fbpx

Tískuvikan í Kaupmannahöfn á Instagram

Lífið MittMyndirTinni & Tumi

Mér datt í hug að skella í eina færslu með Instagram myndunum mínum sem ég tók í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Þær eru hrikalega fáar og flest allar af mat en að hlaða einni mynd á Instagram þegar maður er ekki stanslaust í kringum frítt Wi-Fi er bara fáránlega dýrt – smá kvíði í maganum fyrir að sjá símreikning næsta mánaðar ;)Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.53 PMÍ hótelherberginu mínu voru djúpar gluggakistur og þar sat ég ófáum sinnum og fylgdist með fólkinu sem var að koma og fara af lestarstöðinni. Hótelið mitt var staðsett alveg við hana sem var mjög þæginlegt uppá ferðamáta :)Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.46 PMÁ Modeblogprisen í Kaupmannahöfn fyrsta kvöldið mitt. Myndin er tekin af hinum yndislega Helga Ómars mínum.
Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.33 PMNaglafræðingur Essie, Lina, sýndi mér hvernig væri hægt að gera doppóttar neglur með förðunarsvampi og tjullefni!
Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.24 PMHér sjáið þið vörurnar sem voru notaðar á Wood Wood sýningunni til að skapa doppóttu neglurnar…
Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.13 PMMeð frábærum félagsskap borðaði ég þennan gómsæta núðlurétt á veitingastaðnum Zirup!Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.05 PMFékk að fylgjast með einum af mínum uppáhalds Makeup Artista, Önnu Staunsager, farða fyrir Designers Remix sýninguna. Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.57 PMHrikalega flott lúkk!Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.49 PMBaksviðs hjá Sine Goya – allt að gerast!Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.41 PMEin örmagna eftir langan en mjög skemmtilegan tískuvikudag.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.34 PMFrábærir feðgar skemmtu mömmunni með æðislegum snapchöttum.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.24 PMLökkin sem voru notuð á Ganni sýninunni – öll frá Essie.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.16 PMÉg laumaðist í verslun Stine Goya og fór út með einn poka.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.10 PMBesta gulrótarkakan er klárlega á Baresso – með stórum Vanilla Latte. Þær voru ófáar heimsóknirnar þangað enda frítt Wi-Fi.
Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.02 PMLoks eftir að tískusýningunum lauk gafst mér tími til að fara á uppáhalds bakaríið og fá mér uppáhalds samlokuna!Screen Shot 2014-02-07 at 11.39.53 PMSíðasti hádegismaturinn voru þessi æðislegu grísarif á Jensens Bofhus.Screen Shot 2014-02-07 at 11.39.45 PMÁður en mamman fór í flugvélina varð hún að sjá yndið sitt eina brosa og það fékk ég svo sannarlega:)

Frábær ferð sem einkenndist þó af smá söknuði og mikilli vinnu en mögnuð upplifun án efa! Þetta mun ég gera aftur sem fyrst :)

Fyrir áhugasama þá finnið þið mig undir @ernahrund á Instagram (það er lokað en ég er ekki pikkí;)) – Eigið yndislegan laugardag***

EH

Einir af bestu augnskuggum sem ég hef prófað!

Skrifa Innlegg