fbpx

Töff?

Þá er eitt af tveimur skemmtilegustu tímabilum tískuunnenda að hefjast. Tískuvikurnar þar sem hönnuðir sýna línurnar sínar fyrir næsta sumar. Tískuvikan í Kaupmannahöfn fór fram núna í síðustu viku og ég er aðeins byrjuð að skoða en það er þó alltaf förðunin sem ég horfi fyrst á áður en ég fer aðra umferð og kíki á fötin. Hér eru nokkrar farðanir sem eru búnar að standa út – af því sem fór fram fyrr í vikunni.Ivan Grundahl SS 2013 – Tískuvikan í KaupmannahöfnStine Ladefoget SS 2013 – Tískuvikan í KaupmannahöfnStine Goya SS 2013 – Tískuvikan í Kaupmannahöfn

Hjá Ivan Grundahl og Stine Ladefoget er áherslan greinilega lögð á augabrúnir sem er svo sem ekkert nýtt af nálinni við erum búin að sjá margar útfærslur af mismunandi augabrúnum þó svo það sé búið að vera mun meira áberandi að gera þær alveg litlausar. Á öðrum staðnum er búið að líma gyllta filmu yfir og svo er búið að teikna hálfgerðar grimmar geishu augabrúnir á.

Förðunin hjá Stine Goya finnst mér mjög skemmtileg og það fyrsta sem kemur í huga er að sjálfsögðu Lady Gaga. Mér finnst þessi förðun ótrúlega skemmtileg og tískuvikurnar byrja vel – ég hlakka svo bara til að sjá það sem kemur á eftir:)

Ég á þó ekki von á að neitt af þessu sé að fara að ná einhverjum vinsældum hjá okkur konunum svona dags daglega;)

EH

Gleðidagur***

Skrifa Innlegg