Þá er komið að yfirferð yfir lykilvörurnar í snyrtibuddunni minni í síðasta mánuði. Skemmtileg tilviljun en á efri myndinni er ákveðið litaþema á vörunum – þetta var ekki planað:)
Í aðalhlutverki í snyrtibuddunni minni í apríl voru:
1. Miracle Skin Cream frá Garnier, 2. Dreamskin frá dior, 3. Dior Addict Fluit Stick frá Dior 4. Moisture Match Goodbye Dry frá Garnier, 5. Touche Eclait, gullpenninn frá YSL, 6. 5 sec Blur frá Garnier, 7. Dolce frá Dolce & Gabbana, 8. Glitter off base coat frá OPI, 9. naglalakk í litnum Porcelaine frá Dior, 10. Big Easy farði frá Benefit, 11. So Couture maskari frá L’Oreal, 12. Brow Drama augabrúnagel frá Maybelline, 13. Miss Dior sumarilmurinn 2014, 14. Josie Maran Argan Infinity Lip and Cheek Creamy Oil,
15. Wonder Powder frá Make Up Store, 16. Pure Cloud Cream frá Skyn Iceland, 17. Full Exposure pallettan frá Smashbox, 18. Color Show naglalakk frá Maybelline í litnum Bare it All.
Það getur margt breyst á einum mánuði en sama ilmvatn er í aðalhlutverki í apríl og var í mars og það er Dolce sumarilmurinn frá Dolce & Gabbana. Innan skamms ætla ég að setja í gang smá leik með merkinu með bæði ilmvatnið og annan frekar flottan glaðnin frá D&G í verðlaun. Þetta er yndislegur ilmur sem þið verðið að kíkja á.
Önnur vara sem ég hef á tilfinningunni að verði í miklu aðahltuverki í sumar er Full Exposure pallettan frá Smashbox – sérstaklega vegna bókana í prufu- og brúðarfarðanir. Litirnir eru fullkomnir fyrir tilefnið og augnskuggarnir eru með frábæra endingu. Önnur brúðkaupsvara er Wonder Powder frá Make Up Store. Púðrið gefur gullfallega og ljómandi áferð á húðina og matta – hver vill ekki mattan ljóma!!!
Nýjungarnar frá Garnier hafa verið í mikilli notkun en auk 5 sec blur kremsins er Moisture Match línan komin til landsins ásamt Miracle Skin Cream sem er hvítt dagkrem sem fær léttan lit yfir sig þegar það kemst í snertingu við húðina.
Vörur sem ég þarf svo að fara að segja ykkur enn betur frá sem eru á þessum lista og eru mér ómissandi í augnablikinu er kinnaglossinn frá Josie Maran, Big Easy farðinn frá Benefit, Pure Cloud Cream frá Skyn Iceland og Glitter Off Base Coatið frá OPI – sem er TÆR snilld!
Miðað við hvernig maí byrjar þá stefnir í fljóta breytingu á snyrtibuddunni. Ennþá léttari farðar og sólarvarnir bætast líklega inní næstu svona færslu – vonandi:)
EH
Skrifa Innlegg