fbpx

Truflaðir mattir varalitir

Make Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup TipsTrendVarir

Núna í vikunni mætti ótrúlega flott varalitalína inní Make uUp Store. Línan inniheldur 8 mismunandi liti sem eru ýmist mattir eða glærir með léttum lit.

Ég kolféll fyrir andstæðunum í línunni – þessum dekkst og þessum ljósasta. Báðir litirnir eru mattir. Ég gat ekki gert uppá milli og það varð úr að prófa báða. Það er ótrúlega þæginlegt að vera með þessa liti á vörunum. Þrátt fyrir að vera með matta áferð þá er ekki óþæginleg tilfinning að vera með þá. Stundum þegar maður er með matta liti þá er eins og þeir þorni á vörunum manns og veiti óþægindatilfinngu. Það á ekki við um þessa liti enda finnur maður vel fyrir því að þeir næra varirnar. Litirnir eru mjóir og það er þæginlegt að bera þá bara beint á varirnar og einfalt að setja smá útfyrir og gera smá boga á varirnar til að stækka þær og gera ennþá kyssilegri. Ég setti þá bara beint á varirnar enginn pensill!

Þetta eru þó ekki einu nýjungarnar í versluninni – ný förðunarlína er mætt, Jelly – meira um hana seinna – og nýr must have varablýantur sem heitir Graceful og er alveg nude með hint af peach tóni. Hann er ég með undir báðum litunum. Ef þið eruð með mislitar varir þá er hætta á að þær verði það áfram þó svo þið séuð búnar að setja á ykkur varalit. Þess vegna er gott að samræma lit þeirra með einum svona blýanti. Ég er með hvíta efri vör og rauða neðri vör svo ég nota alltaf svona blýant undir.

SONY DSCFalleg uppstilling í Make Up Store.SONY DSCHér sjáið þið litina – frá hægri, nude liturinn, dökki liturinn og varablýanturinn – hann er virkilega flottur á litinn.SONY DSCHér sjáið þið nude litinn nr. 402 – truflaður!SONY DSCHér er svo dekkri liturinn nr. 401 – fullkominn fyrir haustið.SONY DSCÆðisleg body lotion sem voru að koma í hús.SONY DSCÉg get alltaf fundið mér innblástur fyrir farðanir úr skemmtilegu makeup blöðunum sem Make Up Store gefur út.SONY DSCHér sjáið þið posterinn fyrir Jelly línuna sem sænski bloggarinn Linda Hallberg gerði. Línan er komin uppí búðinni og í næstu viku er klúbbkvöld í Make Up Store þar sem línan verður kynnt almennilega – meira HÉR.

Ég ætla aðeins að kíkja út með vinkonum mínum í kvöld og aðal vandamálið er ekki að velja dressið heldur að velja á milli þessara varalita… En ég held ég velji nude litinn – aðeins að hvíla varirnar mínar á dökku litunum. Það er nauðsynlegt að breyta aðeins frá vananum ;)

Munið að Make Up Store er bara í Smáralind núna og það er opið til 9 í kvöld!

EH

Real Techniques burstarnir eru væntanlegir til Íslands

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. MakeUpGellan

    22. August 2013

    Nude varaliturinn lætur þig líta út eins og þú sért lasin! Ekki good lúkk.

  2. Elín Lovísa

    23. August 2013

    Mér finnst þú sæt <3