Ég ákvað að líta aðeins yfir farinn veg á síðunni og taka saman fyrir ykkur eins konar snyrtivöruannál úr því sem ég hef skrifað á síðunni fyrir árið 2014. Það er ótrúlega gaman að fara yfir gamlar færslur og rifja skemmtilegar færslur upp og sjá líka mjög myndrænt hvernig ég sjálf hef þróast yfir árið og þá sérstaklega augabrúnirnar mínar! ;) En ég tók sumsé saman svona það helsta sem gerðist í heimi snyrtivara og farðana á árinu sem er nú að líða og ég vona að ykkur lítist vel á og ég vona að þið nennið fyrst og fremst að lesa ykkur í gegnum þetta!
Ég einsetti mér það markmið í byrjun ársins að einblína mikið á húðina og fræða lesendur um góðar húðvörur og mikilvægi húðhreinsunar fyrir húðina sjálfa. Ég tók eftir því að ég var mjög mikið að predika húðdekur sem er eitt af mínum uppáhalds orðum og uppáhalds stundum sem ég á með sjálfri mér og húðinni. Ég vona því innilega að ég hafi náð að smita frá mér og sýkt ykkur af þessari húðdekurbakteríu minni. Í lok ársins 2013 var það komið á hreint að söngkonan Rihanna yrði næsti talsmaður Viva Glam varalitanna frá MAC. Með sölu á litunum safnar þetta flotta snyrtivörumerki í MAC Aids Fund og fer allur ágóði af sölu varalitanna í sjóðinn. Á hverju ári er útnefndur nýr talsmaður sem sendir venjulega frá sér 2 liti yfir árið sem eru þá eingöngu fáanlegir það ár. Fyrri liturinn hennar Rihönnu er fallegur og bjartur rauður litur með bleiksanseruðum undirtóni, sá seinni er meiri 90’s litur og er brúntóna en hann kom í sölu hér á Íslandi í haust. Í byrjun ársins voru kynnt til leikt tvö snyrtivöruverðlaun – verðlaun lesenda Reykjavík Fashion Journal og NUDE Beauty Awards sem voru veitt af NUDE Magazine. Bæði verðlaunin vöktu mikla athygli og vörur sem hlutu verðlaunin nutu mikilla vinsælda í kjölfarið hjá íslenskum konum. Reykjavík Fashion Journal verðlaunin verða veitt aftur á nýju ári og sem fyrr eru það lesendur sem velja vörurnar, á síðast ári voru það vörur á borð við BB kremið frá Garnier, Real Techniques förðunarburstarnir og Guerlain sólarpúðrið sem unnu til verðlauna en þau má skoða í heild sinni hér – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL VERÐLAUNIN.
Nýjar vörur mættu til leiks í byrjun ársins þar má helst nefna Serum augnháravörurnar frá Gosh – bæði maskari og næring, St. Tropez sendi frá sér stórkostlega flottar nýjungar og styrkti stöðu sína sem mínar uppáhalds sjálfbrúnkuvörur, Oval burstarnir frá MAC komu til landsins ásamt Twist Up the Volume maskaranum frá Bourjois. Svarti varaliturinn sem kom í Punk Couture línunni frá MAC gerði allt vitlaust svo vitlaust að meirað segja Ísland í dag mætti í heimsókn þegar línunni var launchað. En auk þess lét fyrsta línan sem söngkonan Gwen Stefani hannaði fyrir OPI sjá sig hér á Íslandi. Vorlínur merkjanna byrjuðu að mæta í búðir og ég byrjaði á því að fjalla um vorið frá Dior en lína ársins nefndist Trianon og innihélt eitt af mínum uppáhalds naglalökkum í sumar sem er pastelblátt og úr varð að það var eitt vinsælasta naglalakkið á Íslandi síðasta sumar.
Af stjörnunum má nefna Amber Heard sem þótti skarta bestu förðuninni og hárinu á Golden Globes hátíðinni. Á Grammy verðlaununum var gull í forgrunni förðunartrendanna í takt við verðlaunaseasonið að sjálfsögðu og þótti mönnum söngkonan Beyonce bera af og þá sérstaklega fyrir fallegan varalit.
