Varablýantur er vanmetin snyrtivara. Hann getur nefninlega breytt litnum á varalitnum þínum, hann bætir líka endinguna og gefur þér kost á að móta varirnar – stækka þær eða minnka til dæmis. Ég valdi mér einn flottan varalit, hann er alveg mattur og heitir Alibi og er frá MAC. Á myndinni fyrir ofan er ég bara með varalitinn. Ég grunnaði samt alltaf varirnar með BB kremi og hyljara áður en ég setti varalitinn eða varablýantana á. Hér er ég með vínrauðan varablýant frá Maybelline undir varalitnum. Hann heitir Hollywood Red og er nr. 540. Þegar varablýanturinn er kominn á varirnar þá nudda ég þeim saman til að jafna út áferðina á litnum svo hann blandist líka betur saman við varalitinn.Hér er ég með bleikan varablýant frá Maybelline undir varalitnum. Hann heitir Intense Pink og er nr. 140. Hér er ég með nude varablýant frá Maybelline undir varalitnum. Hann heitir Velvet Beige og er nr. 630.Hér er ég með rauðan varablýant frá Maybelline undir varalitnum. Hann heitir Pleasure Me Red og er nr. 547.Að lokum setti ég svo dökkbrúnan eyeliner undir varalitinn. Hann er úr nýrri smoky eyeliner línu frá Maybelline sem heitir Master Smoky, liturinn er Smoky Chocolate- það er ótrúlega einfalt að nota svona kremaða blýanta sem varalitablýanta því þeir eru svo mjúkir að þeir blandast fullkomlega!
Hér fyrir ofan sjáið þið 6 mismunandi varalitalúkk en öll með sama varalitnum. Snilld ekki satt;)
EH
Skrifa Innlegg