fbpx

Sýnikennsla – Jólaugu

makeupMakeup TipsSmashboxSýnikennsla

  • Byrjið á því að setja eyelinerinn yst og innst á augnlokinu, setjið alveg nóg af lit og passið að setja lit alveg uppvið eyelinerlínuna

  • Takið svo pensil með stuttum þéttum hárum og dreifið vel út eyelinernum. Reynið að dreifa bara úr honum á því svæði sem þið báruð litinn á þannig það myndist áfram svæði á miðju aunglokinu þar sem er enginn litur.

  • Svo set ég ljósasta litinn í trioinu yfir mitt augnsvæðið og dreifi létt úr honum yfir allt augnlokið.

  • Næst set ég rauða litinn yfir svæðið þar sem ég setti eyelinerinn í upphafi og dreifi létt úr honum yfir það svæði. Ef ykkur finnst þið hafa farið oft langt inná svæðið þar sem ljósi liturinn er þá er lítið mál bara að bæta aðeins við þanng skugga. Munið bara að blanda litunum saman.

  • Svo tek ég dökkgráa litinn í pallettunni og set hann meðfram augnhárunum , bæði neðri og efri. Ekki vera hræddar við að setja mikinn skugga meðfram neðri aunghárunum. Ég setti líka eyelinerinn í vatnslínuna.

  • Lokaskrefið er svo að setja bara nóg af maskara – hér sjáið þið augnhárin mín eftir bara 1 umferð af Bionic maskaranum;)

Hér eru vörurnar sem ég notaði til að ná lúkkinu:Mér finnst þetta fullkomið jólalúkk og að sjálfsögðu getið þið útfært það með ykkar uppáhalds litum.

Mér fannst nude varalitur passa best við þetta lúkk – liturinn er frá Maybelline og er nr. 715. Ég valdi mér síðan að gera fiskifléttur úr bókinni Hárið við þetta lúkk.

Er þetta ekki bara fínt sjónarhorn fyrir ykkur uppá að ná að gera eins? – ég vona það alla vega því það eru fleiri svona á leiðinni;)

hóhóhó!

EH

Hreiðurgerð

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Sigrún

    4. December 2012

    Þegar þú segir eyeliner fyrst, þá meinarðu augnskuggi, þessi dökkgrái er það ekki?

      • Sigrún

        6. December 2012

        Ok, takk :)
        En notarðu lipliner með varalitnum þegar þú ert með svona nude varalit?

        • Reykjavík Fashion Journal

          6. December 2012

          Ég gerði það reyndar ekki hér ég notaði bara hyljarablýantinn aðeins til að móta varirnar. En venjulega myndi ég samt setja liner líka undir:)

  2. didda

    4. December 2012

    ég skil ekki þetta með eyeliner í vatnslínuna. Ef ég set í mína þá er liturinn kominn niður fyrir augun eftir svona 10 min og ég hafi lenti í rigningu.

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. December 2012

      prófaðu að setja svona gel eyeliner þeir haldast betur að mínu mati, svo fer þetta náttúrulega allt eftir augngerðinni ég er t.d. með mjög þur augu svo það er undantekning ef liturinn lekur hjá mér:)

  3. Guðný

    5. December 2012

    Vá flotta fína :)