fbpx

Trend: Hyljaraþríhyrningurinn

Ég Mæli MeðHúðHyljariMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumShiseidoTrend

Ég hef tekið eftir því undanfarið að nýtt contouring trend hefur verið að festa sér sess í förðunarheiminum. Með contouring á ég við mótun andlitsins með dökkum og ljósum litum t.d. hyljurum eða hyljara og sólarpúðri. Nýjasta trendið er að draga ljósa litinn sem maður setur venjulega í boga undir augun er farinn að dragast niður í þríhyrning á svæði sem á svona langflestum contouring sýnikennslumyndum er alveg autt.

a101a78013563b929a0ccff892adc492

Nú segja helstu fegurðarmiðlar frá því að við séum búnar að vera að fela dökku baugana okkar vitlaust og það virki í raun mikið betur að fela baugana með því að nýtast einmitt við þennan hyljaraþríhyrning!

IMG_7797

Fyrir myndin – hér er ég ég bara með eina umferð af léttum farða yfir húðinni.

IMG_7800

Þá er komið að ljómapennanum en ég mynda bara þríhyrning með penslinum sem er áfastur við ljómapennann. Það eina sem ég reyni að passa uppá hér er að liturinn sé jafn og ekki hafa of þykkt lag því ég vil ekki að áferðin verði of heavy.

IMG_7835

Með því að dúmpa létt með fingrunum yfir hyljarann þá jafna ég enn betur áferðina á hyljaranum og þá blandast hann um leið saman við farðann og áferðin verður jöfn. Af því ég nota svona ljómapenna í contouringið þá mun húðin í kringum augun ljóma enn frekar þegar sólin eða ljós fer á andlitið því þá endurkastast birtan svo fallega af húðinni. Birtan sem endurkastast dregur líka úr sýnileika bauga og þreytu þar sem húðin verður svo björt.

þríhyrningur

Hér sjáið þið ljómapennann sem ég notaði. Þetta er sá penni sem mér finnst komast næst því að gefa þessa ómóstæðilegu áferð eins og gullpenninn gerir. Sheer Eye Zone Corrector kemur í 6 mismunandi litatónum en það er ekki beint litamunur á þeim öllum þar sem þeir eru misþéttir og gefa því mismikla þekju en þá á móti gefa þeir sem eru léttari meiri ljóma. Þið þurfið bara að velja þann sem hentar ykkur. Ég er með lit nr. 1 sem gefur miðlungsþekju og léttn ljóma.

þríh

Hér sjáið þið svo samsetta mynd af fyrir og eftir með þríhyrningsmótuninnni og húðin fær auðvitað mikið meiri ljóma og þegar ég er í kringum meira ljós þá ljómar húðin svo þreytan í húðinni hverfur. Ég held ég gæti alveg hugsað mér að nota þennan þríhyrning héðan í frá í stað fyrir bogann undir auganum. Þar sem þríhyrningurinn endar svo á kinnunum myndi kinnaliturinn taka við og svo setur maður smá meiri ljóma ofan á kinnbeinin.

EH

Nýtt stofustáss: Dótakarfa

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Hildur

    30. May 2014

    Er betra að dúmpa heldur en að dreifa úr eins og maður ber á sig krem?

    • Alltaf dúmpa – aldrei strjúka því þá ertu eiginlega bara að strjúka í burtu hyljarann. Þegar þú dúmpar þá ertu í raun og veru bara að segja við hyljarann þú átt að vera hér – ekki fara neitt annað :)

  2. Dísa

    30. May 2014

    Getur þú mælt með öðrum hyljara, svona ljómandi sem hentar akkúrat undir augun, líkt og þessi Shiseido en sem er ekki með sama verðmiða? (ie ódýrari..) :) …svona fyrir námsmannabudget.