Síðan ég byrjaði að leggja áherslu á förðunarumfjallanir á síðunni minni hef ég reglulega verið beðin um að koma með sýnikennslu fyrir augabrúnir og ég kom því loksins í verk núna um daginn. Flottar augabrúnir eru alltaf í tísku og þetta trend er sérstaklega áberandi á tískupöllunum þegar sumarlínur tískuhúsa eru frumsýndar. Nýlega komu í sölu hjá MAC þrjár mismunandi týpur af vörum til að móta og dekkja augabrúnirnar svo ég hafði enga afsökun lengur til að fresta þessu.Vörurnar sem ég nota í sýnikennslunni eru tvær af þessum þremur týpum. Fyrst langaði mig að sýna alveg ótrúlega fljótlega leið fyrir þær sem hafa lítinn tíma til að gera sig til. Ég nota gellitinn í þá aðferð – gel liturinn gefur frá sér þétt og fallega áferð, liturinn er mjúkur þegar þið berið hann á brúnirnar en hann þornar og verður náttúrulegri eftir smátíma. Í videoinu sýni ég hvernig er hægt að greiða litnum í gegnum brúnirnar með bursta sem líkist hreinni maskaragreiðu – það besta við þá aðferð er að hárin í augabrúnunum haldast niðri eða eins og þið greiðið hárin. Í seinni aðferðinni nota ég svo duo litina – aðferðin sem ég nota þar er sú sem ég lærði í makeup skólanum fyrir 5 árum síðan og hefur alltaf reynst mér vel. Hér sjáið þið vörurnar sem komu í augabrúnalínunni – duo skuggarnir og gellitirnir koma einungis í takmörkuðu upplagi en blýantarnir verða fáanlegir áfram.
Áður en þið horfið á videoið þá langar mig að biðja ykkur um að taka til greina að ég er með mjög dökkar augabrúnir, þær eru ekki litaðar þær eru bara svona náttúrulega dökkar. Þess vegna er ég að nota dökka liti til að móta brúnirnar. Endilega nýtið ykkur þessa sýnikennslu en aðlagið litina að ykkar náttúrulega augabrúnalit. Vörurnar frá MAC eru t.d. flokkaðar eftir háralitnum. Ég er með vörur fyrir rauðhærðar, það er smá rautt í hárinu á mér og mér finnst augabrúnirnar mínar passa svo vel við hárið með þessum litum. Of hvassar og of dökkar augabrúnir eru ekki í uppáhaldi hjá mér þar sem ég er meira fyrir að ýkja náttúrulega litinn sem er fyrir.
Þó svo að ég sýni ekki sérstaklega hvernig blýantarnir virka þá myndi ég fyrst byrja á því að greiða úr augabrúnunum – að sjálfsögðu með greiðunni sem fylgir. Svo myndi ég byrja að móta brúnirnar smám saman – merkja hvar þær eiga að byrja og hvar þær enda – nokkurn vegin eins og ég sýni í myndbandinu.
Eins og þið takið eflaust eftir þá vaxa hárin fremst í annarri augabrúninni minni upp – ég reyndar fýla að hafa þær svona en þetta er einfalt að laga með stífu hárgeli. Doppið gelinu bara létt yfir hárin sem þið viljið að leggist niður og strjúkið þeim svo niður – stundum er gott að halda hárunum niðrí í smástund til að þau haldist alveg. Ef þetta virkar ekki þá er sniðugt að bæta við örlitlu hársprey. Spreyið þá á puttana og dúmpið yfir hárin – að spreya hárspreyi beint yfir augun er kannski ekki sniðugasta hugmynd í heimi;)
Náttúrulegar og flottar þykkar augabrúnir eru málið í sumar!
EH
Skrifa Innlegg