Jæja nú er ég alveg orðin dauðþreytt í augunum eftir að hafa setið alltof lengi í einu og rýnt í tölvuskjáinn og talið saman hvaða snyrtivörur eru ómissandi í snyrtibuddum lesenda minna – eða alla vega þeirra sem tóku þátt í smá könnun sem ég gerði inná Facebook síðu REYKJAVÍK FASHION JOURNAL. Þetta er svo sem kannski góð æfing þar sem það styttist í að ég fer að kalla í innsendingar um hvaða snyrtivörur hafa skarað fram úr á árinu sem er alveg að klárast – eins og ég gerði í fyrra :)
En alls voru um 300 atkvæði – ég var ekkert smá ánægð með viðtökurnar TAKK! En hér er útkoman.
Mér finnst mjög gaman að sjá þennan lista einmitt allar þessar vörur eiga heima í minni snyrtibuddu og mér fannst sérstaklega gaman hversu margar tóku fram rakakrem og varasalva – ætli það sé ekki kannski líka árstíminn :) Varan sem ég gaf atkvæði mitt var ekki þar af kannski praktískum ástæðum helst vegna fegrunaráhrifanna sem mér finnst hún hafa á mig.
En varan sem ég get ekki verið án….
… er kinnalitur!!
Jebb mér finnst kinnalitur fullkomna förðunina mína, mér finnst ég aldrei vera tilbúin nema kinnaliturinn sé kominn í kinnarnar. Ég nota nú mjög mikið krem kinnaliti en þegar kemur að púðurkinnalitum jafnast fátt á við Diorblush litina að mínu mati. Pigmentin í litunum eru bara svo falleg og sterk en samt svo falleg en lykillinn að fallegum roða er bara að – BLANDA, BLANDA, BLANDA. En með því að nota hringlaga hreyfingar náið þið að eyða útlínum kinnalitarins og útkoman verður náttúrulegri.
Til að ná að setja kinnaltinn á hárréttan stað þurfið þið lítið annað að gera en að setja eitt stórt bros á andlitið ykkar svo epli kinnanna standi út og setjið litinn beint á það svæði og notið svo bursta (ef þið eruð með púðurlit) til að blanda honum betur saman við grunninn eða fingurna ef þið eruð með kremkinnaliti – eins gætuð þið líka notað svamp í kremkinnalitina.
Hér er ég með Diorblush kinnalit í litnum Dazzling Sun nr. 581. Ég heillast alltaf af svona skrítnum litum sem margar konur forðast, ég veit ekki hvað það er en mér finnst þeir bara alltaf lang flottastir og mér finnst svo gaman þegar vörur koma á óvart. Eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan er liturinn mjög appelsínugulur en þegar hann kemst í snertingu við húðina verður hann alveg einstaklega fallegur og gefur mikinn hlýleika yfir andlitið eða það finnst mér alla vega.
… og já! þetta er kinnaliturinn sem ég er með í bareSkin færslunni sem margar ykkar hafa verið að forvitnast um á síðustu dögum :)
En hvernig líst ykkur á listann hér fyrir ofan – eruð þið sammála? Ef þið viljið bæta einhverju við þá endilega gerið það í athugasemdum við þessa færslu.
Seinna í dag birti ég svo nafn þeirra sem fá BonBon ilminn frá Viktor and Rolf en sigurvegararnir eiga nefninlega kost á að nálgast vinninginn til mín í dag fyrir framan Hagkaup í Kringlunni þar sem ég verð þar að kynna hann á Miðnæturopnun Kringlunnar!
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg