fbpx

Sýnikennsluvideo #2

FarðarlorealSýnikennsla

Mig langar líka að gera sérhæfðari sýnikennslumyndbönd og hér sjáið þið það fyrsta. Í myndabandinu sýni ég hvernig þið getið fengið heilbrigðan ljóma í húðina með uppáhaldsvörulínunni minni frá L’Oreal – Lumi. Línan inniheldur primer, farða og hyljara.

Primerinn hef ég oft skrifað um áður. Hann jafnar út yfirborð húðarinnar og gerir það slétt um leið og hann gefur því ljóma. Þið þurfið ekki endilega að nota hann undir Lumi farðann til að fá ljómann en ég geri það til að fá extra mikinn. Farðinn er ótrúlega léttur, hann gefur fallega og mjúka áferð og hylur léttilega. Hyljarinn inniheldur einni lumi áferðina svo hann hylur ekki bara heldur dregur hann líka úr þreytueinkennum sem geta myndast í húðinni og þá sérstaklega í kringum augun. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá myndi ég ekki segja að hann hylji allt en hann gerir það sem ég vil að þessi hyljari geri – það er að gefa mér ljómann og jafna út lit húðarinnar minnar. Eins og þið sjáið þá er ég svolítið þrútin í kringum augun og með svona plómurauða húð á því svæði en sá litur hverfur alveg þegar  hyljarinn er kominn á. Þetta trio finnst mér fullkomið fyrir sumarið. Ef þið viljið hins vegar fá meiri hulu en fá samt svona ljóma þá gætuð þig notað einhvern annan þykkari hyljara og doppað svo létt af lumi hyljaranum yfir hann.

Seinna í myndbandinu sýni ég svo hvernig þið getið fengið ennþá meiri ljóma með því að nota primerinn yfir farðann.

Í myndbandinu reyndi ég að taka til mín þó nokkrar af tillögunum ykkar frá síðasta myndbandi – hér er t.d. meiri texti í videoinu. Eins og er þá er aðeins meira mál að taka upp hljóð en mér finnst það ekki endilega þurfa ef það eru góðar útskýringar með – svo ef ykkur finnst eitthvað vanta ekki hika við að senda á mig línu.

L’Oreal vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaupum og Lyf og Heilsu en ef ykkur langar að prófa að nýta ykkur nýjar leiðir í innkaupum að þá er farðinn fáanlegur HÉR og primerinn HÉR;)

Ég vona að ykkur lítist á þessi hnitmiðaðri myndbönd mín því í næstu viku birti ég stutt myndband þar sem ég sýni á einfaldan hátt hvernig er hægt að skyggja andlitið með Terra Cotta sólarpúðri frá Guerlain sem er eitt það besta á snyrtivörumarkaðnum!

EH

Christina þykir best

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Elfa Björk

    9. April 2013

    Hæ hæ

    Ég hef verið að velta fyrir mér hver munurinn á lumi farðanum og bb kremi sé. Verður maður að eiga bæði, eða er annað betra en hitt?

    Hef átt lumi og var mjög ánægð með það, en hef ekki lagt í bb kremin :)

    Takk fyrir mjög skemmtilegt og fræðandi blogg

    • hæ! Mesti munurinn er auðvitað sá að lumi er farði hitt er bb krem. BB kremum er ætlað að jafna áferð húðiarinnar, gera yfirborð hennar slétt eins og primer gerir, jafna lit húðarinnar, gefa henni raka eins og rakakrem og fallegan lit eins og farði. Flest eru mjög létt svo þau hylja kannski ekki svakalega vel en það getur þó verið misjafnt eftir kreminu. Lumi farðinn er reyndar mjög léttur og gefur ljóma. Ef þig langar að prófa BB krem þá mæli ég alveg með því en þá er gott að prófa fyrst bara eh í ódýrari kantinum og sjá hvernig þér líkar. Ef þér finnst þú sakna ljómans frá Lumi farðanum þá geturðu alltaf fengið þér lumi primerinn og notað hann undir. Ég geri það mikið núna. Lumi farðinn er sumarfarðinn minn samt í ár – enn sem komið er alla vega ;)

  2. Alexandra

    9. April 2013

    Sæl. Flott blogg. Ertu ekki annars að vinna fyrir maybelline á íslandi?
    Mig dauðlangar í maybelline whispers varalitina, koma þeir ekki til íslands?
    Nenni ekki að panta þá af ebay

    • hæhæ:) Takk kærlega fyrir það en nei ég er nú ekki alveg að vinna eins f. Maybelline og áður – ekki jafn mikið alla vega nú tek ég bara að mér eitt og eitt verkefni. Ákvað að það væri best svo ég gæti verið hlutlaus hérna á síðunni minni og kynnt það sem mér finnst best hverju sinni;) En ég get reyndar svarað þessari spurningu því ég eins og þú er svo spennt yfir þessum litum!! En það er ekki komið á hreint ennþá hvort eða hvenær þeir koma. Næsta sending af nýjungum kemur í sumar svo vonandi eru þeir þar á meðal;) Ég pantaði mér nokkra á ebay og vá! ég elska þá þannig það er eiginlega bara eins gott að þeir komi ;)

  3. Heiða

    10. April 2013

    Frábært…takk fyrir :)
    Munar miklu að fá svona meiri texta…fyrir okkur sem vitum ekki neitt ! ;)

  4. Harpa

    10. April 2013

    Eg atti bb kremið í ljósasta litnum og það var svo appelsínugult af mér – eða ég tók eftir því seinna í dagsbirtu. Tókstu ekkert eftir svoleiðis?

    • úff það er ekki gott. En nei ég tók ekki eftir því – helsti munurinn sem ég tók eftir varðandi loreal bb kremið – ég býst við því að þú sért að tala um það;) – var að það gaf miklu þéttari og meiri lit heldur en mörg önnur. Einfaldasta útskýringin á þessu hjá þér myndi ég halda að tónninn á kreminu hentaði bara ekki þínu litarhafti ég hef alveg lent í því…. :)

  5. Marta

    10. April 2013

    Hæ, frábært kennsluvideo- ein spurning, hvaða lag hljómar undir í videoinu? :) Takk fyrir frábæra pistla :)

    • Heyrðu maðurinn minn fann það á eh síðu sem bíður uppá tónlist sem má nota í svona myndbönd án þess að þurfa að borgastefgjöld – lagið heitir því skemmtilega nafni Law and Order;)

  6. Sandra Björk Tryggvadóttir

    1. October 2013

    Langaði aðeins að forvitnast, er Lumi farðinn eitthvað síðri heldur en meikin frá stóru merkjunum? :)