Það er algengt að tískumiðlarnir gefir út lista yfir þær stjörnur sem þeim fannst bera af í klæðaburði á árinu sem er senn að líða. Ég lagði hausinn í smá bleyti og þetta er niðurstaðan hjá mér – ég er samt eflaust að gleyma ansi mörgum en það er víst ekki endalaust pláss;)
Diane Kruger er að mínu mati best klædda kona ársins 2012 – kjólarnir sem hún klæddist á Cannes verðlaunahátíðinni voru hver öðrum fallegri. Kjólunum á myndinni klæddist hún á tískuvikunni í París alltaf elegant og stílhrein og með smáatriðin á hreinu – eins og rauðu táneglurnar á myndinni til vinstri.
Marion Cotillard er ein af mínum uppáhalds leikkonum og þessi talskona Christian Dior er alltaf vel til fara.
Gwynteh Paltrow finnst mér hafa blómstrað í klæðaburði undanfarin 2-3 ár og árið í ár var sérstaklega gott, á myndinni er hún í kjól frá Prada.
Elizabeth Olsen, litla Olsen systirin er farin að slá út systur sínar þegar kemur að klæðaburði, hún er aðeins öruggari í klæðavalinu og gerir sjaldan/aldrei mistök.
Victoria Beckham er einfaldlega bara með þetta hvort sem hún klæðist sinni eigin hönnun eða annarra manna!
Camille Belle, unga leikkonan sem er þekktust fyrir að leika í þessum týpísku unglingamyndum kom á óvart í klæðaburði í ár og var oftast nefnd á nafn á listum yfir best klæddu konurnar á þeim hátíðum sem hún mætti á. Þessum kjól frá Ralph Lauren klæddist hún á Met Galanu fyr á árinu.
Cara Delevingne best klædda og flottasta fyrirsætan verður að vera á listanum mínum, það kemur bara alls ekkert annað til greina – hún er líka svo skemmtilegur karakter alla vega á myndunum af henni.
Þessar tvær finnst mér bara verða að vera á listanum. Alexa Chung og Kate Moss eru venjulega undantekningalaust með þetta. Dragtin hennar Alexu er æðisleg – svona langar mig í – alveg möst fyrir næsta sumar!
Er einhver sem ykkur finnst ég greinilega hafa gleymt eða eruð þið sammála?
EH
Skrifa Innlegg