Ég vil byrja á því að óska frábærum og flottum konum til hamingju með útgáfu Kvennablaðsins! Frábær miðill sem ég er stolt að fá að vera örlítill partur af!
Síðan opnaði í dag – endilega kíkið á hana HÉR.
Ein af greinunum sem birtust í dag fjallar um líkama kvenna eftir barnsburð. Höfundur greinarinnar er Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir sem er líka ein af þeim sem er á bakvið meðgöngubókina Bókin Okkar sem er væntanleg. Bæði skrifaði ég smá fyrir bókina og svo var ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir viðstödd fæðingu Tinna og tók myndir fyrir bókina. Ég vona að ég fái fljótlega tækifæri til að sýna ykkur þær myndir en núna langar mig að deila með ykkur öðrum myndum sem Aldís tók af mér um daginn.
Með greininni hennar Andreu – sem þið finnið HÉR – birtust þær myndir. Við Aldís höfðum lengi talað um að taka myndir af slitunum mínum og við slógum til þegar hún tók myndir af mér fyrir Trendnet. Ég stillti mér upp ber að ofan í sokkabuxunum, stífmáluð og sjúklega stolt af þessum fallega líkama.
Ég elska líkamann minn og ég hef ykkur að þakka fyrir það. Takk fyrir ómetanlegan stuðning og ég vona að þessi umræða sem hefur komið í kjölfarið hafi haft góð áhrif á þær konur sem eru í svipuðum aðstæðum og ég var.
Ef fyrri umfjöllunin mín um slitförin fór framhjá ykkur þá finnið þið hana HÉR.
EH
Skrifa Innlegg