fbpx

Spurning & Svar – Hyljari

Bobbi BrownmakeupMakeup TipsShiseidoSmashbox

Ég er enn að svara spurningum í gegnum forsíðuborðann á Trendnet og mér finnst gaman að velja úr spurningar sem ég held að gætu brennt á fleirum og birta þær og svörin mín hér inná síðunni. Ég var sérstaklega ánægð með spurninguna sem ég ætla að svara hér fyrir neðan – því ég hef oft fengið hana og ég var einmitt búin að hugsa mér að taka sérstaklega fyrir hyljara hér á RFJ innan skamms.

Spurning:

Sæl, mig langaði að spyrja þig hvernig ég get fengið baugahyljarann minn til þess að endast lengur framan í mér? Ég nota Photo Finish primer frá Smashbox og set svo hyljara frá Mac yfir en mér finnst alltaf eins og hann hverfi á fyrsta klukkutímanum, sama hversu mikið ég set. Ertu með einhverja lausn fyrir mig?

Bkv. Unnur

Svar:

Hæ Unnnur! mig langar að deila með þér lausninni sem ég nota á hverjum einasta degi. Lausnin mín felst í því að setja púður létt ofan á hyljarann. Á hverjum degi set ég fyrst á mig rakakrem svo er það annað hvort farði eða BB krem sem fer yfir alla húðina. Því næst set ég hyljara – ég nota Tinted Eye Brigtener frá Bobbi Brown í augnablikinu – ég set hyljarann á handabakið mitt og nota svo fingurna til að doppa hyljaranum yfir svæðið sem ég vil fela. Ef þú strýkur hyljaranum yfir svæðið er hætta á því að þú strjúkir hann alltaf í burtu. Svo tek ég litalausa púðrið mitt frá Shiseido og doppa því létt yfir hyljarann með þunna púðanum sem fylgir og þannig finnst mér ég festa hann vel. Ef mér finnst ég þurfa að hylja svæðið meira þá endurtek ég þessi tvö skref. Ég var mjög lengi að finna púður sem mér fannst nógu þunnt og létt til að nota undir augun, sum púður finnst mér setjast svo í línur og vera svo augljós – eftir mikla leit fann ég þetta og það er fullkomið, það besta við það er að það er alveg ósýnilegt! Eftir að ég byrjaði að nota þetta púður þá þarf ég ekki að pæla í hyljaranum mínum hann er bara þar sem hann á að vera allan daginn;)

Eins langar mig að benda þér á því þú segist nota primerinn frá Smashbox að þá er merkið einnig með sérstakan Under Eye Primer sem er sérstaklega gerður til að kæla svæðið undir augunum, draga úr þreytu og svo bætir hann endingu vörunnar sem þú setur yfir hann. Mér finnst hann virka vel í kringum augun, hann er eilítið þykkari en Photo Finish aðalprimerinn sem ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um. 

Vona að þetta ráð mitt henti þér!

EH

Varalitadagbók #14

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. --

    27. April 2013

    Hvað kostar púðrið frá shiseido og er bobbi brown hyljarinn góður?
    Hvaða baugafelari finnst þér bestur sem hylur bæði vel og er líka svona ”brightener”?

  2. Inga Rós

    28. April 2013

    Er enn í leit að hinum fullkomna hyljara fyrir baugana mína, ég er m. frekar dökka bauga sem virðast vera genatengdir og það felur enginn hyljari þá fullkomlega, amk sem ég hef prufað hingað til. Cover All Mix frá Make Up Store kemst næst því að fela þá en mér finnst colorblocking effectið virka vel, þ.e. rauði hyljarinn á blámann undir augunum og græni á rauð svæði t.d. í kringum nebbann. Svo er möst að púðra aðeins yfir einmitt. Xoxo