fbpx

Sýnikennsla – Jólalitir

Ég Mæli MeðlorealmakeupMakeup TipsMyndirSýnikennsla

Stundum er gaman a prófa að taka innblásturinn alla leið og velja það augljóstasta. Ef ég hugsa hverjir eru jólalegustu litirnir þá eru það rauður og grænn. Svo afhverju ekki að prófa að nota þá liti í jólaförðuninni.Hér eru vörurnar sem ég notaði – allar eru frá L’Oreal:

  • Aftan á augnskuggapallettunni eru leiðbeiningar og augnskuggarnir eru númeraðir – ég ákvað að fara bara eftir þeim leiðbeiningum.
  • Byrjið á því að setja ljósasta litinn yfir allt augnlokið. Það er glimmer í augnskugganum sem getur hrunið en ég mæli með því að þið bíðið með að hreinsa glimmerið þar til þið eruð búnar að farða augun. Þá er langbest að nota límband til að ná því af.

  • Takið svo ljósari græna augnskuggann – sem er mest af í pallettunni – setjið hann yfir hálft augnlokið og dreifið vel úr honum.

  • Takið svo dökkgræna augnskuggann og setjið hann yst á augnlokið og blandið litnum vel saman við hina skuggana til að fá mýkt yfir augun.

  • Að lokum setjið þið svarta augnskuggan meðfram efri og neðri augnhárunum og mýkið litinn upp með svampburstanum sem fylgir með pallettunni.
  • Ég notaði augnskuggann sem eyeliner hann er alveg kolsvartur svo mér fannst ekki muna miklu.

  • Svo setti ég nóg af Million Lashes maskaranum – mér finnst demantamaskarinn svo hátíðlegur þess vegna varð hann fyrir valinu.

  • Ég ákvað að hafa varirnar rauðar og mér finnst litirnir bara passa mjög vel saman. Þetta er sami litur og ég sýndi ykkur í gær – HÉR.

Eins og þið sjáið þá getur bókstaflegur innblástur verið sá rétti – ég er alla vega mjög skotin í útkomunni.

EH

Minn maður fer ekki í jólaköttinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1