Í mörg ár hefur mig dreymt um að eiga fallegt snyrtiborð – helst fataherbergi samt með snyrtieyju í miðjunni. Þar get ég stillt upp fallegum ilmvatnsglösum, haft förðunarpenslana mína í glærum blómavösum og að sjafsögðu stillt upp uppáhalds snyrtivörunum mínum. Restin af vörunum yrðu síðan geymdar í vel skipulögðum hirslum í eyjunni.
Ég þarf svo sannarlega á einhverju skipulagi að halda – núna um helgina var markmiðið að koma einhverju skipulagi á snyrtivörurnar inná baði. Kannski ég sýni ykkur hver útkoman verður ef það er einhver áhugi fyrir því;)Það er ekki langt síðan ég var komin langleiðina með að eignast snyrtiborð en ég man ekki alveg hvað varð til þess að það gekk ekki eftir – grunar að það hafi líklega verið plássleysi. En ég hafði alltaf séð fyrir mér að gera svona snyrtiborð eins og er á myndunum fyrir neðan. Þetta er hilla úr Ikea sem er búið að setja hvíta stálfætur undir, þeir fást einnig hjá IKEA. Ef þið hafið áhuga þá er hillan ennþá til en bara í svörtu miðað við það sem ég fann alla vega á heimasíðu IKEA – sjáið hana HÉR.
Ég varð svo ótrúlega skotin í hugmynd sem einn af mínum sambloggurum hér á Trendnet skrifaði um fyrir einhverju síðan – en það var að ramma inn fallega poka. Svo undanfarið hef ég verið að safna mér fallegum pokum og þegar þetta herbergi mitt verður að veruleika þá verður þessi hugmynd það líka.
Skrifa Innlegg