Með vetrinum og kuldanum sem fylgir förum við ósjálfrátt að klæða okkur vel. Síðar og frekar stórar kápur hafa verið áberandi núna í haust og munu eflaust halda því áfram á næsta ári. Svart og brúnt eru litir sem við íslenskar konur föllum oftast fyrir en hvernig væri að breyta bara alveg til og auka smá litagleðina í fataskápnum og lýsa upp skammdegið með litríkari kápum en við erum vanar. Þessar hér finnst mér flottar! 







Á óskalistanum mínum þessa stundina er þessi fallega rauða kápa úr Zöru – myndin er reyndar mjög dökk og mér finnst liturinn ekki alveg fá að njóta sín, hann er aðeins meira áberandi:)
Trend – Litríkar Kápur
Skrifa Innlegg