Tískufréttir og maskari

MaskararNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég næli mér alltaf í sömu 4 tískublöðin í hverjum  mánuði – eitt af þeim er danska blaðið Costume. Í þessum mánuði fylgdi með því maskari sem skemmdi sko ekki fyrir. Ég er aðeins búin að vera að prófa maskarann – saman kostaði þetta tvennt um 1600kr.

Maskarinn er frá merkinu Oriflame og ber nafnið Wonder Lash. Hann er með sveigðum gúmmíbursta og er bara alveg ágætur. Mér fannst hann að vísu ekki greiða nógu vel úr augnhárunum – ég vil helst að maskararnir greiði úr hárunum alveg frá rót þannig finnst mér hárin fá mesta þykkt. En þetta er reyndar lengingamaskari svo það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann geri það;)

Ef ykkur vantar maskara og eruð til í að prófa einhvern nýjan þá mæli ég með því að þið nælið ykkur í nýjasta tölublað Costume í næstu bókaverslun;)

EH

CC Krem!

Skrifa Innlegg