Ég hóf leit af förðunartrendum sumarsins – ein alltaf aðeins of snemma í þessu en það er ekki í boði að byrja að pæla of seint í svona hlutum. Útfrá þeim sýningum sem ég hafði þá farið yfir voru bjartar varir áberandi og úr varð að það var eitt stærsta trendið og varaliturinn virðist enn sem komið er ætla að sitja sem fastast þrátt fyrir að allar spár bentu til að varaglossar myndu taka sæti þeirra árið 2014.
Febrúar byrjaði með látum hjá mér en í lok janúar hélt leið mín til Kaupmannahafnar þar sem ég var gestur L’Oreal á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég fylgdist með ekki ómerkari listamanni en Anne Staunsager baksviðs hanna trendin fyrir þetta flotta merki en í aðalhlutverki var fínleg og fáguð húð og kvenlegur elegans og ljómi. Á tískuvikunni voru það nýjar vörur frá L’Oreal, Infallible farðinn, So Couture maskarinn og Nutri gold olíukremið sem voru mest áberandi baksviðs og urðu þetta þrjár af vinsælustu vörum ársins hjá merkinu hér á landi og ég er alveg þar með í liði enda frábærar vörur sem auðvelt er að mæla með!
Af nýjum vörum bar hæst þegar nýjungar frá förðunarburstamerkinu Real Techniques mættu til landsins. Í byrjun árs bárust fréttir af nýjum hönnuði hjá merkinu en það var Nic litla systir Samönthu Chapman og hinn helmingur Pixiwoo duo-sins sem bættist í teymið. Nýju vörurnar eru Miracle svampurinn og Retractable burstarnir, tveir fyrir húðina og einn fyrir varir og auk þess kom silicon eyelinerbursti. Hjá Make Up Store var marmaratrendið alls ráðandi eins og í innanhúsmunum og fallegir marmaraaugnskuggar bættust í úrvalið hjá þessu skemmtilega merki. Ekki nóg með alla augnskuggana en þá mætti líka nýr og frábær þykkingarmaskari í hús hjá dömunum í Make Up Store og ég skellti að sjálfsögðu í færslu þar sem augnhárin mín minntu helst á kongulóaarma. Vorið er aldrei fyllilega komið fyr en ilmir frá tveimur merkjum láta sjá sig og annað þeirra er hann vinur minn Marc Jacobs. Í ár voru ilmirnir tveir báðir Daisy og sagði ég að sjálfsögðu frá komu þeirra á blogginu enda veit ég að mörgum líður eins og mér með það. Sumarlínan frá OPI mætti í hús, sumarlínurnar frá þessu fallega naglalakkamerki eru alltaf stórar og veglegar og í ár einkenndist hún af björtum og flottum litum. Mini settin frá merkinu eru alltaf vinsæl og í ár komu tvær týpur sem seldust um leið upp og þær snertu hillurnar.
Ég nýtti mánuðinn til að kynna mér tvö ný merki og til að kynna þau fyrir lesendum. Ég er farin að velja dáldið merkin sem ég bæti við í umfjallanir hér og bæði merkin eiga það sameiginlegt að vera þekkt fyrir mikil gæði og fagfólk sem stendur á bakvið þau. Vörurnar frá Blue Lagoon hafa sigrað hjarta mitt og eru maskarnir tveir frá þeim fastagestir á dekurkvöldum hjá mér og minni húð. Gæði merkisins eru óumdeilanleg og þarna fannst mér tími til kominn að komast að því hvað það var sem útlendingarnir eru svona svakalega hrifnir af – ég hefði nú betur kynnt mér þetta glæsilega merki fyr. En það er komið til að vera hér hjá mér :) Hitt merkið er fáanlegt í hinu dásamlega Madison Ilmhúsi og heitir By Terry. Merkið er ástfóstur Terry de Gunzborg sem er þekktust fyrir að hafa verið Creative Director hjá YSL og hannaði hún meðal annars hinn stórkostlega ljómapenna Touche Éclat. Merkið hennar er sérstaklega einfalt en þar er lögð áhersla á ofboðslega góðar snyrtivörur og mikil gæði. Það er allt fallegt hjá þessu merki sem er þekktast fyrir varanæringuna sían Baume de Rose.
