fbpx

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðMakeup Artist

Vörurnar sem ég mæli með hér hef ég annað hvort fengið sem gjöf eða keypt sjálf. Allt sem ég skrifa er komið frá sjálfri mér og skrifað af hreinskilni og einlægni. 

Veiveivei!! Það er komið Tax Free í Hagkaup sem er frá deginum í dag og út mánudag. Ef ykkur vantar hugmyndir að nýjum snyrtivörum til að fegra snyrtibudduna ykkar með þá eru hér 10 frá mér…taxfreefeb16

1. Turnaround Overnight Revitalizing Moisturizer frá Clinique: Uppáhalds næturkremið mitt, kremð gefur húðinni minni svo mikla næringu og svo mikil þægindi að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég dýrka þetta krem svo mikið að ég nota það oft á morgnanna og passa þá í staðin að nota bara farða sem er með góðri sólarvörn. Næturkrem innihalda nefninlega ekki sólarvörn þar sem það er nú ólíklegt að við séum mikið í sól á nóttunni – í staðin eru þau ríkari af næringu og efnum sem gerir það að verkum að þau næra ennþá betur. Mitt næturkrem og ég gef því mín allra bestu meðmæli fyrir ykkur sem eruð með normal/þurra/blandaða húð – er ekki viss um að þær ykkar sem eruð með feita húð mynduð þola það.

2. Diorshow Nude Air Illuminating Powder í litnum Glowing Pink frá Dior: Ó þetta púður!! Það er úr vorlínunni frá Dior og er einn af tveimur litum sem er fáanlegur, hinn er meira útí gyllt en þessi er meira útí bleikt sem mér finnst fara mínu litarhafti betur. Þetta púður er ekki bara gordjöss heldur kemur svo fallegur og heilbrigður ljómi af því. Ég elska þetta því ljóminn er svo léttur, það kemur ekki of mikið – ég á alveg þannig highlightera – stundum vill maður bara léttan ljóma og ég fæ hann með þessu púðri en svo er ekkert mál að byggja það upp.

3. True Match Fondation frá L’Oreal: Besti fljótandi farði sem ég hef prófað – ég veit ekki hvað ég get sagt meir, hann er dásamlegur í alla staði og ég dái hann og dýrka, besti farði sem ég hef prófað. Ég finn mikinn mun á þessum nýja farða, ég var ekki nógu hrifin af þeim gamla en þessi gerir bara eitthvað fyrir mína húð sem mér finnst ómóstæðilegt, það er eitthvað við pigmentin í farðanum þau eru bara ennþá glæsilegri en áður!

4. Eye Opening Mascara frá Bobbi Brown: Jæja ókei, ég gef mér það að ég er nýbúin að prófa þennan maskara- svo nýbúin að það var bara í gær. En það var bara þannig að ég féll fyrir honum við fyrsta test. Stundum er það þannig með vörur og stundum þarf maður að prófa aftur og aftur til að átta sig á því hvort maður fýli eða ekki. Þessi maskari er með stórum og djúsí bursta, mikilli þykkingarformúlu og augnhárin verða tryllngslega flott! Augnhárin haldast líka eins allan daginn, þau eru kolsvört, maskarinn molnar hvorki né smitast og er bara virkilega góður. Maður fær fullt af formúlu og auðvel að byggja upp augnhárin án þess að klessa maskarann. Bobbi Brown vörurnar fást eingöngu í Hagkaup Smáralind.

5. Wonder Mud maski frá Biotherm: Ég get alla vega sagt það að ég fékk þónokkuð margar mæður í heimsókn til mín í vikunni, við vorum með svona mömmu bjútíklúbb og þær prófuðu allar þennan maska og voru allar svo hrifnar. Ég fékk það þá staðfest að hann er æðislegur alveg eins og mér finnst. Græni maskinn gefur húðinni orkuríkt næringarbúst og góða hreinsun, hann hentar öllum húðgerðum og hann er svo grænn á húðinni – ég dýrka það! Ef þið eruð með mig á snappinu þá kannist þið við þennan.

6. Baby Lips Balm & Blush frá Maybelline: Nú geta Baby Lips aðdáendur tekið gleði sýna á næsta stig! Nú er komin ný týpa af Baby Lips en það eru varasalvar með kúptri áferð sem eru með enn sterkari lit en varasalvarnir upprunalegu og nú er hugmyndin að það sé hægt að nota þá á kinnarnar. Ég hef sjálf notað hina mikið í kinnar því ég elska ljómann sem húðin mín fær frá þeim. En þessir eru bara snilld – hér sjáið þið litinn sem ég er búin að nota mest en það eru samtals 5 mismunandi litir. Það verður gaman að sjá hvernig verður tekið á móti þessum nýju litum.

7. Brow Set frá Real Techniques: Nú er þetta glæsilega augabrúnasett mætt í verslanir og nú er tíminn til að að næla sér í það á enn betra verði. Hér er sett sem er með þremur burstum og tveimur plokkurum sem móta, ramma inn, þétta og þykkja augabrúnirnar. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með settið í þó nokkurn tíma og er virkilega hrifin og svo hrifin að ég ætla að gleðja þónokkuð marga lesendur með settinu í gegnum Facebook síðuna mína núna um helgina.

8. Baume-to-Oil frá Biotherm: Þessi farðahreinsir er náttúrulega bara æðislegur, ég hef skrifað um hann áður en hér er eins konar smyrsli sem bærðir förðunarvörur – venjulegar og vatnsheldar. Hann verður að olíu þegar hann kemst í snertingu við húðina og nær að leysa upp allar förðunarvörur og óhreinindi og húðin verður silkimjúk á eftir.

9. Diorshow Brow Styler frá Dior: Mín go to augabrúnavara það sem af er þessu ári. Ég fékk allt í einu svona blýantaþráhyggju fyrir augabrúnirnar mínar. Ég fýla þennan lit því hann er mjúkur, er með flottri áferð, dreifist jafnt og byggir augabrúnirnar fallega upp. Hér er greiða á einum enda til að greiða hár og dreifa litnum og svo auðvitað liturinn sjálfur sem er í formi skrúfblýants. Liturinn endist allan daginn, dofnar ekkert og augabrúnirnar verða virkilega falelgar.

10. Private ilmur frá Naomi Campbell: Sá besti frá Naomi Campbell, þessi kom núna fyrir jól og seldist upp. Það ætti ekki að koma á óvart en hér er á ferðinni virkilega elegant og fallegur, nútímalegur ilmur sem ber keim af elegans og þroska. Pera, ferskjur, rós, appelsínublóm, vanilla, Tonka baun – bara brot af tónunum sem eru í ilminum, sem er á mjög góðu verði eins og aðrir svona stjörnuilmir.

Þetta er minn topp 10 listi fyrir Tax Free, allt vörur sem leika stórt hlutverk í minni snyrtubuddu, þó maskarinn sé glænýr þá var hann ást við fyrstu sýn. Á Tax Free er líka tilvalið að kynnast nýjum merkjum en Bliss er nú mætt í verslanir Hagkaup og þar er að finna ýmsar gersemar sem ég er nú að prófa – líst sérstaklega vel á Lip Treatment settið!

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Fylgið mér endilega á Snapchat – ernahrundrfj og Instagram @ernahrund

Hár, nú er það bleikt!

Skrifa Innlegg