fbpx

Sýnikennsla – Love Me

makeupMakeup TipsNáðu LúkkinuSmashboxSýnikennsla

Ég hef mikið verið að fjalla um vorlínur snyrtivörumerkjanna og reynt að gefa ykkur nokkrar hugmyndir um á hvaða hátt er hægt að nota vörurnar. Nú er komið að Smashbox – þetta merki hefur alveg slegið í gegn hjá mér síðan það kom í sölu hér á landi á síðasta ári – þið hafið eflaust tekið eftir því;) Vorlína merkisins heitir Love Me og er gerð í samvinnu við götulistamann sem heitir Curtis Kulig HÉR getið þið lesið ykkur til um línuna í færslu sem ég skrifaði í byrjun ársins.

Ég ákvað að skella í eina góða sýnikennslu – á nýja mátann – og ákvað að fara aðeins aðra leið en er stungið uppá á vörunni sjálfri. Aftan á augnskuggapallettunni eru bæði leiðbeiningar um hvernig er hægt að nota hana og strikamerki sem vísar inná kennslumyndband. En hér er mín aðferð svo nú eruð þið komnar með tvær leiðir til að nýta pallettuna.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði – í línunni eru tvær pallettur önnur er með brúnum litatónum en hin er með bláum – ér er með þessa með bláu litnum. Ef þið kíkið á myndbandið sem strikamerkið vísar á þá sjáið þið að það var mikil pæling á bakvið það hvernig magnið á skuggunum í pallettunni er skipt – en þau lögðu áherslu á að það væri mest af svona key litunum – þessum ljósari því maður notar oftast meira af þeim og þeir eru fyr búnir en þessir dökku sem maður notar í skyggingar t.d. Í sýnikennslunni vísa ég í þessa mynd þegar ég segi hvaða liti ég er að nota.

  • Byrjið á því að taka ljósasta litinn – hann er neðst í pallettunni – dreifið honum yfir allt augnlokið næstum því uppað augabrúnunum og ekki pæla í augabrúnunum mínum sem eru í ræktun og ég stefni í plokkun fyrir RFF;)

  • Berið næst bláa skuggann sem er lengst til hægri í pallettunni yst á augnlokið og dreifið honum inn eftir augnlokinu og í globuslínuna til að fá skyggingu á augnlokin.

  • Takið svo ljósa sanseraða litinn sem er efst fyrir miðju í pallettunni og dreifið honum yfir miðju augnloksins, blandið honum saman við bláa litinn – hann verður ennþá mýkri þegar sanseringin blandast útí hann.

  • Setjið svo fjólubláa litinn sem er lengst til vinstri í pallettunni meðfram neðri augnhárunum.

  • Setjið mjóa eyeliner línu meðfram efri augnhárunum með tússeyelinernum – sem er einmitt nákvæm eftilíking tússpennans sem Curtis notar þegar hann er setja mark sitt á götur stórborga með Love Me merkinu sínu. Æðislegur eyeliner sem mér finnst must have!

  • Setjið svo eina umferð af maskara – ég fer ekki útfyrir merkið hér og nota Bionic maskarann frá Smashbox.

  • Að lokum set ég þennan flotta bleikrauða varalit á varirnar! Love it <3

Þetta er einföld og létt vorförðun sem er á auðveldan hátt hægt að dekkja aðeins og nota sem kvöldlúkk – þá myndi ég gera bláa litinn ennþá dekkri og setja meiri eyeliner og jafnvel setja stóran og flottan spíss á endann.

Línan er aðeins til í takmörkuðu upplagi svo ef ykkur líst á lúkkið þá er gott að kíkja sem fyrst á næsta Smashbox stand;)

EH

Varalitadagbók #11

Skrifa Innlegg