Fleiri vorlínur létu sjá sig á landinu og þar fjallaði ég um vorlínuna frá Guerlain sem var ein af mínum uppáhalds á síðasta ári og frá Chanel sem í ár nefndist Notes de Printemps.
Í mars var orðið fyrirséð að CC kremin höfðu sigrað íslenskan markað og hjörtu íslenskra kvenna. Ég sat sveitt yfir því að svara fyrirspurnum um hver munurinn á BB og CC kremum er og skalf smá af hræðslu þar sem ég var alltaf að bíða eftir komu DD kremanna og þá þyrfti ég að læra allt uppá nýtt – blessunarlega hafa þau ekki látið sjá sig enn! En helsti munurinn er sem áður segir að BB kremin fullkomna grunninn, þau jafna yfirborð húðarinnar og eru eins og primer og litað dagkrem sett saman í eitt. CC kremin eru hins vegar að tækla litarhaft húðarinnar okkar, jafna það og gera fallegra.
Á þessum tímapunkti var orðið augljóst að tvær vörutegundir áttu eftir að vera vinsælli en aðrar meðal ungra kvenna á íslandi og það voru varasalvar en á þessum tímapunkti sönkuðu ungar dömur að sér EOS varasölvum og biðin eftir Baby Lips varasölvunum frá Maybelline styttist óðum. En svo voru það sandnaglalökkin sem OPI höfðu komið á kortið og gert að verkum að þau voru ómissandi í snyrtibuddum margra kvenna og þar á meðal mín, svipuð lökk fengust svo hjá Maybelline, Make Up Store, Gosh og Bourjois.
Af nýjungum má helst nefna hina sumarilmina sem færa mér sumarið og það eru þeir frá Escada. Í ár komu tveir ilmir frá merkinu, einn nýr og annar sem er sá vinsælasti frá merkinu frá upphafi það er skemmst að segja frá því að sá síðarnefndi hvarf hratt úr hillunum og eflaust einhverjar sem keyptu fleiri en eina flösku. Annars voru það tveir maskara og mjög ólíkir frá merkinu L’Oreal það var Miss Manga maskarinn sem gerir þykk og mikil augnhár og hins vegar So Couture maskarinn sem er einn sá besti sem ég hef nokkru sinni prófað. Ful Exposure pallettan frá Smashbox kom í fyrsta sinn til landsins og hefur komið nokkrum sinnum síðan þá. Ég sem mikill aðdáandi augnskugganna frá Smashbox skrifaði mikið um þessa flottu pallettu og mæli eindregið með henni en hún er mun meira notuð á mínu heimili en allir aðrir augnskuggar. Eight Hour kremið frá Elizabeth Arden hefur lengi verið talið eitt það besta sinnar tegundar og við buðum Eight Hour næturkremið velkomið í mars. Kremið sem er ríkt af lavander róar vitin og hjálpar með svefn – já það gerir það ég sver það! Mini lína frá OPI lét sjá sig sem nefnist Sheer Tints en lökkin voru glær með smá lit í og með þeim og hvítu undirlakki var hægt að gera fullkomnar pastelneglur. Í lok ársins 2013 sá ég þó sumarilminn minn, þann sem sigraði mig áður en ég fann ilminn af honum og í mars kom hann loksins í verslanir. Það er ilmurinn Dolce frá Dolce & Gabbana en mér finnst þetta merki gera bestu ilmina og ég var ekki svikin þarna, bæði dásamlegur ilmur og ein sú fallegasta flaska sem ég hafði augum litið.
Leikkonan Luptia Nyong’o sigraði hjörtu alls heimsins fyrir sitt fallega bros og verðlauna frammistöðu í kvikmyndinni 12 Years a Slave. Stjarnan skein skærast á rauða dreglinum fyrir Óskarinn í sínum fallega Öskubuskukjól og með hárgreiðslunni startaði hún dásamlegu hárbandatrendi. Ég held við getum allar orðið sammála um það að hér er á ferðinni ein fallegasta kona sem nokkru sinni hefur gengið inn rauða dregilinn. Seinna um árið var það svo tilkynnt að leikkonan fagra yrði nýtt andlit Lancome.
