Ég er nú alveg komin í ansi góða æfingu við að setja á mig naglalakk en ég á það reyndar til að vera smá fljótfær og fara aðeins útfyrir og klúðra alveg fullkomna boganum sem ég ætlaði að gera við naglaböndin…
Ég er alveg hætt að vera með fljótandi naglalakkahreinsi ég er bara með svona svamphreinsa og nóg af þeim. Eini gallinn við þá er að það er dáldið erfitt að laga bara smá mistök án þess að þurfa að taka af allri nöglinni. Svo ég er búin að hafa opin augun fyrir annarri lausn. Ég fann hana núna um daginn og það er naglahreinsipenni!!!
Já dömur, þetta er mesta snilld í heimi og ég verð að breiða boðskapnum eins og svo oft áður. Ef þið eigið ið sama vandamál að stríða og ég þá fæst þessi penni sem er frá merki sem heitir Mavala í Árbæjarapóteki.
Með pennanum fylgja þrír aukasvampar og það er auðvelt að skipta um þá þegar þeir eru orðnir ljótir. Hér urðu mér á smá mistök en ég var fljót að laga lögunina á lakkinu með pennanum. Ég verð svo að prófa að gera french neglur með hjálp pennans á næstunni það eina er að ég get varla gert tvílitar þar sem ég myndi alltaf stroka út litinn sem væri undir!
Mæli með þessari snilld fyrir ykkur sem eruð eins og ég – stundum með 10 þumalputta!
Á nöglunum er ég með einn af nýju litunum frá OPI – úr Brazil línunni sem er vægast sagt litrík, meira um hana seinna;)
EH
Skrifa Innlegg