Síðan hvenær fór álit annarra að skipta okkur meira máli en hvað okkur finnst um okkur sjálfar? Hvað ætli hafi gerst hjá okkur – inní okkur – þegar við fórum úr því að leika okkur áhyggjulausar, hoppa í pollum og njóta þess að vera til og í það að geta varla sofnað á kvöldin á kvöldin af áhyggjum um það að við værum ekki eins og einhver önnur – að við værum ekki fallegri, mjórri eða gáfaðri?
Ég hef stundum pælt í þessu með sjálfa mig sérstaklega í huga; ég var alltof stóra hluta af ævi minni upptekin af áliti annarra, ég var of upptekin af því að vera alltaf fullkomin, vera alltaf í nýjustu fötunum, alltaf máluð og alltaf grönn. Ég var svo upptekin af því að ég áttaði mig ekki á því að ég var partur af vandamálinu. Ég var svo upptekin af sjálfri mér að ég áttaði mig ekki á því að með því að hegða mér svona smitaðist hegðunin á aðra í kringum mig.
Mér leið illa ef mér fannst ég ekki fullkomin, ef ég komst ekki í minnstu stærðirnar í tískuvöruverslunum og ef ég var of mikið í sömu fötunum í skólanum. Mér leið illa þegar ég fór í sund því mér fannst líkaminn minn ekki fullkominn, brjóstin voru ekki falleg, maginn var ekki sléttur og lærin of stór – þannig leið mér þá. Þetta gerði það að verkum að ég lét helst ekki sjá mig í sundi og hélt utan um magann á mér þegar ég þurfti að labba eftir sundlaugarbakkanum.
Svona leið mér aldrei þegar ég var yngri – það var eitthvað sem gerðist þegar ég ákvað að álit annarra á sjálfri mér skipti meira máli en mitt eigið. Í dag hef ég náð að hrista þetta af mér og álit annarra skiptir mig ekki miklu máli. Ég hugsa að svo lengi sem ég er ánægð með sjálfa mig þá mun það skína af mér – útgeislun mín mun tala fyrir mig. Ég hef oft talað um það að þegar ég birti myndina af slitförunum mínum hafi verið minn vendipunktur þegar kom að þessu óöryggi og þessari tilfinningu sem við búum mörg yfir að allt verði að líta út fyrir að vera fullkomið á yfirborðinu. Færslan mín um slitförin var minn vendipunktur og allar götur síðan þá hef ég séð sjálfa mig í allt öðru ljósi. Ég er ekki jafn gagnrýnin – ég bara yfirhöfuð gagnrýni ekki sjálfa mig, ég tala aldrei um að ég sé feit eða líti út fyrir að ég sé feit, ég reyni ekki að fela það ef mér líður illa ég hef lært að tala um vandamálin því það er besa leiðin til að leysa þau. Ég er stolt af líkama mínum, ég ber virðingu fyrir honum og ég elska það að ég er ekki eins og neinn annar. Ég er einstök.
Ég sat á virkilega áhugaverðum fundi um daginn þar sem ég fékk fræðslu um nýtt verkefni hjá Dove á Íslandi. Merkið hafði samband við mig til að athuga hvort ég væri til í að hjálpa þeim að breiða út boðskapinn. Ég fór mjög forvitin á fundinn og ég verð að vera hreinskilin, ég átti ekki von á því sem ég sá. Ég upplifði allan tilfinningaskalann þegar ég sá myndbandið fyrir herferðina og um leið og það var búið þá hugsaði ég að ég yrði að fá að vera partur af þessu verkefni og gera mitt allra besta til að breiða út boðskapinn og hjálpa öllum þeim sem þyrftu á hjálp að halda til að öðlast virðingu fyrir líkama sínum og að verða stolt af því að vera eins og þau eru.
Ég held að þið verðið bara að fá að sjá myndbandið og gerið mér greiða – breiðið út boðskapnum, tökum höndum saman og hjálpum hvort öðru.
Síðan hvenær fór álit annarra að skipta okkur meira máli en hvað okkur finnst um okkur sjálf….
Hvenær var það ákveðið að við yrðum öll að vera eins…
Ætlum við að leyfa þessu að vera svona í einhvern tíma í viðbót – ég segi nei og ég ætla ekki að taka þátt í þessu. Við erum öll fullkomin eins og við erum, það á enginn að geta sagt okkur hvernig við eigum að vera og hvernig okkur á að líða. Það er álit okkar sjálfra sem skiptir mestu máli – hafið það í huga.
Sjáið hvað þessar dömur eru glæsilegar – ég er ekkert smá stolt af þeim og mér finnst þær magnaðar að gera þetta – stelpur þið eruð æði****
Aftur langar mig að skora á ykkur að næst þegar þið lítið í spegil og ætlið að fara að hugsa – æjj ég vildi nú að ég væri aðeins öðruvísi – hrósið ykkur þá frekar bara fyrir hvað sem er, vitið þið að það er miklu betra að byrja daginn á jákvæðu nótunum heldur en með neikvæðri gagnrýni. Ég get lofað ykkur því að dagurinn verður bara miklu betri!
Að lokum langar mig að hvetja ykkur til að lesa líka færsluna hennar Karenar sem þið finnið HÉR um sama málefni. Hún kemur einnig með sýna einstöku sýn á verkefnið sem við erum báðar svo stoltar með að fá að taka þátt í að dreifa.
EH
Færslan og myndbandsbirtingin er unnin í samstarfi við Dove á Íslandi. Orðin eru öll mín og engin greiðsla var þegin fyrir þáttöku í herferðinni – þið getið alltaf treyst á hreinskilni af minni hálfiu.
„Dove hefur á heimsvísu styrkt margvíslegt starf í þágu líkamsmyndar kvenna í gegnum The Dove Self-Esteem Fund. Dove á Íslandi hefur einnig stofnað styrktarsjóð til þess að efla líkamsmynd íslenskra stúlkna og kvenna. 8 krónur af hverri seldri Dove vöru renna óskiptar í sjóðinn. Sjóðurinn hefur þegar skuldbundið sig til þess að veita 3 milljónum króna á næstu tveimur árum til The Body Project verkefnisins sem hefur reynst árangursríkt til að bæta líkamsmynd og líðan stúlkna samkvæmt vísindalegum rannsóknum.“
Skrifa Innlegg