Af öðrum trendum þá var það orðið nokkuð ljóst að kókosolía var töfrabragð ársins og með henni má leysa hin ýmsu vandamál hvort sem það er að þrífa litla bossa eða bara leiðinlega maskara af augnhárum. Ég deildi með lesendum uppskrift af heimagerðum blautklútum sem ég gerði með kókosolíu sem ég notaði jafnt á bossann hans Tinna sem og augun mín – þó ekki sömu klútana. Contouring trendið tröllréð öllu sem hægt var og það megum við þakka vinkonu okkar Kim Kardashian. Contouring hefur löngum verið notað af fagfólki í bransanum til að ýkja andlitsdrætti og móta andlit á annan veg. Það ber að fara varlega í það og kannski fá smá hjálp. Ég sýndi nokkrar sýnikennslur á blogginu af því hvernig hægt væri að gera þetta með t.d. hyljara í grunninn án þess að þetta væri nú einum of. Svona mikið Contouring ætti þó ekki að nota dags daglega ;)
Umfjöllunum um vorlínur merkjanna á Íslandi lauk svo með French Ballerina línunni frá Lancome og línunni frá YSL. Báðar línur voru einstaklega fallegar, bjartar og léttar. Í mánuðinum kynnti ég svo nýja herferð merkisins Shiseido Men til leiks en herferðin fallega var tekin upp hér á Íslandi!
Það er nú ekki annað hægt að segja en að apríl hafi hafist með stæl í snyrtivöruheiminum hér á Íslandi en það var opnun vefverslunarinnar Nola.is sem mánuðurinn hófst. Hin einstaklega duglega og fallega vinkona mín Karin Kristjana startaði versluninni sem hefur fært mér dásamlegu húðvörurnar frá Skyn Iceland og Embryolisse og æðislegur vörurnar frá Sara Happ svo ekki sé minnst á merkin Anastasia Beverly Hills og ILIA sem mættu til landsins í lok ársins ásamt augnhárunum frá Modelrock Lashes. Ég get með sanni sagt að ég hafði ekki hugmynd um hverju ég var að missa af þegar ég kynntist þessum merkjum en vá hvað ég og húðin mín erum nú glöð að þær eru allar komnar svo nálægt okkur.
Af sigrum íslenskra snyrtivara á erlendri grundu ber helst að nefna Rich Nourishing Cream sem var tilnefnt í sínum flokki til dönsku fegurðarverðlaunanna sem eru þar í landi merk verðlaun sem eru veitt af nefnd sem samanstendur af virtasta fólkinu í fegurðarheiminum í Danmörku. Kremið sjálft er einstakt og er vel af þessum heiðri komið en það var einmitt valið það besta í sínum flokki í NUDE Beauty Awards.
Ég fylgdi eftir öllum helstu spám fegurðarmiðla og sagði frá einu af stærsta sumartrendinu eða spánni um það og það voru varaglossin. Flesti merki höfðu þá stefnt á að senda frá sér ný gloss með sérstaklega sterkum litapigmentum og í apríl létu glossin frá Shiseido og Dior sjá sig en þau síðarnefndu nefnast Dior Addict Fluid Stick og eru einstaklega vel heppnuð og ég vona að þau lifi góðu lífi hjá okkur og merkinu þó svo trendið hafi ekki náð að festa sig hér á landi eins og spár gerðu ráð fyrir.
Ný andlit snyrtivörumerkja voru kynnt til leiks, hin áðurnefnda Lupita fékk samning hjá Lancome, Zoe Zaldana bættist í hópinn hjá L’Oreal, Kate Upton tók við af nöfnu sinni hjá Bobbi Brown og Clémence Poesy sneri aftur sem andlit ilmvatnanna frá Chloé.
