Ég er vandræðalega spennt fyrir alls kyns förðunarvörunýjungum eins og þið ættuð nú mögulega að vita. Ein af þessum nýjungum sem ég verð að kíkja á sem fyrst er nýr förðunarbursti frá Smashbox. Burstinn er sérstakur að því leitinu til að hann er í raun þrír burstar í einum – en hann gefur þrjár mismunandi áferðir á húðina.
Pælingin með burstanum er voðalega einföld og sniðug:
1 smellur gefur þétta þekju
2 smellir gefa miðlungs þekju
3 smellir gefa létta þekju
Þið sumsé snúið bara rauða hringnum og parið hvíta strikið við þá áferð sem þið kjósið. Ég held ég myndi nota mest miðlungs þekju sú stærð minnir mig mest á uppáhalds Duo Fibre burstana mína sem eru frá Real Techniques og MAC.
Burstinn er að sjálfösögðu Duo Fibre bursti sem má nota í allar tegundir farða og púður. Hér er líka pælingin að þið getið nota þennan sama bursta í alla grunnförðunina og notað þá léttu þekju stillinguna t.d. fyrir mattandi púður, skyggingar og kinnalit. Munið að hafa í huga að það er nauðsynlegt að þrífa förðunarburstana reglulega til að passa uppá hreinlæti. Smashbox mælir með því að þessi bursti sé þrifinn einu sinni í viku ef þið notið hann í fljótandi farða en aðra hverja viku ef þið notið hann í púður.
Í lokin verð ég að koma því að fyrir áhugasamar að Full Exposure pallettan kom með burstanum í sendingunni. Ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir útaf pallettunni sem hefur komið tvisvar áður en alltaf rokið út ur búðum strax. Pallettan er mjög stór inniheldur 14 augnskugga – 7 matta og 7 sanseraða. Ég hef notað þessa ótrúlega mikið og finnst hún án efa skyldueign förðunaráhugafólks. Pallettan er ekki eins og er í föstu úrvali hjá merkinu og því er líklegt að þetta sé í síðasta sinn sem okkur gefst kostur á að kaupa hana – vonandi kemur hún samt aftur en ef ég væri þið myndi ég ekki taka sénsinn. Ég fékk pallettuna mína þegar hún kom fyrst ég hef sjaldan notað eina pallettu svona mikið og ég hef lánað hana nokkrum sinnum til vinkvenna sem þurftu á henni að halda fyrir brúðarfarðanir ;)
HÉR getið þið séð færslur sem ég hef áður skrifað um palletuna.
Fyrst það eru líka Fríhafnardagar í Hagkaupum um helgina – byrja í dag og eru til 14. júlí – þá er um að gera að næla sér í fallegar nýjungar í snyrtibudduna. Pallettan kostar milli 7 og 8.000kr og með afslætti verður verðið auðvitað bara brillíant! Smashbox fáið þið í Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Holtagörðum.
EH
Skrifa Innlegg