Ég er með hár sem hættir til að flækjast einum of mikið. Venjulega snýst það saman í dreadlokka aftan í hnakkanum og þá tekur það mig langan tíma að greiða í gegnum það. Sem betur fer þá er ég ekki hársár en ef ég gleymi mér og hárið verður slæmt þá get ég alveg vælt smá þegar ég greiði yfir hárið. Ég hef lengi pælt í því að fá mér flókabursta, Tangle Teezer burstarnir hafa nú verið til á Íslandi í einhvern tíma en mér finnst þeir bara ekkert sérlega smart. Ég varð því spennt þegar ég kynntist The Wet Brush í gegnum hana Theodóru okkar – HÉR – þegar við vorum að vinna saman í verkefni. Í dag gæti ég ekki lifað án þessa snilldarhárbursta sem lítur út fyrir að vera bara venjulegur bursti – ég lofa ykkur því samt að þetta er enginn venjulegur bursti. Eins og þið sjáið hér fyrir neðan þá er prinsinn á heimilinu líka hæst ánægður með burstann. Prinsinn er nú ansi hárfagur með fallega, síða og ljósa lokka. Stundum er hann samt aðeins of hrifinn af burstanum að mínu mati. Hann á það nefninlega til að fela hann á einhverjum leynistað svo mamma hans finnur hann ekki og getur ekki notað hann. Svo dúkkar litli kall upp með burstann nokkru tímum seinna – þegar ég er búin að sætta mig við að vera bara með flókið hár:)
Ég vildi óska þess að ég hefði átt þennan þegar ég kom heim af fæðingadeildinni. Þá var ég enn með svaka sítt hár – það náði niðrá mjaðmir! En eftir að hafa legið í fæðingarúmminu í 30 tíma og tvo sólarhringa í viðbót á sængukvennaganginum án þess að greiða hárið þá var ástandið mjög slæmt. Þessi verður með í næstu ferð uppá fæðingadeild sem verður þó vonandi ekki fyr en eftir einhver ár:)
The Wet Brush fæst á langflestum hárgreiðslustofum ;)
EH
Skrifa Innlegg