fbpx

Stjörnufarði frá Dior

DiorÉg Mæli MeðHúðLúkkMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég hef aldrei farið leynt með ást mína á tískuhúsinu Dior og allt sem frá því kemur. Eftir að nýr stjórnandi tók við í snyrtivörudeild tískuhússins hefur hver stjörnuvaran á fætur annarri komið frá þeim. Mögulega hefur hann kannski ekki haft með allar vörurnar að segja en hann fær heiðurinn núna.

Peter Philips gekk til liðs við Dior í upphafi þessa árs en áður hafði hann gegnt starfi Creative Director hjá Chanel. Þetta er maður sem er hokinn af reynslu, þekkir til þessa starfs frá hinu stóra förðunartískuhúsinu og þetta er líka maður sem er vanur því að hafa mikið um tískustraumana í förðunargeiranum að segja. Nýjasta viðbótin frá Dior á förðunarmarkaðinn (fyrir utan glæsislegu haustlínuna) er nýr farði – Diorskin Star – hér er svo sannarlega á ferðinni stjörnufarði!

diorstarfarði2

Farðinn og hyljari í sömu línu eru nú fáanlegir á Íslandi. Ég er mikill aðdáandi fljótandi farða og þessi er kominn á topplistann minn!

diorstarfarði7

Hér sjáið þið einfalt og náttúrulegt förðunarlúkk sem ég gerði með farðanum og hyljaranum. En til að sýna ykkur almennilega hvað í honum býr er þessi umfjöllun talsvert lengri…

Hér er á feðrinni farði sem segist gera húðina fótógenískari en áður og ég er bara nokkuð viss um að hann geri það bara einmitt.

diorstarfarði4

Fyrst byrjum við á farðanum. Mér finnst ég alltaf geta sýnt best hvað farði getur gert með fyrir og eftir myndum – því kom ekki annað til greina en að gera einmitt það og sýna ykkur hvers megnugur farðinn er í raun.

diorstarfarði13

Vinstra megin sjáið þið alveg tandurhreina húð en hægra megin er ég bara með eina umferð af Diorskin Star farðanum. Áferðin er mjúk og falleg, hún fær léttan ljóma en alls ekki of mikinn og þetta er því passleg áferð fyrir veturinn.

Eins og þið sjáið þá þekur farðinn sérstaklega vel en ég er oftast mjög rjóð í kringum augun en farðinn nær að hylja það mjög vel með bara einni umferð. Liturinn er líka mjög fallegur og hann jafnar húðlitinn minn sem er enn í tilvistarkreppu eftir undarlegt sumar. Ég er með ljósasta litinn á húðinni minni.

diorstarfarði3

Þá er komð að hyljaranum en hér fyrir neðan ákvað ég að reyna að sýna ykkur hvar ég setti hyljarann.

diorstarfarði14

Hyljarinn fór á ennið, í kringum augun, í kringum nefið, í kringum varirnar og aðeins uppá kinnbeinin. Hyljarinn er nánast í sama lit og farðinn og því sjáið þið mögulega ekki greinilegan litamun. Hyljarinn er hins vegar með mun þéttari áferð heldur en farðinn þó hann beri það reyndar ekki með sér við fyrstu sýn.

Ég kýs þó helst að hafa hyljarana mína tóni ljósari en farðinn er til að nýta þá sem highlihtera líka. Ég hefði því viljað að hann hefði verið aðeins ljósari en það er bara ég – hér er ég líka með ljósasata litinn.

Hér sjáið þið svo loks (aftur) lokaútkomuna. Hér er ég búin að bera smá sólarpúður til að skyggja, setja smá í kinngarnar, greiða úr augabrúnunum, setja á mig maskara og skella léttum varalit úr haustlínu Dior á varirnar…

diorstarfarði11

Góður fljótandi farði þarf að mínu mati að grunna húðina vel og draga úr sem mestum litamun og minnka sýnileika lýta í húðinni. Hann þarf að gera húðina að góðum striga sem hægt er að mála síðan ofan á – þessi farði gerir það og það ótrúlega vel!

Mæli með Diorskin Star fyrir þær sem vantar nýjan fljótandi farða fyrir veturinn – þessi farði fær topp einkunn frá mér. Ég hlakka til að fylgjast vel með Peter í framtíðinni og því sem hann mun gera áfram fyrir Dior – þessi byrjun boðar ekkert nema gott.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Annað dress: kápa fyrir haustið

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Íris

    10. September 2014

    Æðislega flottur!
    Helduru að hann sé góður fyrir blandaða húð?

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. September 2014

      Jáww ég er kolfallin fyrir þessum! Ég held það fari bara eftir hverri konu, hann er dáldið þéttur og mögulega gæti þér fundist þú finna of mikið fyrir honum en ég vil hvetja þig til að prófa hann. Ég efast ekki um að skvísurnar hjá Dior séu til í að hjálpa þér og leyfa þér að prófa hann á húðinni. Kíktu í Hagkaup Smáralind eða í Kringlunni eða í Sigurbogann á Laugavegi – þar eru yfirleitt oftast sérfræðingar frá Dior og ef ég þekki þær rétt hjálpa þær þér með bros á vör!

  2. Inga Rós

    10. September 2014

    Vá hvað hann þekur vel, líst vel á þetta.

  3. Ragnheiður S.

    10. September 2014

    VÁ!
    Þessi er næstur á prufulistanum hjá mér, tihi :)

  4. Matthildur

    10. September 2014

    Vááá…þessi farði er bjútífúl á þér. Virkilega fallegur :) Má ég forvitnast um tvennt ? :) Með hverju barstu farðann á þig? (hvernig bursta?) og myndirðu vilja deila nafninu á fallega varalitnum :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. September 2014

      Að sjálfsögðu! Burstinn er buffer burstinn frà RT sem er í appelsínugula settinu:) varaliturinn er Bar úr haustlúkkinu frá Dior;)

  5. Guðrún Vald.

    11. September 2014

    Lítur vel út! Er mikið búin að vera að leita mér að góðum farða, BB kremið er víst ekki alltaf nóg. ;) Veistu hvað hann kostar?

  6. Edda Magnúsdóttir

    26. September 2014

    Hæ Erna, veist þú hvort þessi farði er olíulaus?

    Kv, Edda