Kannist þið við það að vera að fara eitthvað fínt út eftir vinnu t.d. og svo þegar þið ætlið að fara að taka ykkur til þá munið þið allt í einu að þið gleymduð að taka með ykkur förðunarbursta – vá hvað ég hef oft lent í þessu, þetta er alltaf jafn pirrandi :)
Mér hefur hins vegar tekist oft rosalega vel upp með að búa til smoky förðun með púðurbursta – það er mjög fljótlegt. En stundum er ég bara ekki með hann og maður hleypur kannski ekki útí apótek og kaupir sér nýja förðunarbursta bara af því maður gleymdi sínum heima. Ég hef komist uppá lagið með það að venja mig bara líka á að nota fingurna – það er sérstaklega auðvelt þegar það leynist fallegur kremaugnskuggi í snyrtibuddunni. Mig langaði að kenna ykkur trixin mín þegar kemur að því að redda sér úr svona aðstæðum. Reyndar er líka voðalega fínt að nota bara fingurna þegar þið eruð með kremaugnskugga maður er eiginlega ekkert lengur að því heldur en með förðunarbursta.
En þá er einmitt komið að því að kynna nýjasta sýnikennsluvideoið til leiks en í því sýni ég ykkur hvernig þið náið þessari förðun með engum förðunarburstum!
Hér fyrir ofan sjáið þið almennilega vörurnar sem ég notaði til að ná þessari augnförðun:
Color Edition 24H kremaugnskuggi í litnum Prune Nocturne nr. 05 – Color Edition 24H kremaugnskuggi í litnum Or Desir nr. 02 – Twist Up the Volume maskari – Mega Liner eyelinertúss – allt vörur frá Bourjois.
Ég er mjög skotin í þessum eyeliner en ég var voðalega klaufsk með hann fyrst þegar ég var að prófa hann. Hafði aldrei notað svona skásettan eyelinertúss og ég þurfti aðeins að venja mig á hann. Svo ég byrjaði á því að móta nokkrar línur á handabakinu til að sjá hvernig tækni ég þyrfti að nota – það er mjög sniðugt að gera með eyelinera sem þið eruð að prófa í fyrsta sinn því enginn er eins og maður þarf að venjast nýjungum :)
Á vörunum er ég svo með Color Boost varalitablýant frá Bourjois í litnum Plum Russian nr. 06 – sýni ykkur hann og fleiri varalitablýanta eftir helgi ;)
En með þessari sumarlegu sýnikennslu býð ég ykkur góða helgi***
EH
Skrifa Innlegg