofustáss2Svo kom einn ný Iittala kertastjaki af tegundinni Kastehelmi í nýja fallega litnum sem Svana skrifaði einmitt um HÉR. Ég á engann svona kertastjaka frá merkinu og þegar ég sá nýja litinn Rain þá vissi ég að ég yrði að eignast kertastjakann í þessum lit – ég hef reyndar séð að hann er uppseldur á mjög mörgum stöðum.stofustássÍ alvörunni eitt flottasta ilmvatnsglas sem ég hef séð – það er svo mikill klassi yfir því og mér finnst það smellpassa hjá hinum mununum sem sitja á þessu borði sem var eitt sinn náttborð en er nú notað sem innskotsborð inní stofu.

Ef Gucci Guilty er ykkar ilmur eða ykkur hreinlega vantar nýtt ilmvatn þá getið þið ekki látið þetta glas framhjá ykkur fara. Ilmurinn fæst t.d. í öllum snyrtivörudeildum Hagkaupa og Debenhams. Iittala kertastjakinn er hins vegar úr Artform á Skólavörðustígnum. Ég kýs að fara alltaf til hans Hlöðvers í Artform, hann veiti frábæra þjónustu, hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa ef hann á ekki vöruna sem mann langar í og hann er venjulega með bestu verðin :)

EH

Ertu tilbúin frú Forseti?

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Heba

    11. February 2014

    Snilld með uppáhalds ilminn minn, sjúkt! En kertastjakinn, á einn fjólubláann frá iittala. Nú spyr ég eins clueless og gerist.. er littala ákveðin hönnunarlína innan iittala?

  2. Þura Wiium

    11. February 2014

    Lang besta verðið á iittala vörum í Art form, og oftast allir litir til :) elska þessa búð.

  3. Heba

    11. February 2014

    Æji hvað mér líður vandræðanlega! Hef stundum pælt í þessu hahaha

  4. Rósa

    12. February 2014

    Hvar fékkstu heimshnöttinn sem er á fyrstu myndinni? Mjög flottur!

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. February 2014

      Ég fékk hann í afmælisgjöf frá manninum og syninum – hann var keyptur í My Concept Store :) Mig var lengi búið að langa í hnött og óskin rættist á afmælidaginn :D