Hugurinn er farinn að reika aðeins um jóladressið. En ég á smá erfitt með mig ég er eiginlega bara búin að ákveða að fara á Þorláksmessu og kaupa það svona ef prinsinn lætur ekki sjá sig fyrir þann tíma. Ég tók ákvörðun fyrir löngu síðan um að ég ætlaði ekki að kaupa sérstakan óléttufatnað – kannski svona eftirá var það ekkert svo sniðugt þar sem ég passa ekki í mikið af fötum í skápnum mínum þessa dagana. En ég hef verið að skoða það sem er í boði sem ég gæti mögulega séð mig fyrir mér í á jólunum án þess að líða eins og offeitur rostungur – sem mér líður eins og venjulega.
Peplum tískan finnst mér ofboðslega falleg og skemmtileg en bolirnir og kjólarnir fitta ekki alveg þar sem peplumið sjálft fer venjulega beint yfir magann og þá lít ég út eins og trúður. Svo rakst ég á þetta dásamlega maxi peplum pils frá Jil Sander og ég bara kolféll fyrir því. Ef ég finn mér svona pils úr jersey efni þá er einfalt að passa uppá að peplumið sé bara fyrir neðan kúluna, svo gæti ég verið í svörtum eða hvítum þröngum bol við. Ég hef reyndar ekki orðið vör við nein svona pils hér og eBay er ekki að standa sig – nema ég kaupi maxi kjól og klippi búkinn af – en leitin heldur áfram, mig langar svo að prófa. Ef þið hafið séð einhver megið þið endilega láta mig vita.
Jil Sander pilsið sem kom æðinu mínu af stað.
Svo er þetta kjóllinn sem ég er búin að finna á eBay sem ég gæti mögulega útbúið mér pils úr – maður deyr aldrei ráðalaus!EH
Skrifa Innlegg