Ragna Margrét Guðmundsdóttir hannar dýrindis fallegar flíkur undir merkinu Sleepwalker. Ragna er að klára fataiðn í Tækniskólanum í Reykjavík. Hún eignaðist stelpu í vor og notaði fæðingarorlofið sitt til þess að skapa Sleepwalker.
Mér finnst æðislegt þegar fólk tekur sig til og skapar eitthvað nýtt og fallegt. Það sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá Sleepwalker eru fallegu skyrturnar hennar:
Ef þið viljið eignast svona dýrindis flík getið þið sent póst á ragna@sleepwalker.is með upplýsingum um vöruna sem þið viljið panta. Ragna rukkar svo vöruna í gegnum paypal sem er t.d. greiðsluþjónustan sem ég nota þegar ég panta vörur fyrir ykkur;)
Til að skoða fleiri flíkur þá mæli ég með að þið kíkið hér:
Svo er flott umfjöllun um Rögnu í fylgiriti Morgunblaðsins í dag Tíska og Förðun.
EH
Skrifa Innlegg