Ég er búin að fá nokkrar mjög skemmtilegar spurningar til mín og sú næsta sem mig langar að deila með ykkur er varðandi eyeliner…
Spurning:
Góðan daginn. Ég elska eyeliner og mér finnst ótrúlega flott þegar stelpur eru með eyeliner. Ég hef verið að reyna að setja eyeliner á mig en ég er alltaf í vandræðum með að hafa það jafnt og flott. Ég er sérstaklega hrifin af cat eye og svona dáltið ‘rúnað’ (held ég). Spurningin mín er sú, er eitthver sérstök lögun á eyeliner sem hentar betur t.d minni eða stærri augum. Og hvernig gerir maður fullkominn eyeliner?
Kveðja, Ása Bríet.
p.s ég nota eyeliner frá Maybeline (eyestudio)
Svar:
Mig langar fyrst að svara spurningunni um spíss eyelinerinn en hér á myndinni hér fyrir neðan sérðu tvær aðferðir sem hafareynst mér mjög vel í gegnum tíðina.
Að nota límband sem skapalón:
Að marka útlínur spíssins og fylla svo inní:
Þegar kemur að því að gera hinn fullkomna eyeliner þá finnst mér alltaf gott að hafa í huga að minna er meira. Hafðu línuna eins mjóa og þú mögulega getur og svo þykkirðu hana bara eftir því sem þér hentar, það er einfaldara að bæta á en taka af. Passaðu að byrja á því að passa uppá að pensillinn sé alveg upp við augnhárin – þannig það myndist ljós lína á milli augnháranna og eyelinersins. Því það sem eyeliner getur gert líka ef hann er rétt settur á er að gefa augnhárunum aukna þykkt. Byrjaðu á línunni á miðju augnlokinu og færðu þig smám saman útað ytri augnkróknum og mundu að klára alveg línuna því annars getur augað virkað minna en það er. Farðu síðan innst í innri augnkrókinn og dragðu línu þaðan og að þeirri sem þú byrjaðir á fyrst. Það getur verið erfitt að ná línunni jafnri í innri augnkróknum en með því að horfa niður og í áttina að ytri agunkrónknum á sama auga verður húðin þar alveg slétt. Ef ég ætla að setja spíss á eyelinerinn minn þá byrja ég fyrst á því að gera línurnar jafnar báðum megin og geri svo spíssinn.
Hér eru svo nokkur almenn ráð um eyeliner sem geta reynst vel:
- Hvílið olnbogann á flötu yfirborði þegar þið setjð á ykkur eyeliner ef þið eruð óstöðugar.
- Það getur verið gott að horfa niður þegar eyeliner er settur á svo augnsvæðið sé alveg slétt – engar misfellur sem geta skemmt fyrir.
- Ef þið eruð með munninn opinn og alveg slakan á meðan þið setjið á ykkur eyeliner er sagt að það slakni á vöðvunum í kringum augun sem auðveldar ásetninguna.
- Byrjið alltaf á því að setja eyeliner á handabakið ykkar til að athuga hvort það sé í lagi með hann.
- Ef þið notið eyeliner blýant er gott að nudda oddinum á handabakið til að mýkja hann áður en þið setið hann á augun.
- Það getur verið sniðugt að setja augnskugga í svipuðum lit og eyelinerinn ykkar undir hann – þá gerir ekkert il hvort hann sé smá skakkur eða ekki. Þetta hentar þó bara þegar þið viljið fá smá smoky áferð á eyelinerinn ykkar.
En svo getur verið að þú þurfir líka að finna pensil sem hentar þér. Mér finnst líklegt að þú sért að tala um gel eyelinerinn frá Maybelline… pensillinn sme fylgir með honum finnst mér fínn en ég er reyndar hrifnari af eyelinerpensli sem ég á frá MAC sem er nr. 209, hann er langur og mjór og alveg kringlóttur.
Þegar kemur að lögun augna þá eru til alls konar ráðleggingar varðandi það – sumar finnst mér vit í og sumar átta ég mig ekki á. En fyrst og fremst er ég þeirrar skoðunar að við vitum sjálfar hvernig eyeliner fer okkar augum og það fer dáldið eftir því hvað okkur finnst flott. Ég hef eitt ansi mörgum kvöldstundum í að fara í gegnum alls konar myndir af eyeliner og prófað mig svo áfram einhverja rólega kvöldstund. Hvet þig til að gera það!
Vona að þessi ráð komi að góðum notum:)
EH
Skrifa Innlegg