Af nýjungum sem ég kynnti til leiks á síðunni hjá mér ber fyrst að nefna nýtt ilmvatn That Moment frá drengjunum í One Direction. Strákahljómsveitin hefur svo sannarlega slegið í gegn í tónlistarheiminum og snyrtivörubransanum. Ég kynntist fyrst Masterline húðvörunum sem eru án paraben efna og kynnti þær eftir smá notkun á síðunni – í dag er fóta kælikremið í stöðugri notkun hjá mér og sérstaklega eftir langar vinnutarnir þar sem ég er iðulega á hlaupum. CC kremið frá Estée Lauder lét sjá sig og var mikið notað hjá mér um sumarið en það er eitt af þeim fáu sem er litlaust og aðlagar sig því alveg að litarhafti hverrar konu. Karl Lagerfield ilmvötnin urðu fáanleg á Íslandi en dömuilmurinn er fallegur blómailmur sem kemur í umbúðum sem minna sannarlega á manninn sjálfan. Le Lift kremið frá Chanel kom á íslenskan markað og naut mikilla vinsælda. Móðir mín prófaði kremið fyrir síðuna og henni líkaði það sérstaklega vel. Always Sharp 3D linerarnir voru í stöðugri notkun hjá mér en þeir eru með léttri sanseraðri áferð (líka til bara venjulegir) en aðal kosturinn við þá er að oddurinn er alltaf nýyddaður þegar maður skrúfar tappann af því það er yddari í tappanum!
Af mínu lífi þá voru pastellitaðar neglur alls ráðandi og á þessum tíma og restina af sumrinu lét ég ekki sjá mig án fallegra palstel nagla. Ég skellti permanenti í hárið mitt með hjálp snillingsins míns hennar Fíu og hef sjaldan verið jafn ánægð með mitt fallega hár. Loks eignaðist ég svo mitt fyrsta snyrtiborð en það varð svo að víkja í flutningum fyrir tveimur stórum kommóðum sem standa nú inní herbergi stútfullar af gómsætum vörum.
Loks opnaði önnur vefverslun en það var hin yndislega Heiðdís Austfjörð glimmer drottning Norðurlandsins sem færði okkur breska vörumerki Sleek til landsins. Vörurnar sameina gott verð og gæði og þær hafa notið mikilla vinsælda hjá dömunni ég t.d. nota Face Form pallettuna frá henni á hverjum degi. Seinna meir bættust svo augnhárin frá Social Eyes í úrvalið og nú er hún komin með glimmermerki en ekki hvað og burstamerki sem er væntanlegt!
Þegar ég byrjaði að týna til efnið sem ég var að skrifa um í maí þá hugsaði ég til að byrja með nei þetta verður ekkert sérlega langur kafli hjá mér en mér skjátlaðist og það alveg hrikalega því það var svo sannarlega nóg að gerast í fegurðarheiminum hjá okkur.
Til að byrja þetta með stæl og sýna hvað var svo sannarlega nóg að gera þá ætla ég að byrja á nýjungunum. En ein af mínum uppáhalds var ilmandi lausa sólarpúðrið hjá Make Up Store, það var svo frískandi á sumrin með léttum og skemmtilegum ilm. Red Cherry augnhárin fengust loks á Íslandi og voru það tvær ungar dömur sem tóku sig til og hófu að selja augnhárin á Facebook á rosalega flottu verði og þá loks voru flott augnhár á góðu verði í úrvali fyrir okkur nú hafa fleiri merki bæst í hópinn og úrvalið er sérlega gott. Rouge Edition Velvet litirnir frá Bourjois mættu og þá voru loks til mattar varavörur í ódýru deildinni en litirnir eru í formi litsterkra og þunnra glossa sem eru borin á með svampbursta. Miracle Air de Teint kom fyrst í umfjöllun hjá mér en þessi farði var einn sá fyrsti sinnar tegundar í snyrtivöruheiminum, einn svona ofurléttur, með þéttri áferð og einstaklega endingargóður og flottur. Frá Shiseido þá mættu fyrst sumarvörurnar en þar voru litríkir kremaugnskuggar sem ég setti alla saman í eina færslu til að sýna hvers megnugir þeir voru og til að gefa smá hugmyndir um allar mögulegu leiðirnar sem eru í boði til að nota þá. Sheer Eye Zone Corrector ljómapennarnir frá merkinu nutu líka mikilla vinsælda og ég hef notað mína stöðugt eða þar til ég kláraði þá upp til agna! Vörurnar frá Sara Happ mættu í nola.is og ást mín á varaskrúbbnum hófst í dag er þetta enn ein af þeim vörum sem ég nota mest og ég er enn á fyrstu krukkunni sem ég keypti mér í maí. Forever CC kremið frá YSL kom fyrst fyrir hjá mér, kremið er létt og sérstaklega áferðafallegt og í lok sumarsins endaði það svo í fyrsta sæti á Topp 10 listanum mínum yfir uppáhalds CC kremin mín. Nýjar línur frá MAC voru samtals fjórar en línan Maleficent til heiðurs samnefndri kvikmynd kom til landsins í takmörkuðu upplagi ásamt Proenzu Schouler línunni. Sú stærsta var þó Alluring Auatic sem innihélt sérstaklega fallegar vörur sem komu í sægrænum og glansandi umbúðum sem báru grófa áferð dropa – eða eins og þær væru nýbúnar að bera uppá strönd frá sæferð. Einnig kom sumarlínan frá Smashbox í sölu en í ár nefndist hún Santigold og einkenndist af fallegum hlýjum litum.
