fbpx

Slitin á síðum Kvennablaðsins

Lífið MittTinni & Tumi

Ég vil byrja á því að óska frábærum og flottum konum til hamingju með útgáfu Kvennablaðsins! Frábær miðill sem ég er stolt að fá að vera örlítill partur af!

Síðan opnaði í dag – endilega kíkið á hana HÉR.

Ein af greinunum sem birtust í dag fjallar um líkama kvenna eftir barnsburð. Höfundur greinarinnar er Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir sem er líka ein af þeim sem er á bakvið meðgöngubókina Bókin Okkar sem er væntanleg. Bæði skrifaði ég smá fyrir bókina og svo var ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir viðstödd fæðingu Tinna og tók myndir fyrir bókina. Ég vona að ég fái fljótlega tækifæri til að sýna ykkur þær myndir en núna langar mig að deila með ykkur öðrum myndum sem Aldís tók af mér um daginn.

Með greininni hennar Andreu – sem þið finnið HÉR – birtust þær myndir. Við Aldís höfðum lengi talað um að taka myndir af slitunum mínum og við slógum til þegar hún tók myndir af mér fyrir Trendnet. Ég stillti mér upp ber að ofan í sokkabuxunum, stífmáluð og sjúklega stolt af þessum fallega líkama.

Aldis Pals. Ljosmyndari1420640_10151966569809555_1944887067_nÉg elska líkamann minn og ég hef ykkur að þakka fyrir það. Takk fyrir ómetanlegan stuðning og ég vona að þessi umræða sem hefur komið í kjölfarið hafi haft góð áhrif á þær konur sem eru í svipuðum aðstæðum og ég var.

Ef fyrri umfjöllunin mín um slitförin fór framhjá ykkur þá finnið þið hana HÉR.

EH

Jóladagatöl fyrir snyrtivörufíkla

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Hafdís

    7. November 2013

    Frábært hjá þér! Þú ert frábær fyrirmynd fyrir okkur hinar sem þorum varla að fara í sund vegna hræðslu við að sýna líkama okkar. Við þurfum að læra að elska líkama okkar eins og hann er og hætta að miða okkur við photo-shoppaðar myndir af fyrirsætum. Áfram þú og allar konur!

  2. Edda Sigfúsdóttir

    7. November 2013

    Þú ert svo mikið flottust elsku vinkona, vissirðu það? ;*

  3. Þórdís

    7. November 2013

    Vávává! Mér finnst þú dásamleg og með svo fallegan líkama! :)
    Sjálf er ég búin að læra elska minn líkama eftir barnsburð og finnst ég svo flott þrátt fyrir slappan maga og slit :)

  4. Selma

    7. November 2013

    Æðislegar myndir, þú ert fyrirmynd fyrir þær sem eiga/hafa átt erfitt með að elska líkamann eftir barnsburð!

  5. Ragnheiður

    7. November 2013

    Flott kona og mjög góð fyrirmynd :)

  6. Auður Pálsdóttir

    7. November 2013

    Vá þú ert ekkert smá glæsileg! flottasta fyrirmynd sem ég hef séð í langan tíma

  7. Erna Höskuldsdóttir

    7. November 2013

    Yndisleg, vildi að ég hefði lesið þetta fyrir 14 árum.

  8. Una Hlín

    8. November 2013

    Vá hvað þú ert töff. Elska þetta. TIl hamingju að vera svona mikill trendsetter í orðsins fyllstu merkingu!! Ást og virðing til þín og allra þeirra sem að eru stoltar af sér og líkama sínum! eftir barnsburð!!

  9. Hugrún Halldórs

    8. November 2013

    Þú ert svo óendanlegur töffari og ó svo góð fyrirmynd! :)
    Falleg að innan sem utan:)

  10. Dagný

    12. November 2013

    Ert svo flott og góð fyrirmynd.
    Hvað heitir þessi varalitur sem þú ert með á myndinni?

  11. Helga

    13. November 2013

    Takk fyrir fallegar myndir, falleg orð og að hafa kjark og þor til að hrista upp í stöðnuðum hugmyndum fólks um hvernig líkamar kvenna eigi að líta út.
    Þú ert frábær :)