Ég veit ekki hvar ég á eiginlega að byrja á þessari færslu en byrjum nú samt á byrjuninni… Heilbrigð og vel nærð húð er undirstaða fallegrar förðunar – það segir sér sjálft. Til að halda húðinni heilbrigðri og vel nærðri er grundvallaratriði að hreinsa hana vel og það að sjálfsögðu kvölds og morgna!
Eftir erfiðan vetur er húð margra okkar mjög slöpp, hún er þreytt, hún er þur hún er bara dálítið uppgefin því hún er búin að vera að reyna að halda uppi vörnum gegn öflugum náttúruöflum í svo langan tíma. Til þess að fá sem mest útúr snyrtivörunum okkar kremunum, serumunum og öllu þessu sem hjálpar okkur við að koma húðinni í jafnvægi þá verður húðin að vera hrein. Óhreinindi og förðunarvörur stífla húðina okkar og koma í veg fyrir að efni í snyrtivörum nái að vinna sitt verk til fulls. Til að fá þessa fullu virkni þarf að þrífa húðina kvölds og morgna með góðum hreinsi (jafnvel tvöfaldri hreinsun) og svo að sjálfsögðu að nota andlitsvatn eftir á.
Með tvöfaldri húðhreinsun þá á ég við að þrífa húðina tvisvar – sjálf nota ég þá stundum tvo ólíka hreinsa og stundum nota ég bara þann sama tvisvar. Ég fann sjálf töluverðan mun á húðinni minni eftir að ég fór að hreinsa hana tvisvar í hvert skipti. En málið með þessari tvöföldun er að fyrst hreinsum við yfirborð húðarinnar, óhreinindin sem liggja þar, förðunarvörur og við erum með dýpri óhreinindi sem er erfitt að ná af húðinni eins og SPF varnir þá rétt byrja þær að leysast upp. Þess vegna hreinsum við aftur til að ná öllu þessu sem kom ekki upp í fyrstu hreinsuninni. Svo notum við loks andlitsvatn til að loka húðinni svo hún geti farið að starfa eðlilega á ný.
Því segi ég að hrein húð sé algjört must fyrir sumarið svo við getum fengið náttúrulega ljóma húðarinnar fram og þess vegna er hrein húð eitt af sumartrendum ársins!
Ég fékk þetta fallega trio í gjöf frá Lancome hér á Íslandi nú á dögunum. Mér þótti sérstaklega vænt um það þar sem ég fékk loks að rifja upp kynni mín af þessum æðislegu hreinsivörum sem ég hef ekki notað í langan tíma. Mér leið dáldið eins og húðin mín þekkti vörurnar þegar þær komust í snertingu við hana og þetta voru svona eins og vinir að rifja um gamla og góða tíma.
Bi Facil augnhreinsirinn nær að hreinsa allar tegundir augnförðunarvara, það þarf að hrista hann vel saman áður en hann er notaður því hreinsiefnin aðskilja sig. Hreinsimjólkin er eins og draumur í dós, hún er svo létt og frískandi og fer mjúkum höndum um húðina, ég nota hana s.s. tvisvar á húðina. Af þessari formúlu þarf sko ekki mikið og ilmurinn af henni er dásamlegur. Til að ljúka svo hreinsuninni strýk ég andlitsvatninu yfir – þetta er uppáhalds hlutinn minn af hreinsiferlinu. Húðinni minni líður svo vel þegar andlitsvatnið kemst í tæri við hana. Ég elska þessa tilfinningu. En það er ekki af ástæðu lausu sem ég predika húðhreinsun og sýni ykkur þessar fallegu vörur því Lancome á Íslandi ætlar ekki bara að gleðja mig heldur ykkur líka – eða nánar tiltekið 10 lesendur með dásamlegu setti af þessum hreinsum.
Í dag er sumsé hægt að kaupa þessar þrjár vörur saman í einum pakka á sama verði og þið borgið fyrir 125 ml af augnhreinsinum – en auk hans fáið þið í pakkanum 125ml af hreinsimjólkinni og andlitsvatninu svo þið fáið þær vörur tæknilega séð bara með í kaupbæti. Svo ef ykkur vantar hreinsivörur til að hjálpa húðinni að ná sér eftir erfiðan vetur þá verðið þið að næla ykkur í einn svona pakka – verðið er náttúrulega sérstaklega gott – já svo er líka Tax Free í Hagkaupum svo það er EXTRA gott þessa helgina.
Þessar hreinsivörur eru alltaf klassískar og þær gera svo sannarlega sitt!
En endilega fylgist með á REYKJAVÍK FASHION JOURNAL Á FACEBOOK seinna í dag því leikurinn mun fara fram þar í samstarfri við LANCOME ICELAND Á FACEBOOK – þetta verður fjör og vonandi munið þið verða ánægðar. Alveg yndislegt að fá að gleðja svona margar dömur með þessum æðislegu vörum.
Fyrsta sumartrend sumarsins – í ár ákvað ég að búa til mín eigin trend í staðin fyrir að skrifa eftir því sem aðrir miðlar segja. Það sem mér finnst fallegt og það sem mér finnst skipta máli. Næsta trend mætir von bráðar***
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg