Heitið á bloggfærslunni segir allt sem segja þarf. Hér býð ég uppá nokkuð dekkri augnförðun en áður fyrir jólin við skærbleikan lit og allt kemur úr sömu pallettu.
Hér sjáið þið pallettuna sem ég notaði en hún er úr jólalínu Bobbi Brown. Hún inniheldur 3 augnskugga, 2 varaliti og gloss. Það eina sem vantar er maskarinn – ég notaði Bionic Smashbox maskarann sem ég sýndi ykkur um helgina.
- Byrjið á því að setja svarta augnskuggann yfir allt augnlokið. Liturinn er alveg mattur svo passið að dusta vel úr burstanum svo það hrynji ekki mikið – en munið að þrífa bara í kringum augun eftir að augnförðunin er tilbúin.
- Notið góðan pensil til að vinna litinn og mýkja hann þangað til að hann lítur sirka svona út – þetta tekur smástund enda er mattur skuggi mjög vandmeðfarinn. Ekki vera samt með of mikla fullkomnunaráráttu því ég set sanseraðan skugga yfir sem hjálpar líka til við að jafna út áferðina. Bara að svarti skugginn nái yfir allt augnlokið og meðfram neðri augnhárunum líka.
- Takið svo ljósbrúna sanseraða augnskuggann og berið hann yfir allt augnlokið. Passið að liturinn nái útað globuslínunni og að áferðin verði mjúk en alls ekki harkaleg. Bætið loks aðeins við svarta litinn þannig það komi smá eyeliner lína meðfram efri augnhárunum.
- Svo er það bara nóg af maskara! Þegar augnförðunin er svona dökk þá er gott að setja nokkrar umferðir því annars er hætta á að augnhárin falli inní augnförðunina og það viljum við ekki – sem minnir mig á að ég ætla að gera gerviaugnhárasýnikennslu á næstunni!
- Ég ákvað að hunsa allar “reglur” um að áberandi varir og dökk augu færu ekki saman og notaði skærbleika varalitinn í pallettunni við og setti glossinn yfir.
Útkoman finnst mér bara ansi hátíðleg og flott. Litirnir í pallettunni eru líka tímalausir svo ég hvet ykkur til að kíkja á hana:)
EH
Skrifa Innlegg