fbpx

Pre Fall 2013 – Best of!

Fashion

Á milli þess sem ég þríf heimilið, kaupi jólagjafir og geri sýnikennslur reyni ég að fylgjast með pre fall sýningum hönnuðanna fyrir næsta haust – já ég er jafn hiss og þið að barnið sé ekki komið. Sýningarnar gefa smjörþefinn af því hvernig hönnuðirnir sjá fyrir sér tísku næsta hausts þó svo það gæti að sjálf sögðu komið eitthvað allt annað fram pallinn. Hér er smá sýnishorn af því sem hefur sést.

Vera Wang

Litirnir og áferðin á efnunum minntu mig á margan hátt á sumarlínu Burberry fyrir næsta sumar. Línan myndi ég segja að legði áherslu að bjóða uppá buisness fancy klæðnan því þó svo sniðin séu á margan hátt einföld þá eru það efnin sem gera línuna. Vera Wang hefur látið hafa það eftir sér að hún ætli núna aðeins að fara að horfa til baka og taka upp aftur að sýna mikla skartgripi með línunum sínum og það gerir hún einmitt hér.
Oscar de la Renta

Fallegir kjólar, útvíð pils, sterkir litir og gleði er að sem kemur uppí hugann þegar línan er skoðuð í heild sinni. Mér finnst persónulega þessi græni litur mjög fallegur en hann er að sjálfsögðu í takt við lit ársins. Það er áberandi að flest allir hönnuðir eru með buxnadragtir í sínum línum en oftast svona mix & match eins og Oscar gerir hér. Það eina sem ég get gagnrýnt er að sýningin féll svolítið niður þegar hún var um það bil hálfnuð. Það var eins og sumar flíkurnar væru ekki alveg kláraðar og hugsunin á bakvið hvernig þær tengdust við þær sem á undan höfðu komið var ekki skýr. Flíkurnar sem eru hér fyrir neðan eru t.d. allar úr fyrri hluta sýningarinnar nema kjóllinn sem var síðasta flíkin.
Alexander Wang

Hvað er annað hægt að segja en tær snilld – sem er það sem við höfum vanist að gera þegar Alexander Wang sendir frá sér nýjar línur. Þessi eins og margar frá Wang einkennist af notkum á svörtum og gráum lit og flíkum úr jersey efni og allar voru fullkomlega sniðnar. Mér finnst fílingurinn á myndunum líka skemmtilegur þær eru einhvern veginn allt öðruvísi en hinar sem hjálpar flíkunum að skera sig aðeins úr. Ég ætla að fá eitt af öllu takk!
Michael Kors

Ég kann vel við Michael Kors hann hefur alltaf skýra stefnu í línunum sínum og eins og hann passar uppá að keppendur Project Runway geri þá er hann með ákveðinn kúnnahóp í huga þegar hann hannar – “Who’s that girl?”. Það er sannkallaður 50’s fílingur í fötunum eins og mér finnst eiginlega sjást best á gleraugnabúnaði fyrirsætanna – uppáhalds dressið mitt er þetta með brúnu leðurbuxunum og gulu kasmír peysunni alveg dásamlegt!
Burberry Prorsum

Ást mín á Christopher Bailey er ódauðleg eins og þið ættuð að vera farin að kannast við þess vegna kemur kannski engum á óvart að hann fái fleiri myndir en hinir hönnuðirnir. Mér finnst myndirnar tala sínu máli og það sem hönnuðurinn hefur gert fyrir þetta merki er alveg ótrúlegt – breskt eins og það gerist best!

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg