fbpx

Snyrtibuddan mín

DiorlorealmakeupMakeup ArtistMaybellineShiseidoSmashboxSnyrtibuddan mínYSL

Eftir tiltektina í skápunum fannst mér kominn tími til að taka til í snyrtibuddunni. Ég er einum of dugleg að skipta um snyrtivörur venjulega er ég með sirka 6 maskara, 2 eyelinera, 3 hyljara, 3 BB krem, púður, sólarpúður, 5 augnskugga, alls konar blýanta og 3 kinnaliti í snyrtibuddunni – það gegnur eiginlega ekki. Svo ég ákvað að velja nokkrar vörur til að hafa í snyrtibuddunni – það var ekki auðvelt og ég lofa því að ég verð búin að breyta þessu eftir 3-4 daga;) Svo ég safni ekki endalausu dóti ákvað ég að það væri nú sniðugt að byrja á því að skipta stóru snyrtibuddunni út fyrir eina minni sem gæti bara haldið utan um nauðsynjarnar – það sem ég nota dags daglega.

Snyrtibuddan er Yves Saint Laurent og ég fékk hana að gjöf í síðustu viku – góð tímasetning;)Frá hægri sjáið þið:

Diorskin Nude – BB krem
False Lash Wings maskara frá L’Oreal
The Rocket Volum’Express maskara frá Maybelline
Undereye primer frá Smashbox
Babylips varasalva frá Maybelline
Dream Touch Blush frá Maybelline

Fyrir framan:

Shiseido blot púður
Terra Sun sólarpúður frá Maybelline
Color Riche augabrúnablýantur frá L’Oreal
Gullpenninn frá YSL

Mér finnst bara nokkuð vel sloppið  hjá mér að vera bara með 2 maskara í snyrtibuddunni;)

EH

Snyrtivöru-skápatiltekt

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kolfinna

    14. June 2013

    Hæhæ :) hvar get ég keypt svona babylips varasalva? er búin að vera leita að svona út um allt!

    • Hann er ekki fáanlegur hér… ég keypti mína bara á ebay og ég mæli hiklaust með þeim – á alla liti!