fbpx

Dásamlegar brúðkaupsmyndir

BrúðkaupFallegtLífið Mitt

Ég lifi í draumaheimi þessa dagana þar sem mig dreymir stanslaust um komandi brúðkaup og ég reyni að hugsa uppá hlutum til að fullkomna planið fyrir stóra daginn. Ég rakst á þessar fallegu myndir sem Aldís mín Pálsdóttir tók ásamt Díönu Bjarnadóttur stílista þar sem brúðkaup leikur stórt hlutverk. Þetta eru alveg dásamlegar myndir frá henni Aldísi og ég fæ enn meiri fiðring í magann við að skoða þær þar sem hún ætlar einmitt að taka myndir í brúðkaupinu okkar – mér finnst ég svo heppin.

Mér finnst svo fallegt hvað íslensk náttúra leikur stórt hlutverk í myndatökunni sem var gerð fyrir ION hótel á Nesjavöllum. Skvísurnar notuðu að sjálfsögðu hótelið sem staðsetningu en líka staði þar í kring eins og Þingvallakirkju og auðvitað Þingvelli sjálfa. Ég er alveg harðákveðin í því eftir að ég sá þessar myndir að ef veður leyfir þá verða okkar myndir teknar undir berum himni. En þó veður leyfi það kannski ekki þá gæti það nú bara samt verið gaman – ég rak augun í regndropa á jakkafötum brúðgumans á einni mynd en það er ekki að sjá á fyrirsætunum að þeim líði illa :)10419651_10152467232124555_1935269784_n

Svo ég láti nú klæðnaðinn fylgja með þá er brúðguminn hér í fötum frá Herragarðinum – allt um brúðina aðeins neðar í færslunni.

Hér finnst mér brúðarförðunin alveg fullkomin – svona myndi ég vilja hafa mína, varirnar eru alveg fullkomnar!

10437259_10152467232599555_221178049_n 10470635_10152467232149555_2139440133_n 10346818_10152467232154555_990511511_n 10461854_10152467232144555_1804275954_n

Hér er herrann er í fötum frá Selected. Ég var einmitt að hugsa mikið um það um daginn í hverju Aðalsteinn ætti að vera á daginn okkar. Ekki það að hann hafi ekkert að segja um það – ég hef bara mest að segja um það. Einn hönnuður kemur þó sterkur þar inn að mínu mati :)

10449595_10152467232579555_816774547_n

Mér finnst þessi mynd alveg æðisleg – íslenska náttúran fær að njóta sín í botn og ást í aðalhlutverki.10461885_10152467232139555_98492253_n 10416702_10152467232594555_558374826_n

Mér finnst klæðnaður brúðarinnar ofboðslega fallegur en fötin hennar eru hönnun Andreu Magnúsdóttur. Blúndutoppurinn finnst mér sérstaklega fallegur. Inná brúðkaupsgrúppunni sem ég er í á Facebook er einmitt mikið rætt um hugmyndir að flíkum til að setja yfir sig án þess að þær skyggi á kjólinn – þessi toppur er alveg fullkominn!

Skartið finnst mér líka dáldið skemmtilegt það vekur forvitni mína – sérstaklega hálsmenið sem sést svo vel á myndinni hér fyrir ofan. En margt af skartinu var víst hannað sérstaklega fyrir þetta verkefni. Skartgripahönnuðurinn og myndhöggvarinn Hansína Jens hannaði það.

10439671_10152467232184555_1763048388_n 10416685_10152467232569555_1266217857_n

Ekki leiðinlegt að taka sig til fyrir stóra daginn á þessum stað – verst hvað staðsetningin á brúðkaupinu okkar er langt frá Nesjavöllum :)

10443821_10152467232204555_1358097316_n 10439714_10152467232194555_2075630238_n

 

Stílisti: Díana Bjarnadóttir
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Förðun: Guðbjörg Huldís
Hár: Katrín Sif
Fyrirsætur: Vera Hilmars og Henning Jónasson hjá Eskimo Models

Ó hvað ég hlakka til dagsins míns – ég er dauðöfundsjúk útí allar þær sem gifta sig fyrir stóra daginn minn sem má alveg fara að koma :)

EH

Annað dress: Kimono

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Andrea

    14. June 2014

    VÁ hvað þett er fallegar myndir <3

  2. Aldís

    16. June 2014

    Verður ekki tilvonandi maðurinn þinn í JÖR !?? . ..er einhver spurning um það ? eða ..