fbpx

Spennandi nýjung frá Smashbox

Á ÓskalistanumFörðunarburstarmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

Ég er vandræðalega spennt fyrir alls kyns förðunarvörunýjungum eins og þið ættuð nú mögulega að vita. Ein af þessum nýjungum sem ég verð að kíkja á sem fyrst er nýr förðunarbursti frá Smashbox. Burstinn er sérstakur að því leitinu til að hann er í raun þrír burstar í einum – en hann gefur þrjár mismunandi áferðir á húðina.

c286e7295abab4fc904e3726ba74ac9a

Pælingin með burstanum er voðalega einföld og sniðug:

1 smellur gefur þétta þekju
2 smellir gefa miðlungs þekju
3 smellir gefa létta þekju

Þið sumsé snúið bara rauða hringnum og parið hvíta strikið við þá áferð sem þið kjósið. Ég held ég myndi nota mest miðlungs þekju sú stærð minnir mig mest á uppáhalds Duo Fibre burstana mína sem eru frá Real Techniques og MAC.

Burstinn er að sjálfösögðu Duo Fibre bursti sem má nota í allar tegundir farða og púður. Hér er líka pælingin að þið getið nota þennan sama bursta í alla grunnförðunina og notað þá léttu þekju stillinguna t.d. fyrir mattandi púður, skyggingar og kinnalit. Munið að hafa í huga að það er nauðsynlegt að þrífa förðunarburstana reglulega til að passa uppá hreinlæti. Smashbox mælir með því að þessi bursti sé þrifinn einu sinni í viku ef þið notið hann í fljótandi farða en aðra hverja viku ef þið notið hann í púður.

e4661bc748c2927c3765e9811a35bf33

Í lokin verð ég að koma því að fyrir áhugasamar að Full Exposure pallettan kom með burstanum í sendingunni. Ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir útaf pallettunni sem hefur komið tvisvar áður en alltaf rokið út ur búðum strax. Pallettan er mjög stór inniheldur 14 augnskugga – 7 matta og 7 sanseraða. Ég hef notað þessa ótrúlega mikið og finnst hún án efa skyldueign förðunaráhugafólks. Pallettan er ekki eins og er í föstu úrvali hjá merkinu og því er líklegt að þetta sé í síðasta sinn sem okkur gefst kostur á að kaupa hana – vonandi kemur hún samt aftur en ef ég væri þið myndi ég ekki taka sénsinn. Ég fékk pallettuna mína þegar hún kom fyrst ég hef sjaldan notað eina pallettu svona mikið og ég hef lánað hana nokkrum sinnum til vinkvenna sem þurftu á henni að halda fyrir brúðarfarðanir ;)

b2f0a24bec659a651ac112cf213dbdb1

HÉR getið þið séð færslur sem ég hef áður skrifað um palletuna.

Fyrst það eru líka Fríhafnardagar í Hagkaupum um helgina – byrja í dag og eru til 14. júlí – þá er um að gera að næla sér í fallegar nýjungar í snyrtibudduna. Pallettan kostar milli 7 og 8.000kr og með afslætti verður verðið auðvitað bara brillíant! Smashbox fáið þið í Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Holtagörðum.

EH

Áfram íslensk hönnun!

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Kara Elvarsdóttir

    10. July 2014

    Mér finnst Full Exposure svooo girnileg en er búin að sjá svo rosalega misjafna dóma um hana, að litirnir séu svo lítið pigmentaðir og skili sér illa á augun. Sá reyndar að lúkkið sem þú gerðir með henni kom sjúklega vel út, en eru allir litirnir í henni svona pigmentaðir? :)

    • Þeir eru allir æði – ég hef samt bara séð góða dóma um hana skrítið… en mér finnst samt ekki áherslumál að litirnir séu með ofursterkum pigmentum. Býður uppá miklu meiri möguleika að vera með millisterk pigment og geta þá bæði þétt litina og haft þá léttari það finnst mér alla vega. En þessi er að koma rosalega vel út alltaf þegar ég nota þá. Ég er að nota þessa miklu meira heldur en Naked 2 pallettuna t.d. í brúðarförðunum þar sem mörgum brúðum finnst hún of sterk :)

      • Kara Elvarsdóttir

        10. July 2014

        Já gott reyndar að geta byggt litina upp – ég allavega stóðst ekki mátið í Hagkaup áðan og skellti mér á svona! :) hlakka til að byrja að leika með hana

  2. Anna

    11. July 2014

    Verd bara ad spurja, færdu borgad, i peningum eda vorum fyrir ad kynna vørur og budir eda eru tetta bara vorur sem ter likar og færd ekkert greitt fyrir ad kynna?

    • Já velkomið að forvitnast:) en nei ég tek ekki við greiðslu fyrir neitt sem ég skrifa hef aldrei viljað það og það mun aldrei breytast:) ég fæ oft send sýnishorn af vörum eða nýjungum og ef ég skrifa um sýnishornin tek ég það fram neðst í hverri færslu. Hér td er ekkert slíkt þar sem ég er einungis að skrifa um vöru sem mig langar að prófa en hef ekki prófað – burstinn er á óskalistanum og ég sá að hann væri kominn í búðir og skrifaði því um hann;) en ég skrifa fyrst og fremst um það sem mér líkar við og það sem ég mæli með – það er miklu skemmtilegra. Ég er förðunarfræðingur með mikinn àhuga á förðunarvörum og öllu sem þeim heimi tengist. Reykjavík Fashion Journal er fyrst og fremst förðunarblogg og hér vil ég endilega hafa sem mest af úrvali af vörum fyrir alla til að lesa um:) ég met alltaf vörur útfrá gæðum en ekki verði og vona að allir geti þannig notið góðs af skrifunum:) ég segi alltaf mína akoðun á vörum því lofa ég:)

      En með sýnishornin þá losa ég mig reglulega við þau, ég gef mikið til góðgerðamála og fólks í kringum mig og samhliða fatamarkaði sem ég stefni á að vera með í ágúst ætla ég að gefa lesendum kost á að gramsa í þeim og velja sér:) endulega fylgst með því ef þú hefur áhuga – auglýsi dagsetningu þegar hún kemst á hreint:)

      • Anna

        12. July 2014

        Ok, bara ad forvitnast, er ordin svo leid a bloggum sem skrifa bara um vorur sem borgad er fyrir. Fràbært ad vita ad tetta er eithvad sem tu mælir med af tvi ad tetta eru godar vorur, ekki bara eithvad sem buid er ad borga fyrir:)

  3. Ragnheiður S.

    11. July 2014

    Ég hljóp(næstum því bókstaflega) í Hagkaup í gærkvöldi, rétt fyrir 20.30, og nældi mér í eitt stk. Ég borgaði 7170kr fyrir hana :)
    Langaði bara að koma verðinu á framfæri fyrir þær sem væru að velta því fyrir sér :)

    • Já verðið er bara snilld! Sérstaklega á Tax Free! Fyrir áhugasamar eru örfáar eftir kíkti á hana í dag og þá voru samtals um 10 stykki eftir…:)