Tvær húðvörulínur mættu á markaðinn það var ný hreinsilína frá Helenu Rubinstein Pure Ritual og þar á meðal var svartur skrúbbur sem er einn sá flottasti sem fæst hér á landi en línan hreinsar húðina mjög vel og á mjúkan og þægilegan hátt og manni líður eins og vörurnar fari óskapleg vel með vörurnar. Hin línan var Neutrogena en hreinsivörurnar frá þessu vinsæla handáburðamerki fæst loksins hér og er fullkomin fyrir konur á öllum aldri og býður uppá sérstaklega flottar vörur fyrir olíumikla húð.
Af ilmvötnum var það Bronze Goddess frá Estée Lauder sem vakti mikla lukku en ilmurinn kom í sérlega fallegu gylltu glasi og ilmaði bara alveg eins og sumar í sól.
Nýjungarnar sem áttu þó hug minn og hjarta voru Baby Doll litirnir frá YSL sem eru bæði fyrir andlitið bæði fyrir skyggingar og kinnar og má nota á varirnar. Æðislega flottar vörur sem minna helst á naglalökk eða umbúðirnar þ.e.a.s. En hin línan eru naglalökkin frá Dior sem komu þarna út í glænýrri formúlu og fullt af nýjum litum. Dior lökkin eru þau bestu að mínu mati sem fást hér á landi og það kemst enginn bursti nálægt burstanum frá Dior – það er bara þannig!
Af mér var það að frétta að ég skrifaði færslu þar sem ég valdi mín Topp 10 BB krem á toppnum var kremið frá Shiseido og á eftir fylgdi það frá Elizabeth Arden og Maybelline. Einnig talaði ég mikið um krem sem voru gerð til að gefa húðinni fallegan sumarlegan lit en þau voru öll kærkomin í safnið þar sem skortur á sólinni var mikill! Það krem sem var í mestri notkun var það sem var ódýrast en það var Miracle Skin Cream frá Garnier. En það krem sem ég notaði þó til að fá samstundis lit var Joli Teint úr Terracotta línunni frá Guerlain sem er lína sem inniheldur vörur sem eru bara þær bestu á sínu sviði og það vita þær sem þekkja til. Freknur voru eitt af húðtrendum sumarsins en það var þó helst bara heilbrigð og hraust húð sem þótti eftirsóknarverð – ég fékk alla vega engar freknur en fékk þessa heilbrigðu litaráferð með hjálp kremanna sem ég nefni hér að ofan.
Af mér var það helst að frétta að predikun mín fyrir plokkaralausum lífstíl hófst af alvöru og ég skoraði á lesendur að vera með mér og taka þátt. Ég hef nú þegar sýnt minn árangur og er svo ánægð með útkomuna. Annars hannaði ég svo förðunarlúkkið fyrir mína yndislegu vinkonu Andreu Magnúsdóttir og farðaði ásamt fleiri snillingum frá L’Oreal fyrir tískusýninguna hennar sem fór fram í Hafnarfirði þetta er ein sú stórkostlegasta sýning sem ég hef fengið að vera partur af og ég skemmti mér konunglega með öllum þessum snillingum.
Ég þurfti að gleyma öllu sem ég vissi um primera og taka fagnandi á móti blur kremum sem eru það sem koma skal í heimi fullkomins grunns í förðunarheiminum – munið það ;) Blur kremið frá Garnier þykir mér enn það besta af þeim sem ég hef prófað en einnig er til frá L’Oreal, Biotherm og Lancome – ég hef ekki prófað þessi seinni tvö.
