fbpx

Spennandi nýjungar frá YSL

Ég Mæli MeðFallegtHúðMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Maður gæti nú haldið að þeira hjá YSL væru nánast búnir með kvótann sinn fyrir nýjungar næsta árið alla vega. En alls ekki – það er sannarlega allt á fullu hjá merkinu og hver nýjungin á fætur annarri hafa verið að vekja athygli um heim allan og þær fara sannarlega ekki framhjá okkur hér á Íslandi!

Í dag á að fagna þessum nýjungum með smá hófi í verslun Hagkaup Kringlunnar á milli 19:00 og 21:00. Ég mæli svo sannarlega með því að þið kíkið við ef þið hafið áhuga á því. Á kynningunni verða gefins sýnishorn, allir sem versla eiga séns á að fá veglegan glaðning frá merkinu og já það er 20% afsláttur af öllum YSL vörum ;)

Vörurnar sem verða í aðalhlutverki hjá merkinu og þessar spennandi nýjungar en ein þeirra er alveg glæný í snyrtivöruheiminum. Mig langar að segja ykkur aðeins betur frá þeim og gera ykkur kannski jafn spenntar og ég er fyrir þeim….

3365440792050_touche-eclat-collector_Alt1

Touche Éclat Rock Lace – takmarkað magn

Reglulega kemur gullpenninn sem er þekktasta förðunarvara merkisins og uppskriftin af formúlunni er ein sú elsta í heiminum í sérstökum umbúðum. Umbúðirnar í ár finnst mér alveg svakalega flottar og þær flottustu sem ég hef séð í langan tíma. Varan kemur í takmörkuðu upplagi í þessum umbúðum svo ef ykkur líst á hann eða vantar áfyllingu á vöruna í ykkar snyrtibuddu þá er þetta tíminn. Gullpenninn – fyrir ykkur sem ekki þekkið hann – er þessi einstaka förðunarvara sem hylur, fullkomnar áferð og dregur úr þreytu í húðinni með einstakri endurkaststækni sem er inní formúlunni.

YSL-Touche-Eclat-Primer-Perfector-2015 (1)

 Touche Éclat Blur Primer og Touche Éclat Blur Perfector

Blur krem og blur primerar eru nýjungar í snyrtivöruheiminum. Hér er um að ræða eins konar primera sem eru þó í flestum tilfellum léttari en primerar. Blur kremum er ætlað að blurra út ójöfnur í húðinni eins og fínar línur, stórar svitaholur og ójöfnur. Ég lofa nánari útlistun á blur kremum í næsta Reykjavík Makeup Journal en ég er einmitt að vinna í þeirri grein í þesum töluðu orðum og að sjálfsögðu verða þessar tvær vörur partur af umfjölluninni. Blur Primerinn sjáið þið þarna í löngu flöskunni. Hann er mjög þéttur í sér og gel kenndur og er í pumpu. Áferðin er mjög falleg en það er létt glimmer áferð sem gefur húðinni frísklegt yfirbragð og endurkastar birtu af húðinni á fallega hátt – og þess vegna er hann frábær viðbót í ljómalínuna Touche Éclat. Húðin verður sérstaklega mjúk þegar primerinn er kominn á húðina – alveg bara svona silkimjúk. Áferðin er svakalega flott og blur primerinn gerir það að verkum að það er mun auðveldara að bera farða á húðina því áferðin er bara fullkomin. Svo að sjálfsögðu eykur blur primerinn endingu grunnförðunarvaranna.

Svo er það glænýja og einstaka nýjungin á markaðnum Blur Perfector. Hér er á ferðinni vara sem verður án efa á stuttum tíma leyndarmál makeup artista víða um heim allan. Hér er Blur krem sem er í compacti eða boxi sem ég hef ekki séð áður svo ég muni eftir. Hér er einnig blur krem sem er hægt að nota á þrenna vegu – sem grunn, sem vöru til að fullkomna áferð húðarinnar á lokastigum förðunarinnar og sem vöru til að fríska uppá áferð húðarinnar yfir daginn, jafna hana og fullkomna en frekar. Persónulega er ég alveg svakalega hrifin af þessari vöru og ég hlakka til að falla almennilega fyrir henni. Að mínu mati er þessi ómissandi í brúðarfarðanir sumarsins og verður alla vega í mínu kitti! Blur Perfector er svakalega létt í sér og gerir áferð húðarinnar mjúka og mjög áferðafallega. Með þessari vöru verður húðin geislandi og með fullkomna áferð.

Endilega kíkið við í Hagkaup Kringlunni í kvöld og lítið á þessar fallegu vörur – sjón er sögu ríkari. Sjálf vona ég að ég nái að safna styrk og koma líka en ég fór lasin heim úr vinnunni en langar fátt meir en að koma og hitta allar yndislegu dömurnar hjá YSL og fleiri til. HÉR getið þið meldað ykkur á viðburðinn í gegnum Facebook.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Kvíði á meðgöngu...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Harpa

    17. April 2015

    Eru vörur með svona miklu sílikoni ekkert óhollar fyrir húðina?

    • Góð spurning og pæling hjá þér Harpa:) Miðað við mína reynslu og það sem ég hef lesið mér til þá er held ég að það sé gott að segja að allt er gott í hófi;) En sílikon er „stórt“ efni að það fer aldrei inní húðina – það situr á yfirborði hennar og þar af leiðandi gerir það það af verkum að t.d. raki og næringarefni sem við berum á húðina á undan helst betur inní húðinni og hún nær að nýta þau efni betur. Sömuleiðis gerir það það af verkum að farðinn og grunnförðunarvörurnar sem við setjum á húðina endist lengur því hún dregur þær ekki inní sig – sama má segja um óhreinindi í umhverfinu eins og mengun sem er kostur. En hins vegar getur sílikonið þar sem það er að fylla uppí ójöfnur eins og svitaholur komið í veg fyrir að húðin geti andað og skilað óhreinindum á yfirborðið eins og svita og olíu. En það er ein einföld leið til að koma í veg fyrir það og það er að þrífa húðina vel eftir hverja notkun – þá ætti allt að fara vel og engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur :)

      • Harpa

        17. April 2015

        Takk fyrir greinargott svar.