fbpx

Strandakrullur með saltspreyi!

HárLífið Mitt

Ég er aðeins farin að vera duglegri að leika mér með hárvörur og breyta til hárstílnum mínum sem er að mínu mati stundum aðeins of einfaldur. Mér finnst alveg magnað hvað hárið mitt tekur þvílíkan vaxtarkipp þegar ég er ólétt. Það er búið að síkka alveg rosalega og þá finnst mér gaman að prófa mig áfram með leiðir til að létta á áferð hársins og fá svona smá náttúrulegan úfleika og líf í það svo það líti ekki út fyrir að vera þungt og leiðinlegt.

Við fórum í brúðkaup um síðustu helgi og ég notaði tækifærið og skellti saltspreyi í hárið til að fá svona ekta strandahár að hætti útlanda – smá fake en það virkaði svo sannarlega og mér fannst hárið lúkka bara miklu heilbrigðara og krullurnar mínar fengu bara mjög skemmtileg og svona aðeins úfnari áferð.

sjávarsalt2

Ég þreif hárið um morguninn og spreyjaði það svo vel með saltspreyinu og notaði hárblásara til að gefa hárinu líf. Ég nota alltaf svona dreifara á hárblásarann til að gefa hárinu lyftingu og til að ýkja krullurnar vel. Það tekur aðeins lengri tíma en mér finnst það bara muna alveg helling sérstaklega ef ég vil ekki hafa hárið slétt.

sjávarsalt

Þetta er spreyið sem ég notaði. Það er frá nýlegu merki hér á landi sem fæst t.d. í Hagkaup – sáuð þið það ekki örugglega í Reykjavík Makeup Journal ;) Merkið heitir Urban Fudge og vörurnar eiga það allar sameiginlegt að vera líflegar útlítandi og ilma alveg sjúklega vel!

sjávarsalt4

Ég spreyja sumsé bara vel af efninu í allt hárið og blæs – hárið mitt var bara svona handklæða þurrt og svo hristi ég aðeins uppí hárinu þegar efnið er komið í bara til að passa uppá að dreifingin sé alveg jöfn yfir allt saman.

sjávarsalt3

Náttúrúlegt og frísklegt hár með saltspreyi – mæli algjörlega með því ef ykkur langar í svona flott strandahár. Það verður dáldið svona kannski tjásulegt en mér finnst það samt vera svo svakalega líflegt og skemmtilegt. Alla vega hef ég fengið mjög jákvætt feedback fyrir strandahárið mitt – manni finnst það aldrei leiðinlegt ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Frítt förðunarnámskeið með mér!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. eyrún hrefna

    1. July 2015

    og hvar fær maður helst svona fín saltsprey? :)