fbpx

Sýnikennsla #2

Jæja nú held ég að þetta sé nokkurn veginn að koma hjá mér – ég vona alla vega að þið getið farið eftir þessu hjá mér – endilega sendið á mig línu ef þið eruð með sérstakar óskir eftir sýnikennslu annars er ég líka með fullt af hugmyndum og 3 tilbúnar í viðbót sem bíða eftir því að verða birtar!

1.
Byrjið á því að undirbúa augnlokið. Ég reyni að nota alltaf primer á augnlokin áður en ég set á þau augnskugga svo liturinn verði sterkari og haldist lengur – ég nota Studio Secrets primerinn frá L’Oreal. Berið því næst ljósan augnskugga yfir allt augnlokið uppað globuslínunni. Ég notaði sanseraðan skugga, það er auðveldara að nota hann að það virkar að sjálfsögðu líka að nota mattan.

2.
Takið því næst brúnan lit, ég notaði dökkbrúnan mattan skugga frá Maybelline, það er mjög auðvelt að stjórna möttum litum þegar þið eruð með sanseraðan undir. Berið hann yst á augnlokin og blandið honum inn á aunglokið meðfram globuslínunni. Ég nota blender bursta sem er eins og pínulítill púðurbursti. Munið að dusta  skugganum aðeins úr burstanum svo það fari ekki of mikill litur á augnlokið. Það er alltaf hægt að bæta lit á en það er aðeins flóknara að minnka hann.

3.
Þegar þið eruð ánægðar með augnskuggann er komið að eyelinernum. Ég nota mest Master Precise eyelinerinn frá Maybelline. Hann er eins og pensill og gefur þekjandi og kolsvarta línu. Byrjið á því að setja jafna línu yfir augnlokið og ákveðið svo hvert þið viljið að spíssinn nái. Gerið punkt þar og tengið þann punkt við línuna. Þið eigið að geta fundið sýnikennslu sem ég hef birt HÉR.
4.
Þá er það maskarinn. Við þessa förðun, sem er smá 50’s leg, finnst mér fallegast að nota maskara sem er þykkjandi eða greiðir vel úr augnhárunum. Ég er með Million Lashes frá L’oreal sem ég er húkkt á þessa stundina.

5.
Ég enda síðan á því að setja litinn í vatnslínuna. Skugginn sem ég notaði er væntanlegur í sölu hér á landi og ég ætla að fjalla betur um hann þegar hann er kominn. En annars getið þið notað eyeliner, blýanta og gel og púður augnskugga, krem augnskugga eða gelaugnskugga (eins og ég notaði) – ef þið veljið augnskugga er sniðugt að blanda augnskugga saman við hvítan eyeliner fyrst t.d. á handabakinu og bera hann síðan með pensli í vatnslínuna eða setja hvíta litinn í vatnslína fyrst og augnskuggann yfir.6.
Þá er allt reddý fyrir kvöldið!!

Gangi ykkur vel og ekki hika við að senda spurningar:D

EH

23 Vikna Bumba

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1