Af fræga fólkinu má helst nefna Met Gala hátíðina þar sem stjörnurnar Victoria Beckham og Blake Lively fóru á kostum í förðun og fegurð að mínu mati. Sú síðarnefnda sló einnig í gegn á rauða dreglinum í Cannes en hún og Ryan Reynolds eiginmaðurinn eru bæði á nálum hjá L’Oreal sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar og geisluðu þau sem aldrei fyr.
Þriðja vefverslunin opnaði svo dyr sínar en það er Fota.is sem færði okkur breska merkið Barry M en áherslan var fyrst og fremst á naglalökk en smám saman jókst úrvalið og þetta flotta merki hefur vakið þónokkra athygli hér á landi. Seinna á árinu bættust svo burstarnir vinsælu frá Sigma við í vöruúrvalið við mikinn fögnuð ungu dama Íslands.
Ég held ég hafi komið mér ágætlega frá maí en ég stytti þann kafla þó talsvert en nú er komið að stysta kaflanum enda er ekkert sérstaklega mikið sem gerist í júní í fegurðarheiminum þar sem já allt gerist greinilega í maí!
Það sem bar þó hæðst var mæting varasalvanna frá Baby Lips, þeir komu sáu og sigruðu og mokuðust bókstaflega útúr verslunum. Ég get nú ekki annað en við ótrúlega sátt með vinsældir varasalva og ég vona að varir íslenskra kvenna séu nú vel nærðar og vel haldnar með öllu þessu frábæra úrvali.
Ég hélt áfram að tala fyrir húðdekri og gekk svo langt að taka upp sýnikennsluvideo með uppskrift af þessum umtalaða húðdekri þar sem ég notaðist við vörur frá Blue Lagoon. Ég mæli með því að þið finnið þetta video og skellið á ykkur góðum maska og dekrið aðeins við ykkur. Hydramax+ maskinn frá Chanel sem kom þarna um sumarið er líka frábær tillaga að dekurmaska.
Af nýjungum var það að mínu mati Dior Addict It-Lash maskarinn sem stóð uppúr en hann er alveg stórkostlegur og á mínum topp lista yfir bestu maskarana sem fást hér á landi í dag. En þeir fengust í sumar líka í björtum og flottum litum sem náðu meirað segja að þekja mín dökku augnhár. Litirnir sem fengust voru bleikur, blár og fjólublár. CC krem frá merkinu Biotherm mættu til leiks og annað þeirra var CC gel sem er sérstaklega kælandi og tilvalið fyrir konur með blandaða húð sem vilja þunnan raka sem fer hratt inní húðina og nærir vel. Hin nýjungin sem sló í gegn var fyrsti hreinsiburstinn á íslenskum markaði sem var Regenrist hreinsiburstinn frá Olay sem seldist eins og heitar lummur og kynnti vel þessa glæslegu hugmynd um tandurhreina húð fyrir íslenskum konum en seinna bættust svo við fleiri burstar sem ég kem að í seinni annáls færslunni.
Af línum þá má helst nefna sumarlínuna frá Chanel sem er ein af þeim fáu sem koma til íslands. Í ár nefndist línan Reflets D’été de Chanel en línan innihélt mikið af björtum litum og þá sérstaklega orange og bleiktóna. Naglalökk og varagloss voru þær vörur sem ég prófaði og voru sérstaklega kvenlegar og flottar. Hin línan sem sló í gegn var samstarf OPI og Coca Cola, línan vakti hrifningu mína samstundis og #trendlight leikurinn var endurvakinn með glæsilegum verðlaunum frá báðum fyrirtækjum.
Ef ykkur tókst að fara í gegnum alla þessa færslu eigið þið svo sannarlega hrós skilið en færslan telur rúmlega 4000 orð! Hún tók mig þrjá daga að skrifa og nú er bara að setjast niður og skrifa seinni helminginn. Svona er þetta bara þegar maður skrifar um 700 færslur á ári – jább 700! og þarf að fara í gegnum þær allar en vitið þið mér finnst þetta sjúklega skemmtilegt og ég er búin að skemmta mér konunglega að fara í gegnum allar þessar upplýsingar og rifja upp allt það sem gerðist í þessum æðislega heimi á liðnu ári.
Gleðilegt ár!
EH
Seinni hluti er væntanlegur innan skamms….
Skrifa Innlegg